Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 19
A Afstaða Frakka til víndrykkju hefur breytzt talsvert á síðari árum. Það hefur að vísu verið orðum aukið, að frönsk börn hafi fram undir þetta fengið rauðvín í staðinn fyrir móðurmjólk, en samt hefur viðhorf til hinna gullnu veiga verið töluvert jákvæðara (fyrir vínin) þar en til dæmis hérna norður frá. En nú hafa franskir læknar og franska þjóðin uppgötvað, að vínið er ekki eins heilsusamlegt og álitið var. Það hefur orðið til þess, að Frakkar hafa dregið talsvert úr sulli sínu með létt vín, sem gera ekki annað en belgja út magann, heldur fá sér frekar viskíglas eða bjór við og við. Annars hefur það verið strang- lega bannað í Frakklandi að tala niðrandi um góð og létt vín. Afkoma þjóðarinnar hefur að langmestu Ieyti hvílt á vínframleiðslu og vín- útflutningi, svo allt sem gætiThaft óæskileg áhrif á þetta tvennt, hefði einnig haft óæskileg áhrif á afkom- una. Nú hafa Frakkar hins vegar unnið sig mjög vel upp í iðnaði, svo það fer að verða óhætt að sveia víninu — svolítið. Á meðfylgjandi mynd sjáum við samt tvö, sem enn eru fylgjend- ur hins forna þjóðaratvinnuvegar Frakka. Það eru þau Bettina „ekkja“ Aly Kahn og Attolico greifi. Þau eru á einhverjum náttklúbb á Pigalle, og þar glóir vín á skál. Söngleikarinn — þetta var skrýt- ið orð, en þið skiljið það vonandi — Tommy Sands og kona hans, Nancy Sinatra, eru nú talin vera elskuleg- ustu hjónin í allri kvikmyndaborg- inni Hollywood. Hér getið þið séð fegurðina. Það skyldi enginn haida, að tvistið hafi gengið af roklcinu dauðu. Þessi rokksöngvari iieitir Eric Fernström, en það dugir ekki i rokki, svo liann kallar sig Jerry Williams. Hann er annars Svii. Hann tryllir kvenfólkið með söng sínum, svo það grípur i liann livar sem hönd á festir og togar hann til sín niður af sviðinu! Ja, maður, væri ekki gaman að vera svona eftirsóttur, ha? V SÍÐAN SÍÐAST ALLS KONAR EFN I AF LÉTTARA TAGINU 3 © u A'O s & fl 'Cj •w ‘W S a - w> 2 -á * > c - a g S bu ko d ■a g ‘3 * “ a «2 5> 1- K » fl S s « -o 3 C fl 3 53 'H U .H A « A OJ •fl s s fl c :© S bt, £ .2 'S bB 3 40 SO S 3 > b® M fl _* s 2 ** bj) fl a *§ £ A c 5 Í § a >■ bfi -X O AS a 'C bX) fl O r & © fl VI Krt a A « fl . fl g W a r. fl fl 3 bD '3 *s .fl H fl © C pfl fl a fl E | *! w> S • H .2 I! E 3 g ef *3 11 'faJD ^ fl tí fl S _ © Gj fcri £ ° E 3 3S c s A Onassins er frægasti Grikki vorra daga, og á eitthvað um 20 milljarða íslenzkra króna — það er að segja jafngildi þess í annarri mynt, því það er vafasamt að hann eigi svo mikið sem eina krónu ís- lenzka. — Hann hefur lítið gert af því að neyta sterkra drykkja, borðar aldrei mik- ið, en hann vinnur 16 tíma daglega. Það væri kannski athugandi að feta í fótspor hans að þessu leyti og vita hvort milljarðarnir taka ekki að hrannast inn í bankabókina! Natalia Wood má naga sig i handar- bökin. Þegar henni var boðið hlutverk Maríu i West Side Story, var reynt að semja við hanaum það, að hún fengi að- eins ákveðinn liundraðshluta af arði myndarinnar, en hún vildi heldur vinna fyrir fast kaup. Það kaup var að vísu vel útilátið, en hefði hún tekið hinn kost- inn, hefði hún fengið tuttugu sinnum meira, og liefði áreiðanlega orðið mill- jónamæringur fyrir þetta eina hlutverk. — Þá liefði ég aldrei þurft að gera liandtak framar, segir hún, — lieldur hefði getað setið heima og prjónað. Bob Hope Iætur þaS ekki trufla sig, þótt Anita Ekberg, með allan sinn heillandi líkama, halli sér upp að honum, meðan hann stillir myndavélina sína. Það ber vott um þó nokkurn vilja- styrk af hendi Bobs. Það er talsverð hreyfing í kring um hann Roger Vadim. Konur hans — sem jafnframt eru stjörnur hans — koma og fara eins og árin. BB kvaddi og þakkaöi fyrir sig, en um leið var Annette Stroyberg komin. Nú er hún farin, en Catherine Dcneuve er að koma. Roggi getur tekið undir orð skáldsins: — Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. mm I lílllllftltft; VIKAN 18. tbl. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.