Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 44
JJamr 88 er fyrir margra hluta sakir fullkomn- asta kvikmyndatökuvél fyrir mjófilmu, sem nú er fáanleg. Jjamr 88 R og 88 RS er ekki einungis með zoomlinsu af vönduðustu gerð, heldur og, ein allra slíkra véla, með rafhlöðuhreyfli, sem ekki þarf annars við en þrýsta ör- létt á stilla til að hreyfa linsuna. Fyrir bragðið er engin hætta á að vélin hreyf- ist í hendi við átakið. JJauer 88 og 88 RS er fyrsta mjófilmuvélin með sjálfvirkri ljósstillingu gegnum tökulinsuna, sem breytir Ijósopinu við hverja smávægileg- ustu breytingu á birtunni. Rautt ljós gefur til kynna óhagstæð birtu- skilyrði. BAUER 88 og 88 RS eru með zoomlinsu, sem einnig verkar sem aðdráttarlinsa. Við hraðabreytingu yfir í „slow motion“ breytast allar stillingar samtímis af sjálfu sér. BAUER FILMSONNE tökulampinn breytir nótt í dag, fyrirferðarlít- ill og handhægur í notkun, með víðasta gleiðhornsskini, 6,500 watta sterku, endist án endurhleðslu eða ljóspípuskipta til óaðfinnanlegrar töku á 100 filmuspólum. BAUER 88 R, 88 RS og BAUER sýningarvélin eru með sjálfvirkri filmuþræðingu, svo að ekki tekur andartak að skipta um spólur og öll mistök í því sambandi eru algerlega útilokuð. Cjeorg Ámuodnson & Co. LAUGAVEGl 172 — SlMI 15485. ar og foryzta fjölskyldunnar og þorpsbúanna. Öll ætt okkar treystir leiðsögn hans, þegar ég er allur . ..“ Hafði faðir hans þá hugboð um dauða sinn? Rashil las bréfin, hvert á eftir öðru, og lét þau síðan inn í litla stálskápinn, þar sem skjöl fjölskyldunnar voru varðveitt. ÞAÐ var síðla kvölds. Hann sat hjá likkistu föður síns í bílnum á leiðinni til móta hinna helgu fljóta, þar sem Jumna fellur í Ganges. Áð- ur hafði farið fram formleg athöfn heima sem hann hafði ekkert við að athuga. Ef bílarnir kæmust á- fram fyrir hinum mikla múg, sem fylgdi fótgangandi, mundi ákvörð- unarstaðnum, líkbrennslusvæðinu, náð fyrir kvöldið. Klukkan var hálfsjö þegar þang- að kom. Þar hafði þegar verið hlað- inn bálköstur mikill af sandalviði. Rashil steig af bílnum og bar lík- kistu föður síns að bálkestinum með aðstoð föðurbræðra sinna og elztu sona þeirra. Þeir lyftu henni upp á köstinn, og eldri föðurbróðurinn tók til máls: „Vinir, við erum hingað komin +il að kveðja ástvin vorn, höfuð fjölskyldu vorrar, sem nú er horfinn til annars lífs. Hann var einn af þeim endurfæddu. Þó að hann gæti á stundum ekki að sér gert að brosa að trúarbrögðunum, voru það ekki trú- arbrögðin sjálf, sem hann leit niður á, heldur þær hjátrúarkreddur, sem laumazt höfðu þar til áhrifa fyrir atbeina afvegaleiddra manna. Við erum Brahmanar, og ástvinur okkar virti allar hinar heilögu trúarvenj- ur, eins og Katha-lærisveini bar, og sannaði þannig trú sína, sem hinn helgi lífsvættur hans kenndi honum, og fyrir það ávann hann sér ungur þroska til endurfæðingar. Slík end- urfæðing er óháð öllum vísindum, allri þekkingu, öllum mannlegum vísdóm„ alger og endanleg út yfir takmörk lifs og dauða, og fyrir það inngengur hann nú í það líf, sem verður honum á allan hátt sælla en það, sem hann átti hér á jörð. Látum líf hans verða okkur fyrir- mynd og eftirdæmi í einu og öllu.