Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 22
ÞAO VAR
HIN MESTA
HÆTTUFÖR
Eldey er innan fuglafræSinnar þekktust af því, aS á sjóflánni, eSa á
neðsta bekk austan á eynni, sáust síðustu geirfuglarnir við egg. Við
eigum Englendingunum Alfred Newton og John Walley þaS að þakka,
að nákvæm frásögn hefur geymzt um ferS þeirra, sem sáu síðustu geir-
fuglana á lifi og aflífuðu þá.
Það var að kvöldlagi i byrjun júnimánaðar 1844, að Hafnamenn ýttu
úr vör áttæringi og ætluðu til Eldeyjar. Formaður á bátnum var Vil-
hjálmur Hákonarson i Kirkjuvogi, en skipverjar voru alls 14. Það
var ekki fyrr en undir morgun næsta dags að þeir komu undir Eldey.
Brimsúgur var nokkur viS eyna, en þrír menn komust þó klakklaust
upp á hina klauflaga sjóflá, sem skagar út úr Eldey. Þessir þrír menn
voru: Jón Brandsson, Sigurður ísleifsson og Ketill Ketilsson. Fjórði
maðurinn, sem átti einnig aS fara í land, þorSi ekki aS stökkva upp á
flána, þegar á átti aS herSa. Mennirnir þrir héldu nú upp berghallann
frá sjóflánni, og er þeir voru komnir uppundir klettana, svo þeir
hafa séð eftir Neðsta-Bringnum, þá komu þeir auga á tvo geirfugla
innan um svartfuglabreiðuna og lögðu þegar til atlögu við þá, en þeir
tók á rás á undan þeim fram með klettunum.
Að sið svartfugla báru þeir höfuðiS hátt og héldu hinum litlu
vængjum dálítið frá sér, þar sem þeir reyndu að kjaga eSa hlaupa viS
fót undan ránsmönnunum. Mennirnir urSu þó aS hafa sig alla viS til
að draga fuglana uppi.
Jóni tókst brátt að króa annan fuglinn af og ná honum, þegar hann
var aS þvi kominn aS steypa sér fram af blábrúninni en þar fyrir neSan
voru nokkrir metrar niður í sjó.
Ketill sneri frá, er hann sá aS Sigurði hafði tekizt að handsama fugl-
inn, og gekk uppeftir Bringnum að þeim stað, er þeir urðu fyrst varir
við fuglana. Þar sá hann egg liggja á beru berginu, en geirfuglinn verpti
á bert bergið, eins og svartfugla er siSur. Ketill þekkti þegar af stærS-
inni aS hér var um geirfuglsegg aS ræSa, og tók það upp. Hann sá aS
þaS var brotiS og lagSi það niður aftur á sama stað.
Er þeir félagar höfðu handsamað báða fuglana, sneru þeir þegar aft-
ur norður af Bringnum, niður hallann og ofan á sjóflána, til þess að
komast út í bátinn, því að brimið fór vaxandi. Á þessari leið munu
þeir, sem handsömuðu fuglana, hafa ,íinúiS" hina siSustu tvo geir-
fugla „úr", því aS þeir köstuðu fuglunum dauSum út í bátinn, áður en
þeir fóru sjálfir um borS.
VeSur fór versnandi og varð aS kasta bandi til Jóns Brandssonar
og draga hann í gegnum brimið út í bátinn. Gekk þó allt aS óskum
og þeir náSu heilir heim i vör i Höfnum.
Næsta dag lagSi Vilhjálmur af stað til Reykjavíkur meS fuglana og
ætlunin var að heimsækja Karl Siemsen, þvi aS leiðangurinn var
gerSur aS fyrirlagi hans, en Siemsen var kaupmaSur í Reykjavík. En
einhverra hluta vegna dvaldist Vilhjálmi i HafnarfirSi, þar sem hann
hitti Christian Hansen, er keypti af honum fuglana fyrir 80 ríkisbanka-
dali. Hansen þessi lét siSan Möller, apótekara í Reykjavík, fá fuglana.
