Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 46
leitt að vera svona hreinskilin við þig, en ég er ekki alveg reynslulaus, hvað hinum viðkvæmu málum við- víkur.“ „Ég hélt ekki, að þú værir það,“ sagði Wesley. „Ég kem og sæki þig eftir hálftíma." „Vertu viss, að ég verð tilbúin þá.“ Kvöldið var gleðiríkt; margt olli því. Afturbati hennar, hann var í góðu skapi, því vinnan hafði gengið vel og hún var líka í góðu skapi. Og sjórinn var spegilsléttur núna. Þau tóku ekki þátt í gleðskap og skemmtanalífi skipsins. í stað þess sögðu þau hvort öðru ævisögu sína. Honum fannst það fyndið, að hún skyldi vera miklu lengur að segja sína en hann sína. Á miðnætti sagði hún: „Við skul- um koma niður í káetu. Það er allt of margt fólk héma.“ Þau ákváðu að hittast aftur í ká- etu hennar eftir að hafa skipt um föt. Tuttugu mínútum síðar bankaði hann hjá henni. Hún opnaði og hann gekk inn fyrir. „Þú varst lengi,“ sagði hún. Káetan var fagurlega upplýst. Hún var í síðum samkvæmiskjól. Hann leit í kringum sig eftir blóm- um. Já, hann fann lyktina. Þau sömu. Hann skyggndist eftir kampa- vínskörfunni. Jú, þarna var hún. Hann gat ekki annað en brosað. „Þú ert vonandi ekki að brosa að mér?“ spurði hún. „Nei,“ sagði hann. „Viltu að ég opni kampavínsflöskuna. Ég kann það núna.“ „Hvað meinarðu með núna?“ „Einu sinni kunni ég það ekki. Nú ferðu að fordæmi hennar, hvort sem þú vilt viðurkenna það eða ekki.“ „Þú vilt ekki horfast í augu við ..." „Lofaðu mér að ljúka við mál mitt. Þegar þú ert komin um fertugt skiptir framtíðin miklu meira máli fyrir þig en nokkru sinrii fyrr á lífs- leiðinni. Þú hefur nefnilega lært, að mínúturnar og dagarnir skipti engu máli, það séu árin, sem hafi eitthvað að segja. Hvað sem þú ann- ars hugsar um mig, gleymdu því. Ég er enginn sérstakur persónuleiki á neinn hátt. Og ef það er einn hlut- ur, sem ég mun aldrei verða, þá er það tæki til að svala þinni heimsku- legu, sívakandi og viðbjóðslegu metnaðargirni." Hún fyllti varlega glösin þeirra beggja. „Þú ert öll fyrir að sýnast, Van- essa, alveg eins og mamma þín. Hún viðurkennir það, sá er munurinn á henni og þér. Áður en þú segir eitthvað við mig, mundu, að þú sagðir, að þú lygir aldrei, það er a. m. k. góður siður.“ „Ég mun ekki skrökva að þér.“ „Gott.“ „En við skulum samt halda áfram að vera saman.“ Hann lauk úr glasi sínu. „Ég þarf að tala mjög áríðandi símtal til New York.“ „Ég trúi þér ekki.“ „Þakka þér fyrir undursamlegt kvöld, nei, meira en það, það var stórkostlegt." Hann fór til káetu sinnar og pant- aði símtalið. Hann fékk það klukk- an 3.10 um eftirmiðdaginn. Frú Donnell var undrandi. „Er nokkuð að?“ spurði hún. „Ég hefi breytt áætluninni. Ég vil, að þú fljúgir og hittir mig, þegar skipið leggst upp að á morgun. Þú kvaddir mig svo innilega, mér leik- ur forvitni á að vita, hvort þú getur tekið eins vel á móti mér aftur.“ í þögninni sem fylgdi þessari setn- ingu heyrðu þau bæði símastúlk- una segja: „Er samtalinu lokið?“ Þau svöruðu bæði samtímis: „Nei.“ Frú Donnell sagði: „Það komu níu þúsund inn í gær.“ „Komdu með eitthvað af því með þér, og heyrðu, þetta með hækk- unina . ..“ „Já ..." „Ég hefi miklu betri hugmynd. í stað hækkunarinnar . .. heyrirðu í mér?“ Þögn. „Afsakið, herra minn,“ sagði ensk rödd símastúlkunnar í símann, „sambandið hefur rofnað.“ „Reynið að ná aftur sambandi fyrir mig, þetta er mjög áríðandi.“ „Það verður ekki hægt fyrr en eftir klukkutíma. Eigum við að reyna þá aftur fyrir yður?“ „Já takk!“ En hann fékk ekki samtal aftur, sakir lélags sambands. Það var reynt allan daginn fyrir hann, en allt kom fyrir ekki. Hann hélt til í káetu sinni það sem eftir var sjó- ferðarinnar. Frú Donnell beið við bryggjuna í Southampton, þegar skipið lagði upp að, og þegar hann hafði kysst hana var allt sagt. „Hvernig stendur á að þetta kem- ur fyrir eftir sjö ár?“ sagði hún og roðnaði. „Það er löng saga að segja frá því. Þú færð að taka það allt niður fyrir mig mjög bráðlega!“ Þau giftu sig í París níu dögum síðar og eyddu brúðkaupsdögunum í smábæ einum rétt utan við borg- ina á fyrsta flokks veitingahúsi. Þetta var fæðingarbær Nicole. Að hveitibrauðsdögum loknum héldu þau aftur til Parísar. Þau fóru með bróður Nicole og konu hans á Maxim eitt kvöldið. Það var mikið um dýrðir á Maxim þetta kvöld og allir í viðhafnarklæðnaði. Wesley sneri bakinu að dansgólf- inu. Nicole sat á móti honum við borðið. Skyndilega var eins og hún kæmi auga á einhvern á dansgólf- inu, sem henni væri ekkert um. „Það er stúlka að dansa núna, sem lítur alveg eins út og myndin, sem þú hefur alltaf á skrifborðinu þínu,“ sagði Nicole. „Hvar?