Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 50
ur og þægilegur, eftirlátur og um- hyggjusamur. Hún liafði séð þetta fyrir, þegar hún hitti hann í fyrsta sinn, átta ára að aldri, og byrjaði strax að þjálfa hann í sldlyrðislausri hlýðni. „Charles,“ sagði hún, „þegar þú færð fríið, skulinn við fara til Skot- lands með mömmu og pabba.“ „En við ætluðum til Bourne- mouth,“ sagði Charles. „Ég hef skipt um skoðun,“ sagði hún rólega. „Við förum til Skotlands. Við verðum að fara til Skotlands. Ég hef skozkt blóð í æðum og hef aldrei komið þangað. Það er til há- borinnar skammar.“ Sir James og Lady Cameron, for- eldrar Judy, kvörtuðu sáran yfir að fá ekki að fara til Bournemouth, en urðu brátt að láta undan. Judy, er virtist gengin af vitinu, að vísu aðeins í svipinn, vonuðu þau, setti auglýsingu í blöðin, þar sem hún fór fram á að fá til leigu um tíu vikna skeið hús i Hálöndum Skotlands, en útsýnið varð að vera fjall, stöðuvatn og skógur. „Þetta er brjálæðisleg auglýsing,“ andvarpaði Lady Cameron, „og eng- inn myndi láta sig dreyma -um að svara henni nema vitfirringur jafn- hætt kominn og þú sjálf.“ „Ef þetta fjall og þessi skógur og þetta stöðuvatn eru til á þess- ari jörð,“ svaraði Judy, „þá verður auglýsingunni svarað.“ Og svarið kom. Stórt, blátt umslag með skozkum póststimpli, utaná- skrift til Sir James með sérkenni- legri rithönd, styrkri og læsilegri. Judy þreifaði forvitnislega á þvf. Hún heyrði rödd tala ... Bréfið var stutt og undirskrifað af I C. Macdonald. Kinmohr, stóð í því var gamalt hús á lieldur af- skekktum stað í Hálöndunum. Út- sýnið var fjall, stöðuvatn og skógur, en sama mátti segja um flest liúsin í Hálöndunum, var tekið fram. Leigan var lág og gnægð fisks 1 vatninu. I. C. Macdonald minntist ekki á, hvort hann væri kvenkyns eða karlkyns, en hann lilaut að vera karlmaður, því að hann gaf engar gagnlegar upplýsingar í bréfinu. Auk þess hafði Judy heyrt karlmanns- rödd ... Það var komið fram í júnilok, þeg- ar þau k.omust loksins af stað, og þau voru fimm daga á leiðinni til Kinmohr. Veðrið var hroðalegt. Skotland sást alls ekki fyrir skýj- um, þoku og rigningu, og það var jökulkuldi. Allir voru þungbúnir og eymdar- legir nema Judy, sem söng hástöf- um af gleði hinum til ósegjanlegr- ar gremju. Charles sat við lilið henn- ar, hún ók bílnum, og foreldrarnir voru í aftursætinu. „Ertu svona ham- ingjusöm, Judy?“ hvíslaði Charles. „Já,“ svaraði hún í hálfum hljóð- um og andvarpaði af fögnuði. Þau horfðust i augu andartak; hann varð þess var, að hún sá liann ekki. Eitt- hvert óáþreifanlegt afl virtist skilja þau að ... Hvað gat það verið? Það fór lirollur um Charles, og hann bretti upp frakkakragann cins og til að bægja á brott því illa hug- boði, sem ásótti hann. „Andstyggilegt veður,“ muldraði hann. „Viðbjóðslegt,“ samsinnti Lady Cameron. „Og það er áreiðanlega glaðasólskin í Bournemouth.“ „Nei, það held ég varla, elskan mín,“ mælti Sir James mildilega. „í Times í morgun stóð, að það væri lægð yfir íslandi, sem þokaðist hægt suður á bóginn ...“ „Mundirðu eftir að taka með kvef- meðalið, sem var á hillunni í bað- herberginu?“ greip Lady Cameron fram í og hnerraði ákaft. .Tudy heyrði ekki orðaskiptin. Hún var utan við sig af gleði, sem liún skildi ekki af hverju stafaði. Lífið glóði eins og gull og silfur, hinir göfugu málmar ... Ekki glingur og gylling, heldur silfur og gull . .. raunverulegt verðmæti. Fimnita daginn söng Judy ekki lengur. Hún gat það ekki. Sælan í hjarta hennar var svo djúp orðin, að hún fann til sársauka. Charles horfði á hana og sá, að andlit henn- ar var náhvítt og torkennilegt. „Judy,“ sagði hann lágt. „Judy, er eitthvað að þér?