Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 25
Hún sleppti tjaldinu og sá nú, að það var slitið á blettinum, sem hún hafði snert. Einhver hafði áður lagt í vana sinn að standa þarna •og horfa út. Glitrofnu rósirnar og nellikurnar sáust varla fyrir sliti. Hún hörfaði aftur á bak með óskilj- anlegum hryllingi og allt í einu stóð hún fyrir framan miðgluggann. Hún leit á múrverkið, sem huldi útsýnið, og óstjórnleg geðshræring greip hana. Hún heyrði rödd Angusar, æsta og viðvarandi: „Gættu þín, Judith húsfreyja, gættu þín!“ Og minningarnar skoluðust yfir hana eins og flóðbylgja. Þær virt- ust stafa frá miðglugganum, og þeim fylgdi beisk sorg og örvilnun. Hún hopaði á hæli og rak upp angistar- óp. Angus hljóp til og greip um handlegginn á henni, líkt og hann hefði verið að búast’við þessu. „Judith húsfreyja! Judith hús- frevja!" sagði hann í huggunar- rómi. Hún ríghélt sér í hann með annarri hendi, en rétti föður sínum hina. Henni fannst þessir tveir menn lyfta henni upp úr söltum sjó hryllings og ógæfu, er beið þess að drekkja henni. Rödd móður hennar barst henni úr órafjarska, skræk af áhyggjum: „Hvað gengur eiginlega að þér, barn?“ Judy hjúfraði sig að föður sín- um. „Það var miðglugginn! Mér leið svo hræðilega, þegar ég sá hann.“ Hún leit upp spyrjandi. „Hvers vegna létu þau múra upp 1 hann?“ Sir James horfði undrandi á hana og klappaði henni á öxlina. „Hvern- ig ætti ég að vita það?“ Hún sneri sér að Angusi. Hún varð að fá að vita svarið, ekkert annað í heiminum skipti máli. „Angus, hvers vegna létu þau múra upp í gluggann?“ Augu þeirra mættust. Hún fann, að hann vissi það, en vildi ekkert segja. Hann hristi höfuðið og muldr- aði eitthvað, síðan sneri hann sér við og haltraði út úr stofunni. Judy settist í sófann milli foreldra sinna. Flóðbylgjan hræðilega var horfin, og hún var aftur orðin eins og hún átti að sér. „Kjáni get ég verið! Ég veit ekki, hvað kom yfir mig. Allt í einu varð allt svo skrít- ið ... Miðglugginn hefur undarleg áhrif á mig.“ Lady Cameron hafði skýringuna á reiðum höndum. „Það var hádegis- verðurinn, sem þú borðaðir á hótel- inu. Við hverju geturðu búizt, þeg- ar þú hámar í þig ís á eftir hum- arnum og drekkur svo sterkt, svart kaffi ofan á allt saman? ... Heyrðu annars, heldurðu, að karlgarmurinn ætli að gefa okkur te? Og hvað er Charles að gera allan þennan tíma? Varla er hann hálftíma að koma bílnum fyrir.“ Framhald á bls. 35. ÞAÐ SEM ÁÐTJR ER KOMIÐ: Judy er ðóttir sir James Cameron og konu hans, en þau eru af skozkum ættum. Átta ára að aldri kynntist Judy Charles, núverandi unn- usta sínum, og nú ætluðu þau ásamt foreldrum hennar til sumardvalar í Bornemouth. En á gönguferð rakst hún á málverk í búðarglugga, sem hafði mikil áhrif á hana. Það var mynd af þrískiptum glugga, og ólga og áhrifamáttur miðgluggans kom henni til að skipta um skoðun: Þau skyldu fara til Skotlands í sumarfríinu. Foreldrar hennar tóku gamalt hús á afskekktum stað í Hálöndum á leigu. Judy hefur aldrei komið þangað áður, en á leiðinni þarf hún ekki kort til þess að rata, og undarleg tilfinning gagntekur hana. Loks sjá þau grátt og úfið vatn, og Judy hrópar: — Þama er það! VI K A N 19. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.