“ spurði Wesley og virti fyrir sér fólkið á dansgólfinu í hin- um geysistóra spegli, sem var á veggnum fyrir ofan þau. „Heyrðu, minntu mig á að henda henni, þegar við komum aftur til New York.“ „Ég hefi þegar gert það.“ „Jæja?“ „Já, ég lagði hana til hliðar. Ég gera það alltaf, þegar þú ert ekki á skrifstofunni. Mér geðjast ekki að svipnum á henni. Sérðu hana ekki, hún er að dansa við ungan, ljóshærðan mann. Þetta er nákvæm- lega sama andlitið og er á mynd- inni.“ Wesley sneri sér við og leit út á dansgólfið og sá Vanessu. „Jú, nú skil ég, við hverja þú átt.“ Hann sneri sér að Nicole og brosti: „Komdu, vina, við skulum dansa.“ ★ í FERTUGU BJARGI. Framhald af bls. 11. og tókst að halda sér föstum, þótt hann segði siðar að sjaldan hefði sér jafn illa brugðið. Hann marð- ist nokkuð á úlnliðum, en það var ekki að meini. Þannig stóðum við Sigurður báðir af okkur fallið, en Gísli og Snorri runnu nokkuð nið- ur eftir klettunum, þar til línan stöðvaði þá. Þeim tókst siðan fljótlega að koma fyrir sig fótum, og við hjálpuðum þeim aftur upp á stallinn með því að toga í línuna. Eftir stutta hvíld héldum við áfram að fikra okkur eftir örmjórri og glerhálli syllunni. Viðast hvar var hún svo mjó að maður gat aðeins tyllt blátánum á hana, og jafnvel það var erfitt, vegna þess að fugla- drit og annað hafði safnazt fyrir á yfirborði hennar, svo að það hall- Hvar er örkin hans Nóa? Ungírú Yndisfrið býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓA. Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: KRISTÍN E. ÞÓRÓLFSDÓTTIR, Suðurlandsbraut 61, Reykjavík. Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang örkin er á bls. Sími aðist skáhalt niður frá berginu. Enn- þá var að vísu ekki ýkjahátt niður i sjó, líklega 5—7 metrar. Öllu verra var brimið, sem á þeim stað barðist utan í eyna. Nú vorum við búnir að fikra okk- ur áfram eftir láréttri syllu i um það bil klukkutíma. Ef útreikningar okkar reyndust réttir, hefði mátt álíta að við værum nú komnir á þann stað, sem við áður liöfðum merkt á ljósmynd af Eldey, til upp- göngu. Þessvegna námum við nú staðar og fórum að undirbúa okkur undir aðalþrautina. Við byrjuðum á því að festa járnfleina í hamravegginn, síðan festum við línurnar i þá og strekktum á þeim þannig að við héngum næstum þvi í þeim, svo snerum við baki í steininn, létum okkur síga i böndin — og slöppuð- um af smástund. Við vorum allir með súkkulaðipakka í vasanum, og fengum okkur bita, en verst þótti okkur að hafa ekkert að drekka, því við vorum strax orðnir móðir og þyrstir. En drykkjarföngin voru i bakpokanum, sem við skildum eftir niðri, og hugðumst draga hann upp til okkar í línu, þegar við værum komnir alla leið. Síðan hófst uppgangan. Bergið er 83 metra liátt þar sem hæst er, en við höfðum séð leið á myndum, sem bæði virtist styttri, því eyjan er ekki allsstaðar jafnhá, og auðfarnari. Gizkuðum við á að þar væru um 70 metrar frá sjávar- máli, en frá syllunni, sem áður seg- ir frá, líklega um 60 metrar. Á leið- inni má sjá einar þrjár syllur, cða kóra, þar sem fugl hefur gert sér hreiður, og ætla má að megi nota sem hvíldarstaði. „Stöð 11“ höfðum við áætlað í efsta kórnum, en þar fyrir ofan er erfiðasti lijallinn. Næstu 10 metrar eða svo, eru til- tölulega auðveldir yfirferðar, þvi þar er farið skáhalt upp vegginn, og víð- ast hægt að ná fótfestu. Erfiðleik- arnir byrja fyrst þar fyrir ofan, því þar gengur veggurinn nokkurn veg- inn lóðréttur uppávið, og ógerning- ur að komast upp að næstu syllu þar fyrir ofan, nema með þvi að reka járnfleina í vegginn með ca. eins meters millibili, þannig að mað- ur geti vel teygt sig milli fleina. Oftast er hægt að tylla tánum aðeins i vegginn, og síðan vega sig upp smátt og smátt með þvi að halda um næsta flein fyrir ofan, þar til maður stendur á honum og hefur sæmilega aðstöðu til að reka þann næsta í vegginn. Víða eru sprungur i veggn- um, þar sem hægt er áð berja járn- fleina fasta. Á þessum kafla kemur sér vel að liafa ísaxir, sem hægt er að grípa með uppfyrir sig á næstu smásyllu, og siðan vega sig uppávið með henni. Venjan er sú, að aðeins efsti og neðsti maðurinn hafi slikar axir, en sem betur fór vorum við svo forsjálir að vera allir með slik verkfæri, og komu þær sér óneit- anlega mjög vel. Upp á efri sylluna, rétt neðan við „Stöð II“, er um tveggja klukkutíma klifur upp næstum þvi lóðréttan hamravegginn. Þar er allt undir því komið að manni skeiki ekki eitt fót- — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.