Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 33
GRÆNMETISHLAUP. Framhald af bls. 20. skálina með hvítlauk, áður en sal- atið er sett í hana. Majonessósa lögð á botninn á skál og humarinn og spergillinn lagður ofan á, en sítrónu- sneiðum raðað í kring. Ristuðum franskbrauðsteningum raðað yzt. OSTFYLLTIR TÓMATAR. 4 tómatar skornir í tvennt, inni- haldið tekið úr þeim og þeir síðan fylltir með blöndu af 125 gr gráða- osti, 100 gr smurosti, 2 matsk. mjólk og 2 matsk. majones, sem hefur verið bragðbætt með vinaigresósu og sinnepi. Látnir standa á vel köldum stað nokkurn tíma áður en þeir eru bornir fram. KÖLD, SKREYTT BRAUÐTERTA. Baka má stórt kringlótt fransk- brauð , og skera það þannig í sund- ur, að tveir botnar myndist. Líka má raða löngum brauðsneiðum, þannig að þær myndi kringlóttan botn, þá er skorið af þeim inn við miðju. Ofan á slíkan botn er svo látið: smjör, yzt eru lögð græn salatblöð og ofan á þau harðsoðnar eggjasneiðar og á þær er sett ein tsk. kaviar, en efst svolítið dillblað. Þar næst eru pylsur, sem hafa ver- ið skornar eftir endilöngu, lagðar í hring fast upp við eggin. Þær eru smurðar með lifrarkæfu, sem hefur verið hrærð út með rjóma og litlar picklesgúrkur lagðar ofan á það. Smurostur, eða rifinn ostur hrærð- ur út með rjóma, lagður í hrúgu í miðjuna, en hreðkum stráð yfir hann. Það má líka nota tilbúið brauðform úr bakaríi og fylla það með þessu. Líka má smyrja botn- inn með majones í stað smjörs. ★ MAO. Framhald af bls. 14, en kínversku. Þekkingu sína á bók- menntum Vesturlanda hefur hann orðið sér úti um með því að lesa þær í ófullkominni þýðingu á kín- versku. í kínversku ritmáli fyrir- finnst til dæmis ekkert tákn yfir vestræna hugtakið „frelsi“. Að hann nær kennaraprófi á hann fyrst og fremst að þakka glæsileg- um einkunnum sínum í sálarfræði, uppeldisfræði, sögu og heimspeki. — Ég hafði ekki áhuga á neinum fræðum öðrum en þeim, sem eitt- hvað snertu þjóðfélagið, sagði hann síðar. vonbrigðin miklu — HEIMSLANDABRÉFIÐ. Hann leggur hart að sér á náms- árunum í Changsha, býr í þröngum og ódýrum híbýlum og tekur hvorki þátt í ópíumreykingum eða drykkju. Þess í stað gerist hann meðlimur í æskulýðssamtökum, sem hafa bindindi, sjálfsafneitun og sjálfsög- un á stefnuskrá sinni og vilja gefa kínverskri æsku þannig gott for- dæmi. Smá saman gerist hann hljóð- látari og afskiptaminni í kennara- skólanum og fer mjög einförum. Sjálfur segir hann þannig frá minn- isstæðasta atviki, sem fyrir hann kom á námsárunum við kennara- skólann. — Þá var ég seytján ára, þegar ég kom inn í borgarbókasafnið og sá heimslandabréf fyrsta sinni. Ég varð felmtri sleginn. Kína var ekki Miðgarður heims, eins og mér hafði verið kennt í Shao-Shan. Árið 1918 lýkur hann kennara- prófi, tuttugu og fimm ára að aldri. Hann er maður fríður sýnum og glæsilegur og gengur mjög í augun á kvenþjóðinni í borginni. Hár vexti, grannur og svipmikill. Þrátt fyrir alvörugefni sína og hlédrægni, er um hann ljómi uppreisnar og ævintýralegrar dirfsku, þar eð hann hefur skipulagt mótmælagöngur og uppþot. Það í fari hans og fasi, sem hreif menn mest, var brosið, ungl- ingslegt og dálítið glettið, sem gat uppljómað hið svipþunga andlit hans þegar sízt varði. — En ég lét kvenþjóðina lönd og leið, þessi ár, sem ég dvaldist í Changsha, fullyrðir hann sjálfur síðar. Engu að síður er vitað, að hann stofnaði til náinnar vináttu við prófessorsdóttur eina, Yang Chang- li, sem hann síðar gekk að eiga ... KONURNAR ÞRJÁR. Um og eftir 1920 kraumar og sýð- ur hvarvetna í Kína eins og í nornakatli og borgarastyrjaldir og óeirðir geysa um gervallt ríkið. Mao er ritstjóri róttæks blaðs, skipu- leggur verkalýðssamtök og ferðast iðulega um sveitirnir, þar sem hann eggjar bændurna til uppreisnar gegn stjórninni, en leynilögregla Chiang Kai-sheks, „blástakkarnir illræmdu", er alls staðar á hælum hans. Þetta er tímabil ástarinnar í lífi hans — í hjónabandi við Yang Chang-li. Hún var gædd öllum þeim eiginleikum, sem einkenndu einnig seinni konur hans — fegurð, gáfur, trúnað við kommúnismann, ónæmi gagnvart umhverfinu. Þau eignuð- ust tvö börn í hjónabandinu. Yang Chang-li biðu grimm örlög. Árið 1929, þegar hún er í heim- sókn á bernskuheimili Maos í Shao- Shan, er hún svikin í hendur leyni- lögreglunnar. Blástakkarnir taka hana fasta og skjóta hana, eftir að hafa pyndað hana og misþyrmt henni á hræðilegasta hátt. Síðan fleygja þeir líki hennar á götu miðja. Fréttin af dauða hennar kom yfir Mao eins og reiðarslag. Hann dreg- ur sig algerlega í hlé um langt skeið og veit enginn hvað hann hefst að. Aðeins einu sinni hefur hann minnzt á Yang Chang-li við óvið- komandi: — Hún var skilningsrík sem vin- ur og hugrakkur baráttufélagi. Tveim árum síðar kvæntist kín- verski kommúnistaforinginn öðru sinni. Hann er þá þrjátíu og átta ára gamall, en nýja eiginkonan tuttugu og eins. Ho-Tsu-kun heitir hún, kennslukona að mennhm og hefur stundað nám við sama kenn- araháskóla og hann. Hún er svart- hærð og talin kvenna fegurst. Þau eru í hjónabandi í sex ár og Enikir frakkar Mikið úrval ★ SÍMI 1-2-3-4-5 VIKAN 18. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.