Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 47
betra að gera við það!“ Þau hlógu hjartanlega. Honum fannst hún strlega aðlaðandi. Bezti einkaritarinn sem hann hafði nokk- urn tíma haft. Daginn sem hann réði hana hafði hún verið ein af níu umsækjendum. Hann var að viða að sér efni úr frönsku leikriti um þetta leyti og vinnumiðlunar- skrifstofan hafði sent honum allar þær stúlkur, sem völ var á, sem voru góðar í tungumálum. Hann hafði valið Nicole Donnell vegna þess, að honum leið vel í návist hennar. Góður dagur það, hugsaði hann. Nú var hún orðin ómissandi. Hann tók um hönd hennar. „Þakka þér allt,“ sagði hann. „Ég vildi að ég væri ekki að fara.“ „Góði bezti vertu þá ekki að því.“ Hann sleppti hendi hennar. „Vertu ekki að draga úr mér. Ég er veik- lyndur maður.“ Hún fylgdi honum til káetu hans, sem var rúmgóð og þægileg á fyrsta farrými. Hún gaf þjóninum hans fyrirskipanir og leit yfir farþega- listann. „Enginn hættulegur,“ hugs- aði hún og andaði léttara. Hann fylgdi henni til landgöngu- brúarinnar, kyssti hana á báðar kinnar og tók utan um hana. Þetta var siður. En í þetta skipti skynj- aði hann í fyrsta skipti nálægð líkama hennar. Þegar hann tók hendurnar af mitti hennar brosti hún og þau kysstust aftur. Meðan á þessu stóð varð hann þess ekki eingöngu var, að þetta kitlaði hann svolítið heldur einnig hitt, að hann hafði ekki kysst neina í marga mánuði. Þetta var raunverulega í fyrsta skipti sem hann kyssti frú Donnell, sem hafði þó starfað hjá honum í sjö ár. Kossinum var lokið. „Góða ferð,“ sagði frú Donnell og yfirgaf skipið. Við enda landgöngu- brúarinnar sneri hún sér við og veifaði. Wesley hélt til reykingaklefans, þar var uppáhalds vínstúka hans um borð af mörgum. Hann hafði ekki lesið póstinn sinn undanfarið og frú Donnell hafði séð honum fyrir stóru umslagi, sem innihélt allan þann póst sem hann venjulega las. Hann pantaði sér eldri gerð af Búrgundarvíni, las gegnum eitt vikublaðanna og hélt síðan upp á sóldekk og horfði á Manhattaneyj- una hverfa í sortann. Það virtist svo fagurt þetta gneistandi líf þarna í hjarta veraldarinnar og hann varð að minna sig á, að hann var að gera það sem hann hafði þræl- hugsað, til þess að þráin yfirbugaði hann ekki að vera horfinn til baka aftur. Hann yfirfór í huganum hina undarlegu kveðju frú Donnell og hans. Einhver spenna var á milli þeirra, á því var enginn vafi. Spenna frá frumsýningarkvöldinu. Yfir- spenntar taugar. En þetta hafði aldrei skeð milli þeirra áður. Hann gafst upp á að standa þarna eftir að frelsisstyttan var horfin sýnum. Hann var með kuldahroll eftir að standa þarna á opnu þilfarinu. Hann hélt til vínstúkunnar og hélt áfram að drekka, en fékk sér nú heitt whisky. Það var svo gott og áhrifaríkt og klukkan 1.30 var hann ekki með neinn kuldahroll lengur. Hann átti langt samtal við þjón- inn í reykingarsalnum um tíma- breytingarn^r sem voru þrisvar á dag — á tuttugu mínútna millibili hver •— og komst að þeirri niður- stöðu, að hann myndi hvergi hafa hugmynd um réttan tíma fyrr en hann kæmi til Southampton. Þá minntist hann þess, að frú Donnell hafði látið hann hafa sérúr á vinstri handlegginn, sem átti að sýna New York-tíma. Æi, hún er búin að yfir- skipuleggja þetta allt saman, hugs- aði hann. Stundum fer hún of langt, eins það að láta hægðarpillur í pillu- boxið hans. Fari það allt til fjand- ans. Hann var sá eini sem eftir var í reykingarsalnum. Hann lauk úr glasi sínu og fann að hann var orð- inn hátt uppi, gaf þjóninum allt of mikið af drykkjupeningum og fór til káetu sinnar. Wesleys, tók upp Worcestesshire- sósuna, hellti fulla teskeið og bauð Wesley hana. Wesley gleypti hana. PPeacock hristi nokkrum sinnum úr flöskunni niður í tómatsafaglasið og meðan Wesley drakk safann hellti hann kaffi í bolla og hvarf út um dyrnar. Wesley leið þegar miklu betur. Hann lauk við kaffið og fór í steypi- bað. Þegar hann kom til baka til káetunnar aftur var Peacook þar fyrir og var að undirbúa meltingar- meðalið Alka Seltzer. Öllu sem hann vanhagaði um hafði verið komið fyrir á náttborðinu við hliðina á rúminu, sem hann svaf ekki í. Hann fór upp í óbælt rúmið og tók við glasinu af Peacook sem fór og kom að vörmu spori aftur með fjórar fyrirferðarmiklar útgáfur af New York Sunday. Wesley yggldi sig. „Þú hlýtur að hafa verið búinn að afla þér þessa Þjónn hans hafði fylgt reglum frú Donnell og í herberginu var allt eins og Wesley var vanur að hafa það: Flaska af Malvernvatni á nátt- borðinu. Blokk og þrír