Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 35
 Híiystatðir afborgunarskilmálar 5 ára ábyrgð SNORRABRAUT 44 - SÍMI 16242 hún fæðir honum fimm börn. Þrjú af börnunum eru þau tilneydd að skilja við sig á flóttanum undan leynilögreglunni. Þessi þrjú börn hafa aldrei aftur fundizt. FLÓTXINN LANGI. Ho Tsu-chun tekur þátt í flótt- anum langa, 1934—35, þegar Mao heldur undan fyrir herjum þjóð- ernissinna álíka langa leið og frá Mexikó til Alaska. Þegar flótti sá hefst, eru enn um 100.000 manns í liði Maos, en ekki nema um 20.000, þegar honum lýkur. Ho Tsu-chun er ein af þeim þrjátíu konum, sem lifa af þrengingarnar. Hún er bundin liggjandi á bak múlasna lengst af í þessa 368 daga, sem flóttinn varir. Hún er vanfær, og þar að auki hefur hún særzt af sprengjubroti í flugvélaárás, sem gerð var á leifarnar af her Maos þegar undanhaldið hófst. Þegar kemur í hellnaborgina Yenan, þar sem Mao hefur sínar aðalstöðvar næstu fimmtán árin, verður hún þjóðhetja rauða Kína, tákn þolgæð- isins og seiglunnar í baráttunni gegn Chiang Kai-shek. Engu að síður yfirgefur Mao hana tveim árum eftir að hann er setztur þarna að. Þó að hjónaskilnaður geti reynzt kommúnistaleiðtoga hættu- legri en nokkuð annað, hikar Mao ekki við að taka það örlagaríka spor. Fyrst í stað var orsökin öllum ráðgáta, en nokkrum mánuðum seinna fékkst skýringin — þegar Mao kvæntist í þriðja skiptið, að þessu sinni Nam Ping, kvikmynda- stjörnunni frægu frá Shanghai, sem kvatt hefur listaframa sinn og gengið í lið kommúnista og farið þar að dæmi blómans af mennta- fólki og listamönnum Kína. Þetta er árið 1937. Ho Tsu-chun, önnur eiginkona Maos, hverfur af sjónar- sviðinu. Það er lengi hald manna að hún sé dauð og grafin, en dag nokkurn, árið 1952, skýtur henni loks upp í Peking, þar sem hún gegnir mikilvægu embætti innan floklcsins. VOLDUGRI EN DJINGIS KHAN. í dag býr Mao í keisarahöllinni í Peking, borginni, sem öllum „ó- viðkomandi“ er lokuð og læst, og er meiri dul um hann og fleiri þjóð- sögur af honum, en nokkrum keis- ara, sem ríkt hefur í Miðgarði heims. Hann er heimspekingurinn, skáldið, sem orkt hefur kvæði, svo hundruðum skiptir, samið þúsundir spakmæla og orðskviða og ritað fjölda bóka. Hann er hinn sagnfrægi hershöfðingi, orrustusnillingurinn vígkæni, sem herfræðingar víða um lönd líta á sem lærimeistara sinn. Og hann er þjóðarleiðtoginn, sem tekizt hefur það, er engum hefur áður tekizt svo sögur hermi — að sameina Kína í eitt og voldugt ríki. Samkvæmt bandarískum áróðri er hann drykkjusjúklingur; of- drykkjumaðurinn, sem gripið er til vegna fornrar frægðar, eins og sam- einingartákns þegar mikils þykir við þurfa og þó einkum þegar þjóð- in er krafin þungra fórna. Meðal Kínverja er hann guð, og þjóðin fellur á kné fyrir myndinni af honum einni saman, og snertir jörðina enni sínu í aðdáun, ótta og tilbeiðslu. Ekki liggja fyrir neinar öruggar heimildir um einkalíf hans, nema hvað myndirnar af honum sýna hann ekki lengur sem holdskarp- an bindindismann og sjálfsafneit- ara, eða eins og hann leit út á með- han hann lagði stund á erfiðisvinnu, hans — hann hefur alltaf átt það til, að útiloka sig frá allri um- gengni við annað fólk, og oft lengi í senn. Félagi hans og næstráðandi í her- ferðunum og styrjaldarátökunum, á meðan Mao var að brjótast til valda, Chou nokkur Enlai, situr á meðan í Peking og fer með öll völd í um- boði hans. Það er fyrst og fremst hann, sem mótað hefur hina víg- vann að tómata- og tóbaksrækt í garði sínum á hverjum degi, allt fram til ársins 1940, — nú má sjá það af myndum, að hann er tals- vert farinn að fitna, og að árin hafa sett spor