Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 23
Ef það er satt sem margir telja, að guðleg forsjón hafi löngu fyrirfram ákveðið hvaða fólk velst saman til hjúskapar, þá hlýt- ur hann að vera svolítið gamansamur. Þvi daglega sjáum við að hinar ólíkustu manneskjur, bæði að ytra útliti, hugsunar- hætti og lífsskoðunum, veljast saman til ævilangrar sambúðar og sameiginlegrar lífsbaráttu. Þó fer þetta oftast vonum betur, þvi hjónin reyna eftir mætti að rækja það sem þeim er sam- eiginlegt og sneiða hjá ágreiningi. Þó verður sjaldan hjá því komizt, að öðru hvoru skerist í odda, en talið er að hjón sætt- ist oftast fljótt á það sem á milli ber. Þannig var það með lijónin á Litla-Botni. Þau voru mjög ólík, og þó mátti segja að heimilislífið væri gott. Björn bóndi var maður smávaxinn og þótti fremur lítilvirk- ur, liann var snyrtimenni og hagur i verkum sinum en enginn afkastamaður. Hann var trúrækinn og sótti kirkju sína af mik- illi kostgæfni. Við sálmasönginn og ræðu prestsins fann hann liugsvölun, og fátæklegt skraut kirkjunnar var yndi augna hans. Hann var skáld, þótt fáir vildu hlýða á kvæði hans. Oft lá liann heila og hálfa daga i rúmi sínu, án þess að vera að ráði sjúk- ur, en oftast kom það á daginn, að kvilli hans endaði með því að hann skrifaði kvæði sem hann hafði ort í legunnni. Hann las húslestur alla helga daga og flest vetrarkvöld og söng á undan og eftir lestri, þvi að hann hafði laglega söngrödd og var lagviss. Móðir hans gömul og Þóra kona hans sungu með honum. Og það var ekki vafamál að þessar guðræknisstundir milduðu og bættu heimilislífið. Eitt var það þó í þessu efni, sem Þóru var á móti skapi, en það var, að á aðfangadag jóla prédikaði Björn sjálfur, en ekki orti hann þó sálmana. Hún lét hann þó ráða þessu, og söng með honum sálmana eins og venjulega. Þóra var kona fádæma stór vexti, svo að nærri lá að hann gæti staðið undir hendi hennar. Hún var afbragðsverkmaður, og oft bar það við um sláttinn, að hún sló en hann rakaði ljána, og er hann hafði af hagleik sínum búið henni í hendur, sló hún vel á við meðal karlmann. Þótt Þóra væri ekki eins guðrækin og maður hennar, fór því fjarri að hún hefði neina andúð á trúarbrögðum. Oft fór hún til kirkju með manni sínum, ef hún taldi sig hafa tima til þess, en væri einhverju að sinna heima fyrir, sem hún taldi að ekki mætti dragast, var hún heima, og olli sú ráðabreytni engri misklíð. Þau Björn og Þóra höfðu búið á Litla-Botni í sjö ár. Þrjú fyrstu árin höfðu þau eignazt barn á hverju ári. Fyrsta barn- ið var vanheilt, og dó ársgamalt, en nú áttu þau tvo drengi efnilega. Móðir Björns gegndi ömmulilutverki sinu með mik- illi prýði, kenndi drengjunum vísur og vers, og vakti yfir þörf- um þeirra enda lítt fær til annarra verka. Og þótt lcaldyrði hrytu stundum til hennar af vörum Þóru, þegar mestar voru annirnar, bar hún það með þögn og þolinmæði, og leitaði huggunar hjá drengjunum. Nágrannarnir stungu saman nefjum um það happ Iijónanna á Litla-Botni, að börnin urðu ekki fleiri, því kotið bæri ekki meiri ómegð. „Þessu liefur Þóra ráðið,“ sögðu þeir og skríktu. En hvað sem öðru leið búnaðist þeim vel. Þau borguðu skyldur sínar við kóng og klerk, og skulduðu engum neitt, og þótt búið væri ekki stórt, tvær kýr og fimmtíu ær, var þetta þrifafénaður og gaf góðan arð. Baðstofan var hlý og vistleg, og öllum húsum og amboðum var haldið í góðu standi. Og nú var komið aðfangadagskvöld jóla. Þóra hafði hreins- að bæinn, og skreytti baðstofuna cftir föngum. Drengirnir höfðu fengið nýjar flíkur og jólakerti, og Björn hafði samið prédikun sína. En nú hafði Björn tekið upp'þá nýlundu að( gera sér prédikunarstól. Hann hafði sett botnlausa tunnu til' fóta í rúmi drengjanna, skreytt hana utan með marglitum bréf-* En nú hafði Björn tekið upp þá nýlundu að gera sér prédikunarstól, Hann hafði sett botnlausa tunnu til fóta í rúmi drengjanna, skreytt hana utan með marglitum bréfum og smíðað á hana haglega gert