Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 11
Nýlega héldu foreldrar Frank Sinatra gull- brúðkaup sitt hátíðlegt í New Jersey. „Frankie hélt mikla veizlu heim til dýrðar, sem byrjaði með bví að allir fóru í kirkju - nema Frank Sinatra. Á eftir var hann spurð- ur á hvað hann tryði og hann svaraði: - Ég trúi á allt, sem getur komið mér til að sofa vært, og í bví tilfelli hefur ekkert reynzt mér betur en flaska af góðu viskíi. Vittorio Gasman gengur með mikilli elju fram í því að tvista við söngkonuna Onnu Moffo. Þau eru á einhverjum hinna frægu nætur- klúbba Rómar — og það er gaman á næturnar í Róm, að því er sagt er. fek ' ANNETTE STROYBERG á lítinn minjagrip til ininningar um hjónaband hennar og Rogers Yadim — þessa litlu stúlku, sem er hér í bátnum hjá henni. Hér eru þær mæðgur i háts- ferð á lygnu vatni i Bologneskóginum, rétt utan við París. Það er annars ekki oft hægt að mynda þær mæðgurnar saman, því sú litla — Nathailie heitir hún — býr lijá föður sinum. Og virðist láta sér vel líka. Henry Miller, höfundur hinnar illfrægu bókar Sexus, er týndur. Bækur hans hafa vakið svo mikla ólgu i New York, að lögreglan gaf út handtökuskipun á höfundinn. Bækur Iians eru taldar svo klámfengnar og ljótar, að það sé ekkert vit annað en gera þær upptækar og stinga þeim, sem svo getur skrifað, í tugtliús. Miller var gert að mæta fyrir rétli og jafnframt svipazt um eftir honum, en hann liefur hvorki lieyrzt né sézt síðan. Hvernig er það annars, þarna í landi persónu- og' ritfrelsisins? Verða rithöfundar að fara huldu liöfði þar? Hann er tuttugu og tveggja ára, magur og fölur, í leðurjakka og háhælaskóm. Hann heitir Alan Klein, og sló í gegn með fyrsta leikhúsverkinu, sem hann reyndi að skrifa. Það heitir What a Crazy World. Alan Klein er ekta „leðurjakka“-týpa frá East End í London, en með neista af framgirni. Meðan hann var enn á skólaaldri, gekk hann í listaskóla á kvöldin, svo stofnaði hann jazz-hljómsveit. Frekari listaskóla- hugmyndir voru strikaðar út, og með þeim viljinn til þess að vinna ærlegt handtak. Iðjulaus og allslaus kvæntist hann jafnöldru sinni, og var svo heppinn að foreldrar hennar tóku hann upp á arma sína og virtust hafa trú á hæfileikum hans. Meðan þau ólu hann sér við brjóst samdi hann slagarann What a Crazy World, sem varð feikna vinsæll í Bretlandi. Gerry Brown, leikhússtjóri við Royaltheater í East End, varð hrifinn af þessum slagara, gekk á fund Alans og bað hann að semja söngleik. Það gerði Alan, og svo er að sjá, sem allt ætli að fara eftir réttum ævintýralögum, Alan að verða ríkur og tengdaforeldr- arnir ánægðir með fjárfestinguna. Að minnsta kosti eru langar biðraðir við miðasöluna þarna hjá Royal! En það mætti vera svolítið meiri tilbreytni í nafn- giftum hjá honum. Þótt veröldin sé kannski vitlaus, er of mikið að allt heiti What a Crazy World! > SÍÐAN SÍÐAST ALLS KONAR EFNI AF LÉTTARA TAGINU Akihito krónprins í Japan gekk að eiga unga stúlku af borgaraleg- um ættum, og eiga þau hjónin einn son. Hér er fjölskyldan saman, og verður ekki annað séð en allir uni sér hið bezta. Æítli þetta sé ekki flaska full af leyniskjölum, sem þessi laglega rússneska kona er að pukrast með þarna? Ónei, þetta er ósköp venju- leg mjólkurflaska (full af mjólk), og hún dregur hana þarna út úr sjálfsala í Moskvu. Það eru víst alls staðar til sjálfsalar nema hér á íslandi. _ VIKAN 19. tbl. KRAFTAVERK 1 Þau voru tvö í bílnum. Hjón. Og óku fyrir lest. Þegar að var komið, var bíllinn kolfastur undir lestinni, og konan föst undir mælaborð- inu, svo það varð að beita logskurðartækjum til þess að ná henni. Hún hafði ekki einu sinni marblett. Maðurinn hennar var einnig fastur, svo það varð að saga sundur stýrisstöngina til að ná honum. Það var ekkert að honum heldur. KRAFTAVERK 2 Það var hálka, og ökumaðurinn gat ekki stöðvað bílinn, og rann aftan á bíl með timbur- hlassi. Trjábolirnir brutu sig í gegn um fram- rúðuna, og fóru beina leið aftur úr bílnum. í bílnum voru tveir menn. Lögregluþjónn, sem kom á staðinn, sagði: — Það er óhugsandi, að nokkur hafi lifað þetta af. En bílstjórinn og bróðir hans voru báðir lifandi — að vísu mjög meiddir á höfðum, en þeir munu ná sér. Þessi unga stúlka með hið hljómþýða nafn Timi Yuro hefur vakið á sér at- hygli fyrir söng sinn. Hún syngur ekki eins og allar hinar, sem ómögulegt er að