blýantar. Bókin, sem hann var að lesa, Ulyss- es, eftir James Joyce og við hlið hennar bók Rolfs Loehrichs: Leynd- ardómur Ulysses og orðabók. Tvenn náttföt, ein þykk og ein þunn, sloppur, inniskór — allt, þar sem það átti að vera auk Dramamine- pillanna og svefnmeðalsins á bréf- miða, sem á var vélritað: „Áríð- andi. Gjörið svo vel að taka það ekki inn, ef áfengi hefur verið drukkið áður. Áríðandi”. Hann tók svefnmeðalið þrjózkufullur á svip, fór í hvorug náttfötin, skreið í rúm- ið og steinsofnaði. Hann vaknaði með hræðilegum timburmönnum. Einhver hafði opn- að annað kýraugað. Sjávarloftið lék um vit hans, en höfuðið á honum ... Hann hringdi og þjónninn færði honum kaffi, tómatsafaglas, flösku af Woreestershire-sósu og Alka- Seltzer ásamt glasi af vatni. „Góðan daginn, herra. Gott veð- ur í dag.“ „Hvað á þetta allt að þýða?“ „Allt saman fyrirskipanir. Allt eins og það á að vera?“ „Já, já. Hvað heitirðu annars?“ „Peacock, herra minn.“ Peacock setti bakkann við hlið áður en við lögðum úr höfn í gær- kvöldi.“ „Það er rétt, herra.“ „Var það frú Donnell sem sá um það?“ „Já, herra minn.“ Wesley rak upp hlátur. Peacock rétti honum lesgleraugun hans. „Er þá allt í lagi, herra minn?“ „Ég skal ekki segja,“ sagði Wesley, „þú gerðir betur í því að ráðfæra þig við hana!“ Peacook fór og Wesley leit á blöð- in en brátt dró niður í honum því skipið var farið að velta og hann fór að finna til velgju." Það var barið kurteislega á dyrn- ar og Peacock birtist ásamt lækni og hjúkrunarkonu. Hann kynnti þau. „Góðan daginn," sagði læknirinn, „við litum inn til að vita hvort hjúkrunarkonan mætti ekki hjálpa yður með splunkunýrri aðferð að losna við sjóveikina.“ „Jú, þakka yður kærlega fyrir,“ svaraði Wesley. „Frú Donnell hélt, að þér munduð þurfa þess með,“ sagði læknirinn. Svo hófust læknisaðgerðirnir sem sögðu þegar til sín, því sjóveikin var horfin eftir tuttugu mínútur, en í stað þess var Wesley svo syfjað- ur, að hann gat ekki haldið höfð- inu uppi. Fram að tei annað hvort las hann eða svaf. Og eftir te, sem Peacock færði honum, las hann einnig og svaf til skiptis. Hann var vakinn við að sendiboði færði honum skeyti. Hann gaf hon- um dollara í þjórfé svona í lukku- skyni. Hann gekk yfir að kýraug- anu og dró djúpt að sér sjávarloftið áður en hann þorði að opna skeytið. í því stóð: „Tvenns konar hamingjuóskir frá Hal.“ Wesley settist á rúmröndina og las þetta aftur og aftur. Hvað gat nú þetta þýtt. Góði guð, aldrei myndi hann skrifa leikrit fyrir þennan asna framar. Tvenns konar hamingjuóskir. Þýddi það, að al- mennar undirtektir væru hálfvolg- ar? Eða þýddi þetta, að það hefðu verið skrifaðir um hann tvennir góð- ir ritdómar? Blandaður vitnisburður þýddi hjá G. Kaufman „sæmilegur og herfilegur" vitnisburður. Hann gæti svo sem hringt og fengið að vita, hvernig þessu var varið. Af hverju hafði hún ekki sent honum hreint og beint, hvað um var að ræða? Síminn hringdi. „Er það herra Wesley Priest?“ „ Já. „Það er útvarpssamtal við yður.“ Hávaði í símanum. Meðan hann beið starði hann á símskeytið eins og það væri einhver getraun og von- aði að úrlausnin myndi koma ef hann hugsaði nógu mikið um hana. „Tvenns konar hamingjuóskir frá Hal.“ Frú Donnell kom í símann. „Halló. Halló. Heyrirðu í mér? Heyrirðu í mér?“ „Já.“ „Allt í bezta lagi.“ Rödd hennar kom eins og neðan úr djúpum sjáv- arins. „Allt í bezta lagi.“ „Haltu áfram.“ „Þykir leiðinlegt að hafa þurft að hringja. Þykir leiðinleg't að hafa þurft að hringja. Hal gaf mér skila- boðin. Ég hafði áhyggjur út af, að þau myndu valda þér áhyggjum. „Þau gerðu það. Þau gerðu það.“ „Gott í Times,“ sagði hún. „Sér- lega gott í Tribune. Sérlega gott í Tribune. Gott í Times.“ „Heyrðu, Nicole. Segðu þetta að- eins einu sinni. Ég heyri vel í "þér.“ „Ég er hins vegar ekki viss um að ég heyri í þér. Mér heyrðist þú segja Nicole ...“ „Hvað annað?“ „Allt í lagi með Daily News. Smágagnrýni en góð innan um. Höfum ekki fleiri fréttir í bili. Carl segir, að símskeytasambandið sé gott og þú eigir ekki að hafa á- hyggjur.“ „Jæja.“ „iTl hamingju. Til hamingju. Og gleymdu ekki kauphækkuninni minni. Bless.“ „Halló. Frú Donnell. Frú Donnell. Nicole?“ „Þakka yður fyrir,“ sagði síma- stúlkan, „hún er farin af línunni.“ Wesley íhugaði brosandi samræð- urnar um leið og hann skrifaði nið- ur hjá sér það, sem hann hafði fengið vitneskju um. Peacook kom með kvöldverðarföt hans og hengdi þau upp. Síðan fór VIKAN 17. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.