lítið púlt til að leggja á bækur sínar. i 'Lwtíxm mmm gRlI i: II í:’ : í g Ij' ; Í&í \ '■ ; í í- } 4 um og smiðað á hana haglega gert lítið púlt til að leggja á bækur sínar. Ekki var Þóra hrifin af þessari nýbreytni, en lét það þó óátalið. Þegar lokið var útiverkum, Björn hafði sinnt kindunum og Þóra kún- um, og bæði höfðu gefið betra og meira fóður en hversdagslega, klædd- ist fólkið í sparifötin, þvoði sér og greiddi, og neytti góðrar máltíðar, því allt átti að vera tilbúið áður en klukkan slægi sex. Þegar athöfnin hófst hafði Björn klætt sig í pils af konu sinni í stað hempu, og var það mátulega sítt er hann hatt það upp undir hendur sinar, að ofan var hann klæddur svartri peysu og pappirsspaða hafði hann á brjósti. Athöfnin hófst með því að sunginn var jólasálmur. Síðan steig Björn í stólinn og flutti ræðu sína og endaði liana með þessum visum: Þrasatindur þrekinn liár öllum fjöllum ofar. Hærri mun i himnakór hann sem skapti lönd og sjó. Af hans tindi upp mun stá allir þeir sem frelsun ná. Hinir niður hlíðar snart lirapa niðrí bikið svart. Að lokinni þessari messu fengu drengirnir að leika sér, en lijónin og amman ræddu saman í sátt og samlyndi. Þau urðu ásátt um að lijónin færu til kirkju á jóladaginn, en amman gætti barnanna og bæjarins. Til kirkjustaðarins var nærri tveggja stunda gangur, en bót var 1 máli að nálægt miðri leið var bærinn Stóri-Botn, þar bjó gott fólk, og þar mátti fá hvíld og hressingu og svo samfylgd að kirkjustaðnum. * ' Á jóladagsmorgun voru lijónin á Litla-Botni á fótum fyrir birtu. Björn fór að sinna útifénaði en Þóra bjó til matinn og hirti um kýrnar og mjólkaði þær. Hún kom því síðar í bæinn en bóndi hennar, og var hann 5 þá þegar farinn að búa sig til kirkjuferðar. Yeður var gott og heiður * ,íu.himinn, klakastoka lá yfir jörðinni svo hvergi sást stingandi strá, og *grimmdar frost. Þóra kom í bæinn með miklum gleðibrag og sagði: „Ég hef góðar fréttir að færa úr fjósinu; hún Skjalda, snemmbæran okkar, er að beiða, hún færir fram um tvær vikur, það verður ekki vandræði með mjólkina handa drengjunum næsta vetur.“ Það mátti glöggt sjá á Birni, að þetta voru honum litlar gleðifréttir. Fyrst þagði hann litla stund, en sagði siðan með þeirri festu að glöggt mátti heyra að frá ákvörðun hans yrði ekki vikið: „Skjalda verður eklci leidd til nauts í dag, það verður að biða lientugri tima, ég fer ekki að hætta við kirkju- ferð til að leiða kú, á mesta liátiðisdegi ársins.“ Þóru brá við þetta ákveðna svar, en henni hljóp kapp í kinn, en stillti sig þó og svaraði: „Það má gera gott úr þessu, ég hætti við kirkjuferðina og þú rekur á eftir kúnni að Stóra-Botni, en ég kemst ein með hana heim ef ég hef Snata með mér.“ Björn svaraði með mikilli festu: „Ég hef jjegar talað, ég hvorki leiði kú né rek á eftir henni á liátíðisdegi." Þóra reiddist og sagði: „Ég mun þá líka ráða mínum ferðum og fara ekki til kirkju. Máski lánar þú mér hundinn til að reka eftir kúnni, því varla er honum jafn mikil nauð- syn á að komast til kirkju og þér. Þú ættir að skilja á hverju það veltur að kýrin fái tíma nú, fremur en einhvern tíma siðar, því þótt nú séu áfreður, er þó gott gangfæri og verður hagstætt þótt kalt sé.“ Björn anz- aði þessu engu, en liélt áfram að búa sig til kirkjuferðar, þó var hann dapur i bragði og þreytulegur. Og klukkan langt gengin tíu kastaði Björn kveðju á fólkið, tók staf sinn og gekk úr hlaði. Snati hafði fengið mat sinn í rífara lagi og lá vel á honum. Hann hafði fylgzt vel með heiman- búnaði húsbóndans, og var reiðubúinn að fylgja honum, hann hringaði rófuna og reisti eyrun ánægjulega, og gekk i spor húsbónda síns. Þóra var úti stödd og kallaði til hans, en hann lét sem hann heyrði það ekki og fór sína leið. Þóra gekk í bæinn, og geysaði mjög um vandræði sin og Skjöldu. Og hún kastaði þeim orðum til ömmunnar, að aum væri sú kona sem fætt hefði af sér slikan hérvilling og amlóða sem Björn væri, en amman anzaði henni engu orði, en