Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 8
MEÐ ÁFENGI TIL AKUREYRAR Það getur stundum verið erfitt starf að vera langferðavöruflutningabíl- stjóri. Hér er Stjáni með heila þvottavél í fanginu. með lýsispela með sér í svona túr? Gat það verið að hann væri eitt- livað bilaður, eða bragðlaukarnir al- gerlega visnaðir? „Mér þykir þetla gott,“ sagði Stjáni, „og fæ mér alltaf sopa fyrst á morgnana, og svona annað slagið á daginn. Ég tala nú ekki um, ef maður lendir í einhverjum töfum, kulda eða öðru slarki. Þá fæ ég mér alltaf góðan sopa áður en ég fer að taka til höndunum.“ Og þá hafið þið það. Þið skuluð taka ykkur þetta til eftirbreytni, því mér er sagt að lýsi sé mjög liollt og geri gott í kroppinn. Þetta segja vísir menn og ég lief séð það á prenti. Drekkið þið bara lýsi þang- að til það rennur út úr öllum sam- skeytum, og þið pestið upp allt um- hverfið eins og hálf önnur lýsis- verksmiðja. Sama er mér. En ég lýsi því yfir, að Iýsi skal ekki innfyrir mínar varir á meðan ég ræð því sjálfur hvort og hverju ég hleypi þar inn. Hana nú og punktum og basta. Stjáni var á leiðinni norður á Akureyri, með fjögur tonn af áfengi aftan á yfirbyggðum pallinum, ásamt ýmsum öðr- um flutningi, Coca-Cola, Ópal, hrenni til tunnuverksmiðj- unnar á Hjalteyri, fjögur tonn af áfengi, sex þvottavél- ar, 12 pör af nylonsokkum, einn heizlistaum og fjögur tonn af áfengi... Þeir halda því fram hjá ÁTVR, að enginn flytji áfengi betur en Stjáni. Kannske það sé lýsið, sem gerir það, ekki veit ég. En það ganga um það sögur að einu sinni liafi stór vörubifreið íarið norður með eitthvað svipað magn af svip- uðum vörum. Einhversstaðar á leiðinni lá vegurinn í aðra átt en bíllinn fór, sem auð- vitað endaði með því að flutn- ingurinn hafnaði ofan í læk, sem hoppaði, hjalaði og skoppaði fjörlega til sjávar. Af því fara ekki sögur, hvernig lækurinn hagaði sér eftir þennan væna sjúss, en víst er að lækir geta orðið fullir eins og svo margt annað. Mér er Einhversstaðar í Skagafirði seint um kvöld mættum við öðrum bíl frá Pétri og Valdimar, ' :.:x .• ■ ekki kunnugt um hvað lækurinn hét i upphafi, líklega einhverju rómantisku nafni eins og skoppa, skvetta eða spræna. En síðan heitir hann á alþýðumáli Brenni- vínslækur, og því verður ekki breytt í bili. Þannig myndast hin islenzku örnefni á stundum. Annars —■ svo við höldum okkur við efnið — eru flutt norður til Akureyrar, allt að átta tonnum af vin- anda á viku hverri. Er það mest að sumri til, þegar Sunnlendingar reisa þangað norð.ur til að drekka. Allt þetta magn er flutt á bílum, þvi að þeir eru að mörgu leyti þægilegri viðfangs en strandskipin. Þar að auki má skutla kössunum opnum og óumbúnum inn i bíl- inn, sem sparar bæði snæri og snúninga. Ég tel ástæðulaust að lýsa ferðinni nákvæmlega, þvi varla hafið þið mikinn áhuga á að vita hvort klukkan var fimm eða sex þegar við komum að Laxá í Kjós, sex eða sjö í Hreðavatnsskála, sem Mánudagsblaðið segir að sé nú almennt kallaður Leopoldville, vegna þess að veitingamaðurinn heitir Leopold. Það er ekki á þá logið, gárungana. Annars sáum við kostulegan hlut, þegar við komum þangað. Yið fundum fyrir einhverja brunalykt niðri, og héldum bara að grauturinn hefði brunnið við eða hangikjötið hefði ofreykzt. En sannleikurinn var tölu- vert lygilegri en svo. Það kom nefnilega í ljós að það hafði kviknað i einu herbergjanna uppi á efri hæðinni kvöldið áður. Þetta var frekar lítið herbergi, innrétt- að allt með texi og allt þar inni mjög eldfimt, enda er húsið byggt úr timbri. Heimamenn höfðu brugðið g — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.