Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 28
FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 6. HLUTI HANN YISSI EKKI, HVORT JÚLÍA HAFÐI_ TEKIÐ EFTIR ÞEIM LITLA VOTTI VARA- LITAR, SEM VERIÐ HAFÐI Á HÖKU HANS, ÞEGAR HANN KOM í SKYNDI INN í SKURÐSTOFUNA. 2g — VIKAK 18. tbl. Martin hafði í alla staði reynzt eins duglegur, og hún hafði gert sér vonir um, einnig utan starfs síns. Hann var ástúðlegur og skiln- ingsríkur eiginmaður, þegar hann hafði tóm til þess, ástríðufullur elskhugi, þegar hann gat neitað sér um að taka símann, ef hann hringdi, og góður félagi, sem hún gat alltaf verið hreykin af. Ég hefi lyft honum úr innflytj- endaumhverfi hans, sagði hún við sjálfa sig. Og þegar svo verður kom- ið, að nýja sjúkrahúsið verður orðið að veruleika, get ég um síðir haft hann á brott úr fátækrahverfinu ... í fyrsta skipti þetta kvöld hleypti hún brúnum, hugsi og áhyggjufull. Hvers vegna neitaði Martin sífellt að ræða um einstök atriði flutning- anna, þótt svo langt væri komið öll- um undirbúningi, að ekki væri ann- að eftir en að undirrita öll viðkom- andi skjöl? Hann viðurkenndi sjálf- ur, að öll rök hennar væru rétt og skynsamleg — en hvers vegna dró hann sig alltaf inn í skel sína, þegar hún fór að ræða um framtíð þeirra af stakri nærgætni? Ash gamli og kona hans voru eðlilega leið yfir flutningnum, sem fyrir dyrum stóð (jafnvel þegar hún hugsaði um þau, kom henni ekki til hugar að nota þau gyðinglegu eftir- nöfn, sem gömlu hjónin voru svo hreykin af og vildu ekki með neinu móti sleppa.) En hvað um það, þótt þau fyndu fyrir einveru, ef þau væru þarna eftir í leigukumbald- anum, en hann flytti starfsemi sína úr hverfinu með sjúkrahúsinu? Var það kannski hennar sök, að þessi einkennilegu, gömlu hjón vildu vera um kyrrt í fátækrahverfinu, þótt þeim hefði verið boðið að flytjast þaðan? Innst í hjarta sínu fannst henni ágætt, að þau neituðu að búa annars staðar. Allt mundi í rauninni vera í bezta lagi, ef Martin hefði ekki risið upp á afturfæturna. Það var eins og hugsunin ein um brottflutn- ing hefði reist vegg á milli þeirra. Jæja, það væri heimskulegt að vera að gera sér rellu út af þessu þetta kvöld! Hún leit snöggt upp, þegar hljómfallið breyttist skyndi- lega hjá hljómsveitinni — hún hefði átt að segja hljómsveitarstjóranum, að hann mætti ekki leika rhumba, því að þann dans gat Martin aðeins dansað við hana. Kannski hún gæti bjargað honum úr klípunni enn. Hún leit í skyndi yfir salinn — og sá, að maður hennar var horfinn af dansgólfinu. Það gæti þó ekki verið, að hann væri farinn aftur til sjúkrahússins, án þess að kveðja hana, þegar hann hafði byrjað með því að koma svona seint. Catherine yfirgaf í skyndi sæti sitt meðal heið- ursgestanna, fór í boga umhverfis dansgólfið og hljóp upp stigann til anddyrisins. Þar kom hún auga á Martin, sem var einmitt að koma úr símaklefa. „Martin!“ Hann gekk til móts við hana með framréttar hendur og þetta sérstaka bros, sem táknaði: Vertu nú ekki að æsa þig, vinkona mín! Samt varð hún svo glöð yfir þéttu handtaki hans, að hún ákvað að vera hin rólegasta og brosa bara. „Þú hefur hringt til sjúkrahússins. Ég get alltaf séð það á þér ...“ Hann stakk höndinni undir hand- legginn á henni, og andartaki síðar stóðu þau við stigann, sem lá nið- ur að dansgólfinu. „Ég sagði þér víst frá brennda manninum, sem við gáfum ACTH ...“ „Já, vinur minn, en ég skildi satt að segja ósköp lítið í því.“ „Ég varð að fullvissa mig um, að ekki hefði orðið nein breyting. Andy sagði mér annars frétt. Við höfum loksins lagt Bert Rilling að velli.“ Catherine átti erfitt með að tala í léttum tón eins og hann. Hún var ekki alveg viss um, hvort Martin væri ljóst, að Bert Rilling hafði fengizt til að lofa að taka á sínar herðar allan kostnað í sambandi við flutning sjúkrahússins. „Þú talar, eins og þú veiðir sjúklingana með fílabyssu.“ „Plant kom með hann í sjúkra- húsið fyrir hálfri klukkustund. Þeir halda, að það sé blóðtappi í öðru lærinu. Ég vildi gjarnan fram- kvæma þessa aðgerð sjálfur, þótt ég viti, að um sérgrein Andys er að ræða.“ „Martin, þú lofaðir mér ... !“ Hann leit brosandi á hana. „Ég hef alls ekki gleymt því, góða mín, að þetta er okkar dans, Catherine.“ Hann opnaði faðminn móti henni, og hún smeygði sér í hann orða- laust. í kvöld átti hún hann að minnsta kosti. Hún leit í andlit hon- um, til að fá staðfestingu á því, að þau ættu saman, en gleði hennar hvarf, þegar hún sá einmanaleik- ann í augum hans og henni skildist, að hann var enn á ný horfinn langt á brott í huganum. Meðan hún fylgdi honum mjúklega í æsandi hljómfalli dansins, bað hún hann með líkama sínum og hjarta að snúa aftur til hennar — og losa hana við þá ein- manakennd, sem var eins djúp og einmanakennd sjálfs hans. FJÓRÐI KAFLI. Meðan Tony Korff þó sér úti fyrir skurðstofunni, gaut Andy Gray

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.