sín á svip hans. Yfirleitt heldur hann sig á kunn- um baðstað á Kyrrahafsströndinni, en fer ekki til Peking nema þegar ekki verður komizt hjá mikilvægum stjórnmálalegum ákvörðunum, sem krefjast nærveru hans, en þegar svo ber undir, heldur hann þangað flug- leiðis. Opinberlega er frá því skýrt, að hann leggi stund á skáldskap og ritstörf í einverunni. Kemur það að öllu leyti prýðilega heim við það, sem áður er vitað um lífsvenjur reifu stefnu Kína í utanríkismálun- um, er reynzt hefur drjúg til sigur- vinninga, ekki hvað sízt í Afríku og Suður-Ameríku — og sem fyrir sínar róttæku afleiðingar hefur valdið framsýnum mönnum um heim allan ógn og skelfingu. Chou er kaupmannssonur, kominn af efn- aðri fjölskyldu, vann um skeið í Renault-bílaverksmiðjunum í París, stundaði nám í Bretlandi og Þýzka- landi og er vel að sér í erlendum tungumálum. Og nú er það spurningin, hvort þjóðsagna, eða kannski öllu heldur goðsagnapersónan Mao, er ekki að verulegu leyti verk Chou En-lai. Við vitum minnst um það. Við fáum ekki annað að vita um persónulegan þróunarferil hans, en það sem ráða má af kvæðum hans, þar sem hann talar iðulega um örninn, risann, frelsarann og sigur- vegarann, sem jafnvel hinn vold- ugi Djingis Khan þolir ekki neinn samanburð við; manninn, sem bíður þess reiðubúinn að ganga inn á sjónarsviðið og taka öll heimsyfir- ráðin í sínar hendur — bóndason- inn Mao frá Shao-Shan í Hunan- fylki. VEIT FÁTT UM VESTURLÖND. Aðeins einu sinni hefur Mao kom- ið út fyrir landamæri Kínaveldis. Það var árið 1949, þegar hann heim- sótti Sovétríkin, þar sem hann dvaldist í þrjá mánuði. Þeir eru fáir meðal framámanna á Vestur- löndum, sem við hann hafa rætt, en einn af þeim fáu var Clement Attlee, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Samtal þeirra leiddi í ljós hve gersamlega Mao var ókunnugt um flest á Vesturlöndum. Hann hafði víxl á Svíþjóð og Belgíu, og talaði margt um „skandínavísku nýlendurnar" í Afríku. Hann hélt að verkalýður á Vesturlöndum sylti heilu hungri. Hann lítur á Vesturlöndin í heild sem ríkjasamsteypu, er stefni að heimsyfirráðum, og því beri að leggja að velli. Sagt er að atvik, sem kom fyrir hann ungan í Shanghai, ráði miklu um þá af- stöðu hans - úti fyrir skemmti- garði í hverfi Evrópumanna þar í borg, stóð spjald með svolátandi áletrun: „Kínverjum og hundum bannaður aðgangur“. BÍÐUR ÞESS AÐ FÁ VETNIS- SPRENGJUNA HANDA Á MILLI. Mao veitist örðugt að afneita þeirri skoðun, að alger kjarnorku- styrjöld sé líklegasta leiðin fyrir Kínverja til að hefjast úr niður- lægingu sinni og aftur til vegs og valda. Og þó fyrst og fremst að bægja frá þeirri vá, sem hann veit þar nú fyrir dyrum. í dag eru Kínverjar 700 milljónir talsins. Þeir verða um 2000 milljón- ir árið 1995. Kína getur ekki brauð- fætt slíkan sæg. Fátæktin og eymd- in verður eilíft vandamál. Það er að segja — ef ekkert gerist. Þetta er sú mikla ráðgáta, sem Mao hefur við að glíma. Napoleon sagði: Kína er sofandi tröll. Vekið það ekki, því að þá er veröldinni voðinn vís. Þegar Kínverjar sprengja fyrstu vetnissprengjuna eftir nokkur ár, þá er tröllið vaknað og lætur til sín heyra. Þá kemur nýtt heimsveldi fram á sjónarsviðið. Og það hefur örlög allra þjóða í hendi sér. Þess vegna er það, að margir hug- leið nú nýja skiptingu á valdasviði stórveldanna. Að Bandaríkin og Sovétríkin sameinist gegn Kína, eða þá að Bandaríkin og Kína sam- einist gegn Sovétríkjunum, eða Kína snúist eitt síns liðs gegn Ind- verjum. Og á svarinu við þeirri spurningu veltur á öllu um örlög vestrænnar menningar. * VIKAN 18. tbl. 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.