hélt áfram að segja drengjunum jólasöguna. Þóra sá strax eftir bituryrðum sinum, en skorti þrek til að biðja afsökunar á þeim. Hún reyndi að taka i prjón en eirði hvorki við það né annað. En þegar klukkan var nær ellefu heyrðist mikið hark úti, eins og hrossahópur væri relcinn úr bænum. Þóra hraðaði sér út, og svo var sem henni heyrðist. Tveir piltar frá Stóra-Botni ráku stóran tryppahóp að bænum. Þeir heilsuðu Þóru glaðlega og annar þeirra sagði við hana: „Gefðu okkur nú kaffi Þóra, og heytuggu handa tryppunum, við fórum af stað löngu fyrir dag, þvi við vissum að hrossin voru i svelti inn á Buguin og þeim varð að bjarga þótt liátíðisdagur væri. Við kom- um með tvævetra folann ykkar, hann var einn fast inn við Þrasa- tind, og ég lield að hann sé alveg að örmagnast.“ Við gesta- komuna hvarf Þóru allt angur og reiði til bónda síns. Hún bauð piltunum i bæinn, amman liitaði kaffi, en Þóra hlynti að folanum og kastaði heyi fyrir hrossin. Þegar liún kom í bæinn sagði liún við piltana: „Mig langar að biðja ykkur bónar, ég þarf að leiða kú til nauts og er ein heima, en ég býst við að ég komist ein með hana lieim, þvi þá verður hún heimfús.“ Þeir sögðu það velkom- ið, og Þóra klæddi sig i hlý föt og mýldi kúna, og eftir litla stund lagði öll hersingin af stað að Stóra-Botni. Þóru gekk ferðin að óskum, og um nón var hún komin lieim til verka sinna. Klukkan að ganga sex kom bóndinn lieim. Hann var dapur i bragði og þreyttur, hann settist á rúm sitt, og Þóra bar honum mat, og var ekki óalúðleg i viðmóti. Hún hélt að hann hefði gefið ánum á leiðinni heim, því fjárhúsin stóðú við götu hans. Þegar liann hafði setið nokkra stund fór hann að tína af sér fötin, og liún sá að hann ætlaði að hátta: „Þú verður að gefa kindunum Þóra“ sagði hann „þvi ég er lasinn. Við söng- inn og ræðu prestsins flaug mér í liug kvæði sem ég ber nú þunga af, þvi mun ekki linna fyrr en i fyrsta lagi annað kvöld, og þá er eftir að skrifa kvæðið.“ Þóra varð stygg við og sagði: „Þessi líka merkilegu kvæði þín, sem enginn vill lieyra né sjá. Ég held það taki þvi ekki að ganga með þau, og fæða þau með þján- ingum.“ „Það ættir þú að vita, Þóra, sem fætt hefur af þér van- gefið barn, að elcki eru fæðingarliríðirnar vægari þótt barnið sé ekki efnilegt, og ekki ert þú þess umkomin að dæma min kvæði, það verður gert á öðrum stað af öðrum mönnum og á öðrum tima.“ Að svo mæltu lagðist hann á koddann og sneri sér til veggjar. Ekki varð þessi ræða Björns til að sefa reiði Þóru, heldur hið gagnstæða, kaldyrði voru komin fram á varir hennar en hún stillti sig og tók þann kost að húa sig til ferðar til fjárliús- anna. Hún setti upp vonda skó, og smeygði sér í gegningaúlpu bónda síns og setti skinnluifu hans á liöfuð sér, þríhyrnu vafði hún uin hálsinn, og gekk svo snúðugt til dyra. Úti var blæja logn, tungl í fyllingu, himinn stjörnubjartur og með iðandi norður- ljósum. Snati liafði heyrt umganginn, og nú stóð hann og mændi á liana með lömuð cyru og lafandi skott, sem þó bærðist lítið eitt, eins og strá fyrir hægum blæ. Þóra leit til hans og brosti að auðmýkt hans, en hún var fljót til að klappa honum vinalega á bakið, og á næsta andartaki liafði hann skipað sér við lilið hennar til öruggrar fylgdar, sperrtur og montinn. Þau lögðu af stað, en gengu mjög hægt. Gremjan til Björns sauð í Þóru. Honum skyldi sættin ekki verða cins auðveld og Snata, hún skyldi koma fram liefndum, þetta gekk úr liófi, að ganga hjá húsunum og gefa ekki ánum, og þar með baka henni þetta erfiði. Hún fór nú að velta fyrir sér, hvaða leið hún ætti að velja til hefnda, en þegar til þess kom að velja leiðina, fór allt úr reipunum, og hún fann ekki leið sem henni líkaði. Alla leið- ina var hún að velta þessu fyrir sér. Þegar þau nálguðust lnisin komu ærnar á móti þeim, og For- ustu-Kápa i fararbroddi. Það var eins og kröfuganga, og mál- Framhald á bls. 39. 22 — VIKAN 18. tbl. VIKAN 18. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.