Hann lét hamfletta þá, en setti skrokkana i vínanda. Þessir tveir skrokk-
ar af síðustu geirfuglunum eru nú varðveittir i DýrafræSisafninu i
Kaupmannahöfn. Hins vegar er ekki vitað hvað af hömunum varð.
Veturinn 1893—94 voru í Vestmannaeyjum þrír ungir menn, sem í
þvi byggSarlagi þar sem fuglatekja var annar aðalatvinnuvegurinn,
töldust i hópi fremstu fjallamanna.
Hjalti Jónsson var þeirra elztur, á 25. aldursári, fæddur aS Fossi
í Mýrdal. Hinir voru nánir vinir hans, synir Gísla Stefánssonar
kaupmanns í Jónshúsi i Eyjum. Ágúst um tvítugt og Stefán á átjánda
ári.
Hjalti hafði voriS 1893 sýnt hina frábæru brattgengni sína meS
þvi aS klifra upp á Háadrang austur af Dyrhólaey. Hjalti Var slíkur
köttur viS lausagöngu í klettum, að undrun vekur hjá hverjum þeim,
sem virðir fyrir sér bjargveggi, sem hann hefur klifrað, eins og
t. d. upp úr Jónsskoru á Stórhöfða — en Hjalti var klaufi i bandi:
„Hann var dáuður eins og poki, þegar hann var kominn í band,"
sagSi Stefán eitt sinn viS mig, „en að klifra laus — i því stóS hon-
um enginn jafnfætis."
Stefán var um þetta leyti, þótt aSeins væri á 18. aldursári, einn
hinn ágaetasti sigmaSur og mjög fær um aS ganga laus í bjargi eins
og sjá má af ferð þeirra Hjalta og Stefáns sumariS 1893 um Háu-
bæli i ElliSaey. Sömu leiS munu engir aSrir hafa fariS fyrr né
siSar
Hjalti telur i bók sinni „Saga Eldeyjar-Hjalta" Ágúst hafa boriS
af flestum mönnum öðrum um færleik í björgum.
Af samtíSarmönnum voru þessir þremenningar taldir vart þekkja
til hræðslu, þrekmiklir, kattliSugir, stilltir vel og aðgætnir, þegar
þess þurfti meS, þótt þeir hafi stundum gengiS fram af þeim eldri
meS ofdirfsku sinni viS sjósókn og fjallaferðir.
Þeir höfSu 1893 reynt sig við flestar ofanferSir eða uppgöngur í
björg Vestmannaeyja og Hjalti viS Háadrang — og því var þeim
veturinn 1893—94 oft tíðrætt um Eldey, sem talin var ókleif.
Var ekki Eldey þeim verðugt verkefni?
Hver veit nema þar fyndist enn geirfugl?
Mundi ekki vera unnt að afla þar súluunga þúsundum saman, sem
selja mætti á 30—-40 aura stykkið, og bæta þannig tekjur sínar eftir
mjög rýrar vertíSir áranna uppúr 1890?
Þessir piltar voru ekki vanir þvi aS láta sitja viS orSin tóm.
Enginn þeirra hafSi séS Eldey, en heyrt aS hún væri úr móbergi.
Þeir urSu aS búa sig undir hiS versta og tóku þeir til við að æfa
sig í svokölluðum Skiphellum vestan við kaupstaðinn í Vestmanna-
eyjum. Þar eru alls konar gerðir af syllum og bekkjum — og bergið
slútandi fram yfir síg.
Þeir félagar skrifuðu nú hreppsnefnd Hafnarhrepps og gerSu henni
tilboS um þátttöku í kostnaSi og arSi við Eldeyjarför. Svarið var
neitandi. Friðrik, bróðir þeirra Gislasona, var þá við ljósmynda-
störf hjá Sigfúsi Eymundssyni. Þeir Friðrik og Sigfús tóku að sér
22
— VIKAN 19. tbl.