þekkja sundur, heldur af því að hún hefur ánægju af því — að því að sagt er. Hún er ennfremur sögð hafa sérsakt lag á því að syngja væmin lög þannig að manni finnist þau vera hressilegasta morgunmúsík. SVAVAR GESTS SKRIFAR UM PLÖIUR GAMLA MYNDIN Hljómsvclt Þórarins Óskars- sonar, sem lék f Listamanna- skólanum fyrir 7—8 árum. Talið ofan frá: Höskuldur Þórhallsson, trompet og tromma (fæst ekki lengur við hljóðfæraleik), Guðni Guðnason, harmonika (nú í Breiðfirðingabúð), Þórarinn Óskarsson, trombón (leikur í Sinfóníuhljómsv.), Bragi Ein- arsson, tenór-saxófónn og klarinet (hefur aðallega leikið með JJ-kvintett undanfarið) og Árni ísleifsson, píanó (nú f Breiðfirðingabúð). NÝJAR HLJÓM- PLÖTUR isíllfÁRlivtTO iT>»j6) SUHARtRÍ (VjU) THE SHADQWS VARÐELDASÖNGVAR. Þetta er syrpa af skátasöngvum og líklega cru öll lögin sungin af skátum án þess að slíks sé getið á plötunni. Undirleikari er á plötunni skráður Pálmi Óiafsson, en hann heitir Pálmar Ólason og verður vart lengra gengið í ónákvæmni af hálfu útgefenda. Þetta er, eins og fyrr segir, syrpa af skátalögum og er ekki að efast um, að skátar láta plötu þessa ekki fram hjá sér fara, hún verður talin ómissandi þegar skátar hittast til að skemmta sér saman; það er sannköiluð varðeldastemning á plötunni. Útgefandi: HSH, Vesturveri. ÓMAR RAGNARSSON: Ó, VIGGA og KARLAGROBB. Þetta mun vera platan sem oili nokkrum deilum þegar hún kom úRt skömmu fyrir jólin, mun það vera vegna vísnanna í Karlagrobb, Ríkisút- varpið neitaði að leika þessa hlið plöt- unnar. Þó að textinn sé f sjálfu sér sak- laus þá cr þarna farið inn á brautir, sem ástæðulaust hefði verið. Ómar er það snjall gamanvísnahöfundur, að hann hefði gctað skilað þessum vísum frá sér á ann- an máta, eða sungið eitthvað annað inn á þessa hlið plötunnar, því slíkir hlutir hafa verið bannaðir í útvarpinu, og það var nokkurn veginn vitað fyrirfram að þessi hlið plötunnar yrði þar aldrei leikin. Hin hliðin, Ó Vigga, hefur nokkrum sinnum hcyrzt í útvarpinu en ekki hefur þessi plata Ómars nálgazt þær vinsældir er fyrri plötur hans lilutu. Vfsurnar um Viggu eru góðar, en ekki jafnfyndnar og hún Botnía blessunin cða Sveitaballið sællar minningar. Útsetningar Ólafs Gauks cru mjög góð- ar og undirleikur hljómsveitar hans sér- lcga vandaður, að því óglcymdu að upp- taka plötunnar er ágæt. HSH-hljómplata, sem fæst f Vesturveri og í öðrum hljómplötuverzlunum. SVERRIR GUÐJÓNSSON: VÖGGUVÍSA, HEIMÞRÁ, VÖGGUVÍSA, SONARKVEÐJA og SUMARFRÍ. Fimm lög sungin af hin- um tólf ára gamla Sverri. Undirlcik allan á plötunni annast Jan Morávek og leikur hvorki meira né minna cn á fimm hljóð- færi. Dómur skal ekki lagður á söng Svcrris, hann fer vcl með texta og syng- ur hreint, en á stöku stað heyrist ekki nógu vcl f honum vegna undirlciksins, hvort þ?.ð er vegna þess að rödd hans er ekki kröftugri eöa upptakan er mis- heppnuð skai ekki sagt, er þetta verst í millikaflanum í Sonarkvcðja. Þetta er góð plata og hlýtur að eiga eftir að hcyr- ast oft f óskalögunum næstu mánuði ef ckki ár. Enn cru það mistök plötuútgefandans sem ckki verður komizt hjá að minnast á. Á plötunni og kápunni eru lögin talin upp í annarri röð cn þau raunverulega eru, svo er liann Númi Þorbergsson allt í einu sagður Þorleifsson. Odeon-hljómplata, sem Fálkinn hefur gcfið út. ★ THE SHADOWS: THEME FROM „THE BOYS“, SWEET DREAMS, THE GIRLS og TIIE BOY'S. Fjögur lög úr kvikmynd- inni „The Boys ‘ og eru þrjú laganna samin af meðlimum þessarar kunnu hljómsveitar. Shadows eru níi orðnir vinsælir mjög liér á landi, plötur þeirra seljast allar mjög vel og er ekki að efa að þessi plata á eftir að bætast í höp metsöluplatna þeirra. Öll eru lögin skcmmtilcg og prýði- lega ieikin, þó ber lagið „The boys“ af, hcfur reyndar þegar náð mlklum vin- sældum hér á landi. Columbia-hljómpiata, scm fæst f Fálk- anum, Laugavegi 24. LES CHATS SAUVAGES: TWIST A SAINT-TROPEZ og OH BOY. Hljómsveit, sem ég hef aldrei fyrr heyrt minnzt á en líklcga er hún frönsk og svo mikiö er víst að hún stælir hinar ensku Shadows að öllu leyti. Bæði eru lögin hröð rokk- twist-lög og veit ég ekki nema fyrra lagið gæti orðið vinsælt hér á landi. Söngvari mcð þessari gítar-rokk-hljóm- sveit er skráður Dick Rivers. Fjörug plata frá HMV og fæst f Fálk- anum. Framhald á bls. 33. VIKAN 19. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.