Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 37
Trúlofun á unga aldri. Framhald af bls. 20. lífi skapast réttur félagsandi. Það má taka dans sem dæmi. Þar sem dans er iðkaður sem sport eða list, verður sjálfur dansinn aðalatriðið, en þar sem danskunnátta er ekki fyrir hendi eða plássið er ekki nóg til að dansa á, þar verður dansinn ekkert annað en gróðrarstöð kyn- hvatarinnar. í hollu og eðlilegu um- hverfi er ástin ekki það eina, sem máli skiptir — og þannig verður það ekki heldur, þegar út í lífið kemur. ic í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. á því sviði, þótt það sé ekki fyrir tilverknað þeirra, sem með bruna- mál fara, beinlinis. Þó skortir þar mikið á, og þótt einkennilegt megi virðast, eru það helzt þeir staðir, þar sem hið opinbera hefur meiri afskipti af hlutunum en annars staðar. Má þar t. d. nefna mörg stærri atvinnufyrirtæki, skóla, sam- komuhús o. fl. Erlendis eru reglur töluvert strangari um eldvarnir á slíkum stöðum, en í íbúðarhúsum, og þar er þeim að jafnaði betur fylgt eft- ir en hér. Iíemur þar til strang- ara eftirlit og einlægari samvinna hins opinbera en hér tíðkast, ásamt drjúgum eftirgjöldum af trygging- ariðgjöldum, sem í flestum tilfell- um gera það að verkum að kostn- aður við eldvarnir borgar sig fjár- hagslega fyrir viðkomandi fyrir- tæki eða einstakling á nokkrum árum. Einnig þessu atriði er hér öðru- vísi farið. Sú stefna hefur verið tekin upp, að hafa tryggingarið- gjöld eins lág og frekast er mögu- legt, sem leiðir af sér að afslátt- ur af þeim vegna tryggra eldvarna, nemur sáralitlu, og jafnvel full eftirgjöf mundi ekki endurgreiða kostnað af dýrum eldvarnartækj- um. Þess vegna hafa menn ekki áhuga á að eyða fé i svo „vafasamt“ fyrir- læki, þegar beinn fjárhagslegur liagnaður verður aldrei reiknaður. Þess vegna gildir það einmitt hér á landi, frekar en annars staðar, að eldvarnardeild slökkviliðsins þarf að hafa sig meira í frammi en gert er. Þar þarf að koma fram vilji til fræðslu, aðstoðar og alls konar samvinnu við almenning, — sem bezt er gert í gegnum blöðin. Að vísu er til mikil reglugerð um eldvarnir, en henni væri aldrei hægt að framfylgja til fullnustu nema með hervaldi og heilum her manna, enda er hún víðast brotin margfaldlega. Tilefniðtilþessa fundar eldvarn- areftirlitsins með blaðamönnum, var að kynna lítið og ódýrt aðvör- unartæki, sem nú fæst víða í verzl- unum, bæði í Reykjavik og úti á landi. Tæki þetta má hengja upp á vegg hvar sem er, og fer litið fyr- ir því. í því er komið fyrir tveim litluin vasaljósa-„batteríum“, sem gefa straum i tónsterka vælu eða flautu, ef hiti á tækinu verður ó- eðlilega hár. Tæki þetta er ódýrt, kostar um 285 kr„ og er sjálfsagt fyrir alla þá, sem eitthvað hugsa um að verja heimili sín og fjölskyldu gegn elds- voða að útvega sér þau, eitt eða fleiri. Tónninn, sem tækið gefur frá sér, er nægilega hár til að vekja fólk, sem sefur í námunda við það, og getur þannig varað fólk við i tíma. Og ef þetta tæki gæti bjargað að- eins einu mannslífi einhvers stað- ar á landinu, þá liefur það sannað tilverurétt sinn. Það er þó rétt að taka það fram, að nauðsynlegt er að fylgjast vel með rafhlöðunum (batteríunum), þvi þær vilja missa notagildi sitt með tímanum og eyðileggjast. Þess vegna þarf að reyna tækið öðru hvoru, og skipta um rafhlöður. DKW - JUNIOR. Framhald af bls. 31. hraða, en slappari þar fyrir ofan. Á ferð er enginn hávaði af honum, aðeins notalegt mal. Bíllinn er mjög góður í stýri. Bremsurnar afbragð. Stjórntæki liggja vel við. Fjöðrun- in skemmtilega sportleg. Bíllinn liggur vel. Miðstöð góð. Ágæt loft- ræsting. Rúmgott skott. Ekki næm- ur fyrir utanaðkomandi áhrifum, svo sem hliðarvindi og hallandi vegi. DKW er þeirrar náttúru gæddur, að hann þarf ekki olíu á mótorinn í venjulegum skilningi, heldur vill hann fá hana saman við benzínið. Það er eins og sumir, sem hella lýsi út á hafragrautinn sinn. Fyrst í stað var olíunni blandað saman við benzínið, en það vildi verða ójafnt, svo mikið af olíunni kom óbrennt aftur úr púströrinu, blá og þykk með vondri lykt. Þá tóku þeir upp á því að setja olíuna í sér tank og benzínið sér, og fengu miklu betri nýtingu og betri lykt út úr því. Fyrst þegar þessir bílar komu hingað, eyddu þeir óhæfilega miklu benzíni. Þá var það ráð tekið, að láta minni nálar í blöndunginn á þeim, með því móti fékkst eyðslan niður í 8—9 lítra á hundraðið, sem er ekkert afskaplegt. En það kem- ur niður á mótororkunni —• þó ekki fyrr en fyrir ofan 70 km hraða. Við þessa eyðslu bætist svo olíubrennsl- an, en það er ekki meiri kostnaður en við venjulegan smurning. Að innan er bíllinn rétt þokka legur, en heldur ekki meira. Mæla- borðið er eins konar kassi undir stýrinu, þar er að sjá hraðamæli, benzínmæli og hitamæli. Stjórn- tæki eru öll við höndina, en ekki er ætlazt til að ökumaður reyki. Bíllinn er sæmilega rúmgóður fyrir ökumanninn og farþegann við hlið hans, en það er of þröngt um þessa þrjá, sem mega vera aftur í. Ég myndi ekki ráða neinum frá því að kaupa svona bíl — heldur ekki til þess. sh. VIKAN 18. tbl. — 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.