Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 4
/;y. íýiíÝiiíáííi-í AVON ILMKREM Dásamleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt á háls og arma ... umvefjið yður ljúfasta ilmi, sem endist klukkustundum saman ... Um fimm unaðstöfrandi ilmkremategundir að velja; ... dýrðlegan Topaz ... ástljúfan Here is My Heart ... æsandi Persian Wood, ... hréssi- legan Cotillion, og seiðdulan To a Wild Rose. ★ KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AVON-VÖRUR: ★ VARALITI — MAKE-UP — PÚÐUR — NAGLALÖKK — KREM SHAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl. Avon LONDON cosmetics NEWYORK EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: J. P. GUÐJÓNSSON H.F. Pósthólf 1189. — Reykjavík. Réttlæti ... Ég fer oft í strætó og er nýlega byrjuð að borga fullt gjald. En mér finnst svolítið skrítið að ég skuli ekki hafa eins mikinn rétt á sæti og fullorðna fólkið. Mér finnst sjálf- sagt að standa upp fyrir eldgöml- um. gamalmennum. En þessar bústnu og þriflegu frúr, sem geisla af vellíðan eru að reka okkur þau yngri úr sætum. Sjaldan hef ég orð- ið það frökk að malda í móinn við þessa kvenskörunga. Annars, ef það yrði gert, myndi heimurinn líklega farast. Ég held og hef alltaf haldið og mun alltaf halda, að við krakk- arnir gætum orðið jafn þreytt ef ekki þreyttari en fullorðna fólkið og þar af leiðandi jafn sætaþurfi og það. Ein dauðþreytt. — — — Það verður vist ekki fyrr en búið verður að finna upp þreytumatsmaskínu eða réttlæt- isapparat, að hægt verður að út- kljá þetta sígilda þrætuefni. Sjálfum finnst mér, að þær bústnu og þriflegu séu naumast nokkuð rétthærri en örþreyttir og örvasa unglingar. Ábyrgð og menntun ... Greinin um ábyrgð og menntun hefur greinilega komið við kaun- in á mörgum og talað fyrir munn enn annarra ef dæma má af þeim bréfagrúa, sem blaðinu barst um þetta efni. Hér fara á eftir nokkrar handahófsglefsur úr nokkrum bréf- anna: ... Vafalaust er margt rétt, sem greinarhöfundur bendir á, ekki skal ég draga það í efa. En óþarfi finnst mér samt að vera að ráðast að okk- ur veslings sjómönnunum. Þessi dæmi, sem greinarhöfundur bregð- ur upp um sjómenn, þó einkum dæmið með kokkinn, eru öfgadæmi. Þessi kokkur, sem minnzt er á, var bara svo heppinn að hreppa happ- drættisvinninginn á vertíðinni. Sjó- mennska er og verður happdrætti, og happdrætti er ekki hægt að reka nema með hagnaði. Þess vegna eru það aðeins örfáir, lánsamir ein- staklingar, sem hreppa vinninga í vertíðarhappdrættinu ... Sjóli. ... Og hér er ég, langt kominn í læknisfræðinni, búinn að sóa dýr- mætum tíma og enn dýrmætari peningum í nám, allt til þess að þóknast þjóðfélaginu og fá fyrir sanngjarna umbun. Svo fæ ég þær upplýsingar framan í mig eins og blautan klút, að kokkar, barþjónar, ýtustjórar og „reddarar“ skjóti mér algjörlega ref fyrir rass og safni drjúgum meiri peningum á lífsleið- inni en ég get nokkurn tíma látið mig dreyma um að þéna. Já, ég skal svei mér ekki vera feiminn við að smyrja á, þegar ég fer að skrifa upp resept handa þessum fýrum ... Medicus in spe. ... Það er þessi undarlega árátta með íslendingum, að verða sífellt að snobba niður á við ... Eðlilegt verður að telja, að miða verði laun manna við það, hversu mörg prósent þjóðfélagsins geti sinnt sómasamlega hinum ýmsu störfum. Því færri prósent, sem unnið geta visst starf, þeim mun meiri laun fyrir starfið. En auðvitað er af og frá, að svo sé, eins og svo réttilega er bent á í greininni. Ætli það gæti ekki svo til hver einasti læknir stig- ið í fótspor barþjónsins með sín 40 þúsund á mánuði? No. ... En hvað er ekki þjóðfélagið búið að punga út miklu í menntamenn ina? Hvað ætli það kosti okkur verkamennina að halda uppi mönn- um í langskólanámi? Þeir hugsa ekki út í það, þessir merkilegu karlar. Yið verðum að blæða til þess að þeir geti notið lífsins ... Verkamaður. ... Hvað fékk hann G.K. annars fyrir að skrifa greinina? Eða skrif- aði einhver verkfræðingur greinina fyrir hann? ... J. J. Kaupmannahöfn, 4/17, ‘63. ... og kem þess vegna ekki heim, fyrr en ástandið er orðið skárra uppi á íslandi. Hér fá læknar það sem læknum ber ... Ég vil eindregið gera það að tillögu minni, að þessi G.K. verði gerður að ráðherra, launa- og kjaramálaráðherra. Með kveðju heim, X. Atvinna óskast. Sóknarprestur óskar eftir mann- sæmandi atvinnu nú þegar, t. d. sem ýtustjóri, síldarkokkur eða reddari. Tilboð, merkt „kreppa“ sendist Vikunni hið fyrsta. Glymur ... ? Kæri Póstur. Það er þetta með einn kunningja okkar. Þetta er allra bezti strákur og allt það, það er ekki það. Hann er bara alveg óþolandi að einu leyti. Hann er alltaf að segja manni kvennafarssögur af sjálfum sér, en við erum sko ekki vissir um, að þær séu allar sannar. Þessar sögur eru farnar að pirra okkur vini hans svo gasalega, að við vitum ekki hvað við getum eiginlega gert. Hvað heldur þú eiginlega? Svo er enn eitt. Okkur langar til að verða geimfarar. Hvað getum við gert? 3 á báti. ^ — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.