“ Að svo mæltu hvarf föðurbróður- inn aftur í hóp fjölskyldunnar. Nú var sú andrá upprunnin, sem Rashil skelfdist mest. Allt til þessa hafði hann talið sjálfum sér trú um, að hann kynni með einhverju móti að sleppa við það. Hann sneri sér að bálkestinum, gekk áfram nokkur skref, nam staðar, leit til hægri og vinstri. Fljótin miklu samein- uðust í lygnum, víðum straumi undir blækyrrum og fögrum kvöld- himni, sólin var gengin undir, en síðustu geislarnir gægðust upp fyrir sjóndeildarhringinn og vörpuðu gullnum bjarma á lygnur fljótanna og ásjónur þeirra, sem biðu um- hverfis bálköstinn. Þetta var sú stund, þegar vissir fuglar og dýr, sem annars eru hljóð allan sólar- hringinn, láta til sín heyra. Eitt- hvert barnanna í hópnum tók allt í einu að gráta, og móðir þess reyndi að sefa það. Og frammi fyrir Rashil bar hátt sandalviðarköstinn, og lagði af honum þunga, sterka angan. Honum varð litið á Padmayu. Hún hafði sveipað skikkjunni um höfuð sér, en gert glufu fyrir and- litinu, og loginn í augum hennar skoraði á hann að bregðast ekki. En það var ekki eingöngu brennandi augnatillit Padmayu, sem særði hann til að bregðast ekki hinum fornhelga sið. Hin straumþungu fljót, sem geymdu ösku látinna kyn- slóða öld fram af öld, í hljóðum djúpum sínum; jafnvel blækyrrt og angan þrungið kvöldloftið, söngur fuglanna, grátur barnsins og lág, sefandi rödd móðurinnar, allt lagð- ist þetta á eitt. Og þó var það fyrst og fremst fólkið, sem stóð og beið átekta, ætt hans og kyn, fjölskylda hans. Það var heilög skylda hans að bregðast ekki fólki sínu í harmi þess og söknuði. Hann gat ekki ris- ið frekar gegn vilja þess með því að skorast undan að framkvæma hina helgu athöfn, sem var þeim traust og trúaratriði. Þetta fólk hafði treyst föður hans. Nú hlaut hann að inna af hendi þessa fórn til þess að það gæti líka treyst honum, annars mundi hann svipta það allri fótfestu. Hann laut niður til að taka sér í hönd hið heilaga áhald, silfurham- arinn. Hann hélt honum í hægri hendi og kleif upp á bálköstinn, þar sem hann stóð nokkur andartök hreyfingarlaus og horfði til himins. Hann varð gagntekinn sárri kvöl, hver vöðvi hans var strengdur, hver taug hans spennt í baráttunni milli þess, sem hann vildi ekki og þess, sem hann komst ekki hjá. Hann komst ekki hjá því að lyfta silfur- hamrinum og Ijósta höfuðkúpuna þar, sem beinið mundi bresta, án þess húðin rifnaði eða holdið kremd- ist. Þá mundi bráðinn heilinn renna út úr höfuðkúpunni, án þess að sprengja hana, þegar líkaminn tæki að brenna, og sameinast þannig ösk- unni af holdinu; þannig mundi and- inn losna úr helsi sínu, rólega og átakalaust, samkvæmt trúnni. Svitinn rann og bogaði af hon- um. Eins og í dvala lyfti hann silf- urhamrinum. Hann starði á friðsælt andlit föður síns. „Faðir,“ hvíslaði hann. „Ég veit að þú skilur mig, og því geri ég þetta — í fyrsta og síðasta sinn.“ Hann reiddi hamarinn til höggs. Heyrði beinið bresta. Þar með var því lokið. Hann varpaði hamrinum langt frá bálkestinum. Nú átti hann það eitt eftir að kveikja í kestinum, svo að hann hefði fullnægt kröfum skyldunnar. Eftir það varð hann einungis að vaka hjá bálinu, þangað til lík föður hans væri brunnið til ösku. FJÓRUM DÖGUM síðar, þegar bálið var slokknað, safnaði hann saman þeim beinum, sem ekki voru brunnin. í viðurvist föðurbræðra sinna varpaði hann þeim í hið helga fljót, Ganges. Það var kvöld, blæ- ^ — VIKAN 17. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.