Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 7
ég sat við hliðina á bílstjóranum, og áður en ég vissi var brúin horfin, og vegurinn hélt áfram að renna undir bilnum, einn kíló- metra á mínútu að meðaltali. Mér fannst þetta í sjálfu sér ósköp þokka- legur hraði, því billinn var mjúkur og þægi- legur, og lá vel á veginum, og vegurinn sjálf- ur yfirleitt eins og skrifborðið mitt, ef ekki er reiknað með farinu eftir glasið á horn- inu. En ég verð að segja það eins og er, að mér brá heldur ónotalega, þegar bilstjórinn seildist afturfyrir sig og dró þar fram whisky- pela, skrúfaði lokið af stútnum á 60 km per klukkustund, þurrkaði af honum með erm- inni, setti hann á munninn og teygaði drjúg- um. „Nú, það er þá svona,“ hugsaði ég, „það er ekki nema tvennt til í þessu. Annað hvort bið ég hann um að lofa mér að pissa áður en við komum að næstu brú — hleyp út í móa og labba svo norður, eða ég dett hara í Það var lýsi á pelanum! Ufsalýsi! Ég meina . . . það er sko ekkert grín að renna svoleiðis nokkru oní sig. Blásýra, brennisteins- sýra eða brennsluspíritus . . . skítt með það . . . en ufsalýsi. . . ! Nei takk. Ekki Guðmund- ur Karlsson. En skaðinn var skeður, maginn var fordjervaður i náinni framtíð og Stjáni búinn að ,gera mig ómóttækilegan fyrir hvaða blöndu, sem mér kynni að detta í hug að láta ofan í mig. Stjáni ver'ður að hafa skilningarvitin í lagi við aksturinn, það lika. Þá verður mér nokkuð sama á hverju rúllar.“ Þess vegna var það að ég greip pelann tveim höndum, þegar bílstjórinn rétti mér hann og bauð mér sjúss. Ég lokaði augunum, bölvaði í hljóði og bað Guð um að gefa mér nógu stóran kjaft til að geta klárað úr pel- anum i einni lotu. Ég notaði aðferðina, sem mér gefst yfirleitt bezt, þegar mér er boðið að súpa á, að ég opna öll göng niður í maga upp á gátt, og læt renna. Þannig finnur mað- ur ekkert bragð, fyrr en allt er um seinan og dropinn kominn örugglega niður. En einhvers staðar hafa bragðkirtlarnir verið að þvælast fyrir, eða að nefið hefur tekið til sinna ráða til að aðvara mig. Ég roðnaði, blánaði og hvítnaði í framan, tútn- aði allur út, augun skutust einar þrjár tommur út úr augnatóftunum, ég stóð á fæt- ur í bilnum greip báðum böndum um eitt- hvað nærtækt, og stóð síðan á blessaðri önd- inni í þrjá kílómetra. Stjáni setur farangur inn í bílinn fyrir farþegann, Ég ber nefnilega það mikla virðingu fyrir vissum gerðum af votum vörum, að ég tel það blákalda móðgun við framleið- endur þeirra að hella t. d. whisky ofan í lýsis- yfirdekktan maga. Slíkur selskapur er ekki sæmandi góðum drykk. Og nú var farþeginn þar að auki kominn aftur í kafla IXX: „Rímur og hestavísur.“ Dagurinn var dauða- dæmdur. En hvað var Stjáni — öðru nafni Kristján Grant — eiginlega að gera Framhalð á næstu síðu. FlesUr langferðabílstjór- amlr stanza í Hvalfirð- inum og fá sér olíu og pylsurmeðöllu. VIKAN 19. tbl. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.