Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 16
Rafferty var ekki sá eini við spilaborðin, sem tapaði, en hann var þar þaulsætnari en nokkur hinna. Þarna hafði hann setið samfellt frá því klukkan tíu um morguninn, og nú var hún orðin þrjú, og þernurnar, sem gengu um beina í Wanderlust •— glæsilegasta, nýjasta og munaðarríkasta veitinga- og gististað í Las Vegas, en þá er líka mikið sagt — höfðu borið honum ókeypis hinar ljúfustu og dýrustu veigar, að minnsta kosti fimm eða sex hinnum. Það borgaði sig nefnilega fyrir þá, sem þarna réðu húsum, að veita honum ókeypis svo að hann sæti því lengur við borðið og tapaði því meiru. Ekki þannig að skilja, að hann sæti þarna til að drekka; hann sat þarna og tapaði, það var allt og sumt. Og þeir, sem tapa yfirleitt í spilum, eru líka yfirleitt tortryggnir að eðlisfari. Og þetta var í Las Vegas, þar að auki á skemmtistað, sem var nýtekinn til starfa, og „stokkararnir“ voru fjárhættuspilurunum framandi enn. „Stokkarinn" gaf Rafferty tvö spil, hvort tveggja fimm, en sjálfum sér dró hann sex. Rafferty hafði lagt fjörutíu dollara undir, nú lagði hann átta fimmdollaraseðla í borðið til viðbótar og tvöfaldaði, dró spil úr stokknum og leit á það — drottning. Þá hafði hann fengið samtals tuttugu. Stokkarinn dró. Sjö. Þá hafði hann fengið þrettán. Enn dró hann sér eitt spil. Ás. Þá voru komnir fjórtán. Og enn dró hann, í þetta skiptið tvist, og hafði þá fengið samtals sextán. Hann dró enn. Fimm ... tuttugu og einn. Með þjálfaðri handsveiflu sópaði hann til sín peningunum, sem Rafferty hafði lagt undir. „Ég vil fá önnur spil,“ sagði Rafferty. „Hvað eigið þér við?“ „Önnur spil, sagði ég.“ „Við höfum ekki notað þessi nema í tíu mínútur." „Það breytir ekki neinu. Ég vil fá ný spil.“ Rafferty beit á vörina. „Og nýjan stokkara," bætti hann við. Þeir tveir, sem sátu að spilum við næsta borð, lögðu við eyrun. Þeir höfðu líka tapað, og að öllum lík- indum hafði þeim verið sama í hug og Rafferty, enda þótt þeir létu ekki af því að verða að bera fram kröfur sínar. Og nú þögðu þeir sem fastast. Þeir vildu ekki fyrir nokkurn mun, að þeim yrði blandað í málið. En það leit út fyrir að þeir kæmust ekki hjá þvi. Það var „stokkarinn", sem sá um það. Hann sneri sér að þeim. „Hvað segið þið um þetta, herrar mínir? Hafið þið yfir einhverju að kvarta?" Þeir tvímenningarnir störðu niður á grænan borðdúkinn. Athuguðu mynztrið gaumgæfilega, en þögðu við spurningunni. „Verið þér ekki að draga þá inn í þetta, sem ekkert eru við okkar skipti riðnir,“ mælti Rafferty kuldalega við stokkarann. „Kvörtunin er í fullu gildi þótt einungis einn spilari beri hana fram. Og ég hef þegar borið hana fram.“ Um leið og hann sleppti orðinu, var umsjónarmaðurinn með fjárhættuspilaborðunum kominn á vettvang, rétt eins og hann hefði sagnaranda. Þetta ber að skilja bókstaflega — það er eins og allir slíkir umsjónar- menn hafi sagnaranda. Þessi umsjónarmaður var lágur vexti, breiðfættur, dökkur á brún og brá og hörundið fitugljáandi. Hann sneri sér að stokkaranum. „Hvað?