Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 9
íshakarnir voru ómissandi til aS vega sig upp eftir berginu. Að öðru leyti er eyjan beimsfræg.en það er af öðr- um ástæðum og skemmti- legri, því að á Eldey eru nú búsett um 18.500 súluhjón, en þar með er eyjan stærsta súlubyggð jarðarinnar. — Hefur allt verið gert til þess að viðhalda þessu fuglalifi eyjarinnar, og er kannske von til að það bæti að nokkur úr þeim skaða, sem íslendingarnir gerðu forð- um dýrafræði heimsins með þvi að drepa geirfuglinn sáluga. Rikisstjórn íslands hefur, — eins og áður er sagt — gert allt, sem i hennar valdi stendur til að viðhalda þessari sældarlegu súlu- byggð. Má þar m. a. nefna það að samningum um leigu eyjarinnar til 40 ára, sem gerðir voru árið 1939, hef- ur verið rift með lögum, eyjan gerð að algeru frið- landi, svo að þar má ekki nokkur lifandi maður með fullu viti stiga fæti, nema með leyfi ríkisstjórnarinn- ar, og jafnvel Bandaríkja- mönnum hefur verið bann- að að æfa sig á þvi að kasta sprengjum á eyjuna úr flugvélum, til að vita hvort þeir liitti. Hér heima á íslandi er löngu siðan fræg sú saga, er Eldeyjar-Hjalti gerði það þrekvirki árið 1894 ásamt tveim félögum sínum, að klifra upp i eyna fyrstir manna. Þótti það mikil þrekraun og karlmennsku- afrek að komast þangað upp, enda horfði margt stórmenna á uppgöngu þeirra félaga úr S'kipi, sem beið eftir þeini félögum rétt undan eynni. Þar á skipinu voru m. a. staddir Hannes Hafstein, þá landsritari, Jón Þórarinsson skólastjóri og Sigfús Eymundsson bók- sali ásamt konum sinum. Að sjálfsögðu hafa þar líka verið nokkrir sjómenn, — en þeir eru ekki taldir með stórmennum. Síðast fara sögur af þvi að farið hafi verið upp i eyna árið 1939. Siðan hefir einhvern tima tekizt svo til, að keðja sú, sem Hjalti og félagar hans settu efst á brúnina til að auðvelda uppgöngu, hefir slegizt svo til í veðri, að neðri endi hennar hefur slengzt upp á eyna og festzt þar. Þessi keðja var um 24 metra löng, og gerði það mögulegt að 'komast alla leið upp án sér- stakra tilfæringa og útbún- aðar, og hefur raunar ver- í FERTUGU BJARGI Snorra varð svo mlkið um, þegar hann sparkaði niður steininum, að hann hrópaði upp til okkar: „Það hefur lent haus í steininum á honum Sigga, strákar!“ Það kom sér vel að hafa netpokana meðferðis, það sýndi slg hezt þegar við urðum að skilja Sigurð eftir i honum, hangandi utan í herginu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.