Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 35
MIÐGLUGGINN. Framhald af bls. 25. „Charles?" endurtók Judy. „Hvaða Charles?“ Foreldrar hennar störðu á hana. „Judy!“ „Æjá . . . Charles." Hún hló ó- styrk og nuddaði saman höndunum. Það var eins og Charles væri horf- inn henni. Hún hafði verið búin að steingleyma honum. Þau heyrðu fótatak fyrir utan, og hurðin fyrir aftan sófann opnað- ist. „Loksins fær maður te,“ sagði Lady Cameron og teygði höndina út eftir litlu borði. „Setjið það hérna, Angus.“ „Það er ekki te,“ sagði Judy án þess að s<núa sér við. „Það er Ian Macdonald.“ Hún talaði ofurlágt. Allur óróinn og kvíðinn var horfinn, og friður hafði færzt yfir hana. Hún stóð upp og gekk til hans með útréttar hend- ur. „Góðan daginn,“ sagði hann. „Mér þykir ..." Hann þagnaði snöggt og leit bros- andi á hana. Hún tók fast í hönd hans og brosti á móti. Þau voru eins og tveir gamlir vinir, sem hittast aftur eftir langan aðskilnað, himinglaðir en þó rólegir, því að vinátta þeirra stendur á svo gömlum merg, að hún þarfnast engra skýringa eða tilfinn ingasemi. Judy vissi strax, hvernig hann leit út, en hún starði á hann, líkt og hún væri að fullvissa sig um, að ástvinurinn hefði ekki breytzt, ekki eins og hún væri að virða fyrir sér bláókunnugan mann. Hann var hávaxinn og sterklegur, en jafnframt fíngerður; sólbrúnn og útitekinn. Dökk augun voru mild og svolítið feimnisleg, augu dreym- andans, en munnurinn fastmótaður og hakan festuleg. Tweedjakkinn hans og pilsið voru blaut og slitin, stígvélin forug og hár hans úfið. Lady Cameron leizt engan veginn á hann. „Mætti ég spyrja, hver maðurinn er?“ spurði hún kuldalega. Rödd hennar rauf hið einkenni- lega samband milli Judy og hans. Hann sleppti hönd ungu stúlkunnar og gekk til Lady Cameron. ' „Afsakið, Lady Cameron. Ég er Ian Macdonald, eigandi þessa húss, sem þér hafið tekið á leigu. Ég leit bara inn til að sjá, hvort ég gæti nokkuð gert fyrir ykkur.“ Hann sneri sér að Sir James. „Komið þér sælir, herra.“ Sir James geðjaðist vel að hon- um. Hann var sérkennilegur maður, en átti vel við umhverfið. Og Sir James vildi, að fólk ætti við um- hverfið. Lady Cameron fannst það engin meðmæli í þessu tilfelli — hún hataði umhverfið. „Svo að þér eruð hér enn?“ sagði hún með illa dulinni gremju. Ian brosti. „Ég veit, að það er óviðeigandi að setjast að við þrösk- uldinn hjá leigjendum sínum, en ég hef ekki efni á að fara burt. Ég bý í þorpskránni. En þér þurfið engar áhyggjur að hafa, ég skal ekki “Lux-sápan gerir hörund mitt svo óviójafnanlega hreint”, segir Jane Fonda. “Eg hefi notað Lux-sápu í fjölda mörg ár”. Fegurstu konur heims nota hina hreinu, mjúku Lux-sápu,-—Konur eins og hin dáða Hollywood stjarna, Jane Fonda. “Það er ekki til betra fegrunarmeðal í heimi, en Lux-sápa”, segir Jane. “Eg hefi notað Lux-sápu f fjölda mörg ár”. Með því að nota Lux-sápu daglega, verðið þér þátttakandi í fegrunarleynd- armáli Jane Fonda. Lux sápan gefur yður kvikmyndastjörnu útlit, heilbrigða, heillandi fegurð, sem vekur eftirtekt hvarvetna. Notið ávalt uppáhaldssápu kvikmyndastjarnanna, LUX-SAPUNA. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota LUX-handsápu X-LTS M0/IC-S44I ónáða ykkur neitt. Ég er viss um, að þið eruð fullkomnir leigjendur.“ „Þetta er fullkomið hús,“ sagði Judy dreymandi. Hann sneri sér aftur að henni, glaður en hissa. „Mér þykir vænt um, að þú kannt vel við þig hér. En hvernig vissirðu, hvað ég hét, áður en ég sagði til mín? Höfum við hitzt áður?“ „Það held ég ekki,“ sagði Judy, en þagnaði skyndilega, því að vængjaða veran innra með henni virtist hlæja dátt. Lady Cameron reyndi að auðsýna gestrisni. „Jæja, fáið yður sæti, hr. Macdonald. Það var fallegt af yður að koma. Ég vona, að þessi Angus yðar sé farinn að búa til te.“ Ian roðnaði eilítið. „Þakka yður fyrir, en ég held ekki ... ég ætti ekki að vera hér lengur ... ég er fluttur.“ Sir James kom með stól. Honum geðjaðist æ betur að þessum unga manni. „Gerið það fyrir okkur að fara ekki strax,“ sagði hann. „Okk- ur langar að tala við yður. Má ekki bjóða yður sígarettu?" Þau settust öll niður, og von bráðar var öll þvingun horfin. „Við erum öll stórhrifin af Kinmohr,“ sagði Sir James. „Eink- um þó Judy.“ „Þessi stofa talar,“ mælti Judy. Ian leit aftur undrandi á hana. „Já. Það hefur mér alltaf fundizt.“ Angus kom höktandi inn með bakka, sem á var fat með þykku smurðu brauði ásamt bollum og diskum af ýmsu tagi. Lady Cameron fitjaði upp á nefið. „Hvers konar testell er þetta nú? Er ekkert skárra til?“ Ian varð vandræðalegur, en sagði ekkert. Angus hnussaði. „Vill frúin kannski drekka úr gulli og silfri?“ sagði hann með fyrirlitningu. „Te er te, úr hverju sem það er drukkið. Hver maður með snefil af skynsemi ætti að sjá það.“ „Angus!“ sagði Ian aðvarandi. „Svei attan!“ fussaði Angus og fór út. „Þetta er maður að mínu skapi,“ sagði Judy, en veran innra með henni hló. Það var lítilfjörleg lýs- ing á tilfinningum hennar í garð Angusar! Ian leit þakklátur á hana. „Já, hann er fágætt fyrirbæri. Ég veit ekki, hvaðan hann kom upphaflega, og hann virðist jafnvel ekki vita það sjálfur, en hann hefur verið hér, frá því að ég man fyrst eftir mér.“ „Þér hafið búið hér tvö ár?“ sagði Sir James. „Já, ég erfði landareignina eftir föðurbróður minn. Auðvitað hef ég komið hingað öðru hverju, frá því VIKAN 19. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.