“ spurði hann. Stokkarinn kinkaði kolli í áttina að Rafferty. „Hvað er það, herra Rafferty?" spurði umsjónarmaðurinn, sem vissi nafn hans af ávísunum þeim, sem hann hafði fengið skipt í spilafé áður um daginn. SMÁSAGA EFTIR CHARLES EINSTEIN „Ég er ekki ánægður með spilin.“ „Við tókum fram ný spil fyrir tíu mínútum,“ varð stokkaranum að orði. „Látum okkur sjá spilin,“ sagði umsjónarmaðurinn við hann. Stokkarinn breiddi spilin á borðið og lét framhlið þeirra snúa upp. „Þýðingarlaust," sagði Rafferty og yppti öxlum.,, Ekki til neins annars en að teygja tímann. Séu spil merkt, veit sá það sem stendur hinum megin við borðið. Sá, sem situr sömu meginn og ég, hefur einungis grun um það, án þess að hann geti bent á merkin.“ „Allt í lagi,“ sagði umsjónarmaðurinn. „Ný spil ...“ „Það er líka þýðingarlaust, þegar á allt er litið,“ ssagði Rafferty og varp þungt öndinni. „Þessi nýju spil verða líka af ykkar birgðum, er ekki svo?“ „Hvað er það þá, sem þér viljið fara fram á?“ spurði umsjónarmaðurinn. Enn varp Rafferty þungt öndinni. „Jú, þér hljótið sjálfur að vita það manna bezt, að það gæti orðið meir en lítið tjón fyrir svona nýjan skemmtistað, ef eitthvað kæmist upp. Þið yrðuð sviptir leyfi til að starf- rækja spilavíti, og þar með væri fyrirtækið farið á hausinn. Vitanlega gerið þér yður það ljóst?“ „Hann bað um að fá ný spil,“ sagði stokkarinn gremjulega við umsjónarmanninn. „Þér lofið að verða við þeirri kröfu hans, en þá segir hann nei. Ætli það sé ekki reiðin yfir tapinu, sem farin er að segja til sín.“ „Ég vil fá ný spil, það er ekki það,“ sagði Rafferty enn. „Ég vil einungis ekki að þau séu sótt í birgðir ykkar að tjaldabaki. Setjum sem svo að ég segðist eiga ný og óupptekin spil uppi í herberginu mínu. Mund- uð þér leyfa mér að ná í þau?“ Umsjónarmaðurinn rak upp hlátur. Svo varð honum litið framan í Rafferty, og hlátur hans þagnaði skyndilega. „Þér vitið betur en þér látið, herra Rafferty," sagði hann. „Þér vitið ósköp vel að fyrirtækið sjálft leggur til spilin." „Ég keypti þessi spil í vindllngasölunni þarna í horninu fyrir skömmu," sagði Rafferty. „Spilin, sem þar eru seld, eru af sömu gerð og þau, sem fyrirtækið leggur til við fjárhættuspilin, er ekki svo?“ „Við vorum ekki vitni að því að þér keyptuð þau,“ greip stokkarinn fram í. „Og við vitum ekki heldur hvað þér hafið aðhafzt við þau uppi í herberginu yðar.“ „Þegiðu,“ mælti umsjónarmaðurinn stygglega. „Sjáum til,“ varð Rafferty að orði. „Éghef nefnilega ekki heldur hugmynd um hvað þið aðhafizt við spilin bak við tjöldin, áður en þið leggið þau til.“ Hann beindi orðum sínum að umsjónarmanninum. „Hitt veit ég, að fimmin í þess- um spilum ykkar virðast vera að minnsta kosti nógu mörg.“ „Það er enginn að neyða yður til að spila,“ mælti stokkarinn enn. „Ef yður fellur það ekki, þá heldur enginn yður föstum við spilaborðið." „Sagði ég þér ekki að þegja,“ sagði umsjónarmaðurinn við stokkarann. Fjórir eða fimm náungar voru Framhald á bls. 48 _ VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.