“ Hún sneri sér að honum, en hann sá, að hún hafði ekki heyrt til hans. Þetta var undarlegt ... ITonum var hætt að lítast á blikuna. Augu hennar voru myrk og djúp eins og fjalladalir og glömpuðu ekki lengur. „Judy!“ sagði hann skarp- lega, en hún anzaði engu. „Hvað er klukkan?" spurði Lady Cameron, sem gat varla talað' fyrir hæsi. „Við ættum að vera komin á leiðarenda. Við hljótum að hafa villzt. Hvað er klukkan, Charles?“ „Úrið mitt er stanzað,“ svaraði Charles. „Ó, ég er handviss um, að við höfum farið vitlausa Ieið,“ kvartaði vesalings Lady Cameron. „.Tudy fer alls ekki eftir landabréfinu. .Tudy, sjáðu — elskan mín, við höfum villzt.“ Judy hristi sig og andvarpaði. „Nei,“ svaraði hún loks, lík.t og rödd hennar kæmi úr órafjarlægð. „Við komum þangað eftir tuttugu mínút- ur. Við erum núna á leið upp Ben Caorach. Eftir tíu mínútur komum við upp á brún. Þaðan förum við niður til Kinmohr." „Judy!“ hrópaði Charles. „Hvernig í ósköpunum veiztu þetta?“ Hún svaraði engu. Hún hélt svo fast um stýrið, að linúarnir hvitn- uðu, og ásjóna hennar Ijómaði, líkt og lampi hefði verið tendraður innra með henni. Henni fannst eitthvað bærast í djúpum hjartans, eitthvað, sem hing- að til hefði verið fangi, eitthvað vængjað, sem vildi svífa upp í há- loftin, langt burt frá þungum líkam- anum ... Hana verkjaði í hjartað af óþolin- mæði, og liún hrópaði hljóðlaust innra með sér: „Bíddu svolítið ... Við erum bráðum komin . . . bráðuin ... Æ, þetta gengur svo seint ... Þaðí var fljótlegraj að fara ríð- andi .. .“ Og nú voru þau komin upp á brún. Hún réð ekki við villta þrána, seni gagntók, hana. Hún stökk út úr bíln- um, skellti aftur hurðinni, skildi hneykslaða fjölskyldu sína eftir og hljóp eins og fætur toguðu út á heiðina, þangað til hún hvarf i hvita jioku. Hér var hún ein ... ein með þess- ari vængjuðu veru, sem var að brjót- ast um og vakna til Iffsins innra með lienni. „Hvað getur Jietta ver- ið?“ hvíslaði hún. „Er það ég sjálf, sem er að lifna við? Eða er það einhver annarleg vera, sem reynir að ná tökum á mér?“ Hún fann til ótta, en jafnframt stjórnlausrar gleði. Hvers vegna leið lienni svona illa og þó svo dásamlega vel? Hún fann nú, að hún var hræði- lega einmana og skorti eitthvað, er fyllt gæti bikar lífs hennar. Einhver átti að standa þarna henni við hlið, einliver, sem væri hluti af henni sjálfri og skildi hennar innstu hug- renningar. En hún þekkti engan slikan. Það var gripið um handlegg henn- ar, og hún sneri sér við með ákefð ... Það var Charles'... Vonbrigðin voru svo sár, að henni lá við að hata hann . .. Charles! ... Nei, það var ekki Charles, sem hún beið eftir. „Judy, elskan mín, hvað er eigin- lega að þér?“ spurði hann áhyggju- fullur. E Judy gat ekki sagt honum það. Þetta, sem nú var að gerast, varðaði engan nerna hana; hvert augnablik sem leið, virtist lirekja hana lengra burt frá öllu því, er hún unni, burt til einhvers eyðitóms, sem þó var undrafagurt. Charles leiddi hana aftur að bíln- um. „Það er þetta fjall,“ útskýrði hann fyrir foreldrum liennar, sem botnuðu ekkert í þessu. „Hálendið, sko ... þið vitið, að maður getur orðið ringlaður í fjöllunum ... Ég skal taka við stýrinu, Judy.“ „,Tá,“ sagði hún og settist auðsveip við hlið hans. Þau fóru niður snarbratta brekku eftir holóttum vegi með kröppum beygjum. Þegar þau nálguðust dal- botninn, tók þokunni að létta. Judy liallaði sér fram, og skyndilega hróp- aði hún upp yfir sig. „Sjáið þið!“ kallaði hún. „Þarna er það!