Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 31
W f DKW JUNIOR Vél: 46 BHP, 3 strokka tvígengisvél, 741 ccm, borvídd 70,5 cm, slaglengd 68 mm, vatnskæld, liggur framan í. Fjögurra gíra kassi, alsamstillt- ur. Drif á framhjólum. Viðbragð 0—100 km á 29 sek. Lengd 3,97 m, breidd 1,58 m, hæð 1,44 m. Hæð undir lægsta punkt 16 cm. Beygju- radíus 5 m. Þyngd 710 kg. Hjólastærð 550x13. Verð kr. 137 þús. Umboð Ræsir. Ég hafði oft séð þessa bíla og nokkrum sinn- um setið í þeim, en aldrei ekið þeim, áður en ég fór í reynsluferðina. Og hafði sannast að segja ekki mikið álit á þeim. Þeir líta að vísu þokkalega út, en mér hefur alltaf fundizt þeir veiklulegir — og finnst það enn. En að ýmsu öðru leyti batnaði álit mitt á þeim til muna í reynsluferðinni. Fyrst í stað gaf ég stefnuljós með ljósaskipt- inum, sem er stjórnað með armi þar sem stefnu- ljósin eru vanalega. Það var ekki fyrr en eftir VIKAN ogtæknin UTANBORÐS- HREYFILLINN Það mun hafa verið fyrrverandi forseti ÍSf, Benedikt Waage, sem samdi hið fræga slagorð, „Notið sjóinn og sólskinið“, á sínum tíma — það er að segja á þeim tíma, sem öflugan og þrælskipulagðan áróður þurfti til að fá þrjá til Notið sjóinn, Ijátinn, hreytilinn og sólskinið. fjóra fílhrausta og hugdjarfa karlmenn til að fara í sólbað og sjóbað úti í Nauthólsvík. Nú er öldin önnur. Bæði hér í Reykjavík og hvarvetna um land, fyrirfinnst fólk, sem notar dálitla stund, að ég uppgötvaði stefnul j ósarof ann, sem er armur fyrir hægri hönd. undir gírstöng- inni, og hefur þann ágalla, að -fara ekki sjálf- krafa til baka eft- ir beygju. Maður gæti skilið það á brezkum bíl, en varla á þýzkum. Fyrst í stað gaf ég líka allt of mikið benzín þeg- ar ég tók af stað, því maður áttar sig ekki á gang- inum í þessum skellinöðrumótor. Og fyrst í stað bremsaði ég allt of harkalega, því það er svo létt að stíga á brems- urnar. Og þá held ég að byrjunar- örðugleikarnir séu upptaldir. Þá er bezt að ráðast á ókostina: Stefnuljósarof- ann hef ég þegar talað um. Framsætin styðja ekki nógu vel við mjóhrygginn. Það er full lítið fótarúm aftur í. Leiðinlegt vélarhljóð í lausagangi. Mótorinn heldur ekki við, t. d. niður brekkur. Bakspegillinn skyggir á til hægri. Kostirnir: Mótorinn er skemmtilegur þegar komið er af stað. Hann er snöggur í viðbrögðum og bætir vel við sig upp að sjötíu kílómetra Framliald á bls. 37. Whá^. * * Stóribróðir 75 hö. Litlibróðir 3 hö. Svona er það auðvelt — áfram — hlutlaust — aftur á bak. sjó og sólskin. Og nú er það ekki eingöngu sundið, svamlið og sólbaðið sem freistar. Nú þýtur unga fólk- ið um voga og víkur á hraðskreiðum smábátum, eða lætur þá draga sig á sjóskíðum. Og víst er um það, að vart getur hollari eða meir hressandi íþrótt. Bennó vissi hvað hann söng, þegar hann var að hvetja fólkið til að nota sjóinn og sólskinið, enda þótt hann muni varla hafa grunað, að það yrði gert í jafn ríkum mæli og nú er raunin. Það er því ekki úr vegi að tækniþátturinn flytji að þessu sinni nokkrar myndir og orð um smábáta og þó einkum smábátahreyfla, sem bezt eru til fallnir í sambandi við slíka notkun á sjó og sólskini. Utanborðshreyflar eru nú framleiddir í mörgum stærðum; algengustu stærðirnar eru frá þrem hestöflum og upp í sjötíu og fimm. Þeir eru ákaflega þægi- legir, bæði í flutningum og í notkun, og mjög fullkomnir að allri gerð nú orðið, bæði fyrir það hve allri tækni fleygir stöð- ugt fram og eins vegna þess hve samkeppnin er hörð. Minni gerð- irnar er auðvelt að flytja í bíl- skotti, og lítið meiri vandi eða Framhald á bls. 49. Víða kemur utanborðshreyfillinn nú orðið við sögu hér á landi. Hér er verið að flytja fé á afrétt inni á öræfum, snemma í júlí---------- VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.