Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 43
\j T 8 T A §ófa§ettið Sófasett hinna vandlátu MUNIÐ OKKAR HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA Útborgun kr. 3.000.00. - Kr. 1.000.00 pr. mánuð. ^ Grindur úr úrvals harðviði. Alullar áklæði. - Verð kr. 14.400.00. Húsgagnaverzlun Austurbæjar h.f. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 — SÍMl 2Í620. um borð í þotunni í viðurvist ó- kunnugra. Ekki þorað það, ef allt í einu setti að sér grát. Nú var tæki- færið til að lesa þau. Nú, á meðan hann var aleinn. „Kæri herra djákni. Það er vilji minn, að sonur minn sé hvattur til að nema og tileinka sér ný viðhorf í vísindum og iðnaði. Reynist hann hneigður til laga- náms, væri ákjósanlegt að hann færi einnig inn á þá braut, og kynnti sér þá bæði lög og stjórn- fræði. Við þörfnumst gagngerra breytinga. En þær breytingar verða að gerast smám saman. Þjóð okkar verður ekki rekin að takmarkinu, einungis leidd. Til dæmis vil ég setja upp rafmagns- dælu. Þá verð ég fyrst að koma upp rafstöð og svo framvegis. En þó er það erfiðasta í því sam- bandi, að búa fjölskyldu mína undir að taka því nýmæli, kenna henni að meta það og hagnýta sér það, stig af stigi. Sonur minn verður að læra að skilja hvað átt er við með þeim orðum — „stig af stigi“. Ábending, leiðsögn, sannfæring, viðurkenning, tileinkun — það var leiðin, sem faðir hans vildi fara. Rashil gat ekki varizt brosi, þegar hann las enn: „Kæri herra djákni. Ég þakka yður fyrir þær góðu fréttir sem þér segið mér af námsárangri sonar míns. Ég er því mjög feg- inn, að hann skuli forðast áfenga drykki. Hvað viðvíkur vináttu hans og bandarísku stúlkunnar, vona ég að hún festi ekki alltof djúpar rætur. Mér væri kær- komið að þér bentuð syni mínum á skyldu hans varðandi tillitsemi við fjölskyldu sína. Ég get látið forn sjónarmið og venjur lönd og leið ef nauðsyn krefur. En það getur fjölskyldan ekki ...“ Einmitt það, já. Nú skyldi hann hvers vegna djákninn hafði einu sinni farið að ræða hjónabandið við hann, svo óvænt og tilefnislaust, að hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Ég er ekki neitt að hugsa um hjónaband,“ hafði hann sagt þá. „En þegar þar að kemur,“ hafði skóladjákninn sagt, eins og það væri einungis fyrir hendingu að þetta bar á góma, „verður hyggilegast fyrir yður að velja makann með til- liti til vilja fjölskyldu yðar ...“ „Já,“ hafði hann svarað, enda þótt sannfæring hans risi gegn slíkri þvingun. En nú var öll uppreisn runnin út í sandinn. Faðir hans hafði skilið þetta allt, og gegn hverju var þá að rísa? Josie var honum víðs fjarri. Enda þótt það væru ekki nema fá- ar klukkustundir, sem skildu þau að í tímanum, skildu álfur og höf þau í rúmi, og meira en það. Hann tók enn eitt bréf. „Kæri herra djákni. Gerið svo vel að sýna syni mínum fram á það, að hann verður að taka við af mér, sem höfuð ættarinn- VIKAN 17. tbl. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.