“ Þau voru komin hér um bil niður á jafnsléttu, og nú greindu þau stöðuvatnið framundan, járngrátt, villt og úfið. f norðri og vestri risu jiverhníptir hamrar upp úr vatninu. í austri var skógivaxin strönd. Framhald í næsta blaði. DÆGUR ÓTTANS. Framhald af bls. 40. legum kringumstæðum átt að standa úr slíku sári á slagæð. „Eins og gert var ráð fyrir, er æðin svo að seigja alveg lokuð. En athugum nú, hvort ekki er hægt að losa tappann.“ Töngin var þegar komin inn í æð- ina og með henni var gripið gæti- lega um ójafnan enda dökks blóð- tappans, sem losnaði alltof auðveld- lega. Andy gerði sér grein fyrir því, að það væri vafalaust lítill hluti blóðtappans, sem hann hafði náð til. Það færi einvörðungu eftir hand- lagni skurlæknisins, hvernig færi um það, sem eftir væri af tappanum. Fimm sentimetrar — sjö senti- metrar. Hann lét dök'kan kökkinn detta í skálina og þreifaði lengra upp eftir æðinni. Efsti liluti tapp- anns, sem náði alveg upp i kviðar- hol sjúklingsins, neitaði að láta róta sér, eins og við var að búast. Andy leit upp í fyrsta skipti og bölvaði lágri röddu, þegar fingur hans runnu úr sárinu með lítinn hluta af blóð- kekkinum, sem brotnað hafði af. „Róleg — þetta er enginn leikur.“ Það var táknrænt fyrir hann, að jafnvel nú neitaði hann að sætta sig við ósigur. „Tappatogarakannann, ungfrú Tal- bot.“ Þetta sérstaka verkfæri lá á næstu sekúndu í lófa hans. Hann lagði það að opinu á æðinni og renndi því rneð gætni upp eftir henni; j>egar hann fann örlitið viðnám rétt éftir að komið var inn í æðina, varpaði hann öndinni léttara. Kanninn snerist hægt milli fingra hans og slcrúfaðist inn í neðsta hluta blóðkakkarins. Andy tók gætilega á, sneri tækinu með liægð og hann var sannfærður um, að nú hefði hann náð taki. En samt hélt hann áfram að snúa kann- anum með þolinmæði, unz hann var alveg öruggur um, að verkfærið hefði skrúfast langt inn í blóðkökkinn; j>á fyrst þorði hann að draga hann að sér fyrir alvöru. „Tilbúinn með slaufuna, Tony? Það er nú eða aldrei." Allir, sem stóðu umhverfis skurðborðið, liéldu í sér andanum, þegar kanninn tók að renna hægt út úr æðinni — hver millimetrinn af öðrum! Andartak hélt Andy, að hann mundi missa takið ... Óttinn og kvíðinn fengu hann til að bíta á vörina ... en svo dró hann djúpt andann, þegar kann- inn rann áfram ... óendanlega liægt. Þá varð hann að beita allri sjálfsstjórn sinni til að kippa ekki í með afli, heldur að læða tappatog- aranum fram með næmum fingrum, eftir að tækið hafði gert sinn hluta verksins með því að hjálpa honum fyrstu, erfiðu millimetrana. Tíu sentimetrar blóðkakkarins voru nú komnir út úr sárinu ... svo fimmtán ... og nú tuttugu ... dökk- ur, óreglulegur kökkur var dreginn fram með stakri gætni. Það var eins og hann væri alveg endalaus — og þá loks kom Andy auga á mjóan endann, sem setið hafði í slagæð hins lærisins. „Slaufuna — fljótt!“ Rauður blóðboginn, sem gaus út úr sárinu, var í senn aðvörun og sigurtákn. Tony Korff tók um gild- an silkij>ráðinn og stöðvaði blóð- strauminn á andartaki. Andy gekk skref til hliðar, meðan Tony þerraði blóðið með annarri hendi, en hélt um slaufuna með hinni. Svo hélt hann rólegur vinnu sinni áfram ... allur taugaóstyrkur var horfinn, þegar hættustundin var hjá liðin. Saumarnir runnu auðveldlega í sin- ar skorður og lokuðu æðinni rétt fyrir ofan og neðan sárið. Hann saumaði sárrendurnar saman, spor fyrir spor, í fullkomlega beina línu, sem gátu ekki síðar orðið orsök nýrra blóðtappa. Framliald í næsta blaði. gQ — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.