Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 13
I-VA DRÆÐABAR IÐI 3) Mosagrænt teppi út í hvert horn. Stór spegill á fletinum þar sem snagarnir voru áður. Hvítmáluð hilla þar undir. Veggirnir ljósgráir. Snagarnir færðir innar og hinum megin. Endaliurðin í dökkgrárri lit. Hurðir fyrir fataskápnum. Falskt loft í ganginum með sérkennilegu móti. Meters breiðar viðarplötur, málaðar í sama lit og veggirnir og ca. 5 cm breið rifa á milli þeirra. Ljós fyrir ofan, sem lýsir í gegnum rifurnar. 4) Timbur í gólfinu, venjuleg ljósgul gólfborð, fura. Veggir gráir. Gafl ásamt hurð dökkblár. Kringlóttur spegill með rauðri umgjörð vinstra megin og þar undir gróft tréborð í stíl við gólfið. Sömuleiðis er stóllinn með ofinni snærissetu. Gróf tágakarfa. Flöturinn við snagana er með ljósgulu veggfóðri. Falskt loft. Plast og ljós á bak við. 5) Dökkgrátt, gróft teppi út í hvert horn. Mahognyborð, stóll með leðuráklæði, tágakarfa. Enginn spegill en tvær myndir. Mjög ljósir veggir og rifflað plast í loftinu, sem hvílir á grönnum trérömmum. Ljós fyrir ofan. 6) Dökkgrár, grófur dregill á gólfinu, formbeygður stóll, ljósbrúnir veggir. Stein- grátt veggfóður á fletinum við snagana, gaflinn dökkgrænn. Stór spegill á fata- skápahurðunum. Rammi utan með og ofanvert við dyrnar úr sex tommu borði, máluðu í sama lit og veggirnir. Flúrósentljós á bak við rammann, yfir hverj- um dyrum. 7) Parketólf, ljósgult. Hvítir veggir, spegill öðru megin, mynd á móti. Innskots- borð úr dökkum viði og með koparfótum. Rennihurð fyrir fataskápnum. Ljósum raðað utanmeð, ofanvert við dyrnar, en málað dökkgrátt niður að þeim. 8) Ofur venjulegur gangur, langur og mjór með dyrum á báða vegu. Dimmur og ömurlegur, enda ekkert íyrir hann gert. Þannig er það því miður oft. gripið til þeirrar lausnar, en hún er ekki vinsæl. Algengast er að hafa svefnher- bergin og baðherbergið sér og hafa þar eins stuttan gang og hægt er að komast af með. En venjulega verður hann dimmur og óvistlegur. Samt er margt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að þurfa að vera sífellt að afsaka þetta vandræðabarn. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru ótal mögu- leikar til þess að gera ganginn þó nokkuð athyglisverðan hluta hússins. Jafnvel þannig, að húsmóðirin geti bent á hann með nokkru stolti og sagt: Þetta er hægt, ef vel er reynt. En það er oft erfiðast af öllu að Iáta sér detta hlutina í hug. Sjálf fram- kvæmdin er ekki neitt á móti því. Þátturinn Hús og húsbúnaður vill leggja þeim lið, sem vilja draga öskubusku úr stónni og pússa hana upp. Hér verður sagt frá nokkrum lausnum á vandamálum gangsins í máli og myndum. VIKAN 19. tbl. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.