Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 37
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. ■ • , ' . .v- w '■•■ s •vv&s ,.i. o•'•.. .......... ; : •."w x : Forsíðumyndin er óvenju skemmti- leg að þessu sinni. Er ykkur ljóst, hvernig hún er gerð? KLTPP- MyNDTR Þetta er klippmynd, en í þær er hægt að nota alls konar tuskuaf- ganga og af þeim eru venjulega næg- ar birgðir í tuskupokanum. Og ekki spillir það, ef nokkrir skinn- eða filtbútar eru innan um. Forsíðumyndin er gerð úr filti, tuskum, ullargarni o. fl. Sumir hlut- ar myndarinnar eru lausir við grunninn á stöku stað, þess vegna koma fram skuggar, sem gera myndina svo lifandi og skemmtilega. En slika mynd gera ekki aðrir en þeir, sem nokkra æfingu hafa. Ef ykkur langar að reyna, þá byrjið á viðráðanlegu verkefni, t. d. Óla lokbrá, en hún er gerð úr filti. Takið eftir litlu myndinni, en þar sýna slitróttu línurnar hvernig sumir hlutar myndarinnar, límast undir aðra, svo sem fætur, hendur, húfa og sólhlífin hans Óla. Og svo er hér urmull af smá- myndum, en eftir þeim getið þið klippt, úr mislitum tuskum, límt þær á strigaefni og gert þannig stærri mynd — með svipaðri að- ferð og forsíðumyndin. Ongur bdtasmitur Ungi pilturinn í hraðbátnum, er norskur og heitir Erik Haugi. Hann er eigandi bátsins og byggði hann einn síns liðs og algerlega hjálpar- laust. Þegar Erik var 14 ára, fann hann litla báta- teikningu í erlendu blaði. Það þurfti auðvitað að stækka hana, svo auðveldara yrði að vinna eftir henni — og það gerði hann. Dögum saman lá hann á stofugólfinu og teiknaði og teiknaði, bæði bönd og annað í fullri stærð. Síðan hófst hann handa og eftir tvö ár fór Erik í fyrstu reynsluferðina, 16 ára gamall. Sérfræðingar í skipasmíðum segja: Öll vinna við teikningar og smíði bátsins er fyrsta flokks og vandfund- inn annar bátur, af svipaðri stærð, jafn vand- aður, í smáu sem stóru. „O, — þetta er svo sem enginn vandi,“ segir Erik, „bara að byrja og hætta ekki við, fyrr en markinu er náð.“ Nágrannar Eriks eru hreyknir af honum — og þeir hafa sannarlega ástæðu til þess. * KAFBÁTUR, SÉM GETUR KAFAÐ Þú hefur vafalaust byrjað á því að lesa um afrek Eiríks, sem smíðaði hraðbátinn, sem ljósmyndin er af, en slíkt er ekki á allra færi. Ef þú hefur aldrei smíðað bát, byrjaðu þá á kafbátnum, eftir teikningunni hérna. Aflvélin er sterk teygja, t. d. úr hjólhestaslöngu. Á báðum hliðum bátsins eru stýri, úr blikki, stillanleg og staðsett neðan við sjólínu, svo hann fer strax í kaf, þegar undið hefur verið upp á teygjuna og honum sleppt. Báturinn er úr þunnri fjöl, 25 cm langur og 5—6 cm breiður. Á 1. mynd, sérðu bátinn á hvolfi og hvernig öxullegunni (með tveim götum á) er komið fyrir. Öxullinn (H) er með krók á öðrum enda, þegar honum er stungið í gegnum leguna, en þá er perlu, eða tveim skinnum smeygt upp á öxulinn, til að draga úr mótstöðu þegar öxullinn snýst. Öxulendanum er svo stungið í gegnum gatið á spaðanum, en hann er gerður úr blikki, sjá 2. mynd. Teiknið' fyrst Framhald á bls. 36 LEIKREGLUR í KEILUSPILI. í 14. tölublaði Vikuklúbbsins, birtum við teikningu af keilubraut, en ótal gerðir keiluspila eru í not- kun og flest teiknuð og smíðuð af unglingum, eða við þeirra hæfi, en algildar leikreglur, hvergi að finna. Við höfum fundið í erlendu blaði, leikreglur, sem nota mætti, eða styðjast við og eru vinningar reiknaðir í stigum: 1 3 6 10 15 21 28 36 45 stig fyrir 1 — — 2 — — 6 — — 7 — — 8 — — 9 fallna keilu fallnar, — og 100 stig fyrir að skjóta niður allar keilurnar, 10. Til frádráttar reiknast 5 stig, í hvert sinn, sem kúla kemur við hliðarfjalir, á leiðinni. Nöfn leikmanna eru skrifuð á blað og tveir dálkar neðan við hvert nafn. Vinningsstig verða í fremri dálki, en frádráttarstig í þeim aftari. Hver leikmaður má leika 5 sinnum í röð, eða jafnoft, ef leikmenn leika til skiptis. Stig eru skrásett eftir hvern leik. Að lokinni keppni, eru vinn- ingsstig lögð saman og síðan frá- dráttarstig og þau dregin frá. VIKAN 19. tbl. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.