Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 48
LÍTILL, EN RÚMGÓÐUR RÖSKUR OG RAMMBYGGÐUR LEIKANDI LIPUR, STÖÐUGUR BER 5 MENN OG FARANGUR ÞÆGILEGUR OG BJARTUR SPARNEYTINN OG VANDAÐUR ÓSKABÍLL FJÖLSKYLDUNNAR KOMIÐ, O G SKOÐIÐ PRINZINN Yerð kr. 119.700.- SÖLUUMBOÐ Á AKUREYRI: LÚÐVÍK JÓNSSON & CO. andartak. „Við vitum það ekki enn,“ sagði hann. „Hún er enn í höndum læknanna ... en bróðir, hvernig getið þið ætlazt til þess af mér eins og á stendur? Hún er dóttir min. Bróðir Jake ... þér er óþarft aði hvetja mig ... Jú, bróðir Jake, ég veit að ég vann eiðinn, en hún er hold af minu holdi og blóð af mínu blóði ... Er ekki nein leið að fresta þessu?“ Nei, það leit úr fyrir að um seinan væri að reyna að fresta því nú. Ekki nokkur leið að ná sam- bandi við hina bræðurna. Þeir voru allir lagðir af stað. Hugðist bróðir Clete standa við eið sinn? Hann lagði talnemann á og gekk fram á myrkan ganginn. Iíann gekk fram hjá dyrunum á lækningastof- unni og sá skugga á hreyfingu þar fyrir innan skýjað glerið í hurðinni. A hina höndina var upplýst anddyr- ið. Hann hikaði brot úr andrá og það var sem kuldaskjálfti færi um hann. Hann varp þungt öndinni og gekk fram í anddyrið. Fógetinn var farinn leiðar sinnar. Nágrannarnir stóðu i hóp úti í horni. Clete kyngdi munnvatninu og gekk þangað, sem Aggie stóð og horfði spyrjandi á hann. „Aggie,“ sagði hann. „Ég verð að bregða mér frá. Ég kemst elcki hjá því. Það tekur mig ekki langan tíma. Ég kem aftur eftir dálitla stund.“ Hann beið þess að hún segði eitt- hvað, en hún starði einungis á liann. „Ég get hvort eð ekki orðið að neinu liði, þó að ég bíði hérna,“ sagði hann enn. Hún gerði aðeins að stara á hann. Það lá við sjálft að traustið, auðmýktin og sorgin í þreytulegum andlitssvip hennar bæri hann ofurliði. „Ég veit að þú hregzt aldrei skyldu þinni, Clete,“ sagði hún hvisllágt. Hann liraðaði sér út. Hitinn lagð- ist i fang honum af ótrúlegum þunga. Hann snaráðist inn í bílinn. Nokkrum minútum síðar stóð hann í myrkrinu undir kyrkings- legum trjám, ásamt fimm sex öðr- um mönnum, og stjörnurnar blik- uðu yfir höfði þeim. „Bræður,“ sagði bróðir Jake, þegar þeir söfnuðust þéttar saman i myrkri skógarins og næturinnar. „Bræður, ég vil gera yður öllum kunnugt hvílíka fórn vor góði bróðir, Clete, hefur fært. Það er ekki full klukkustund síðan að litla telpan hans varð undir bfl. Hún liggur i sjúkrahúsi og líf henn- ar er í hættu.“ Það kom grátkökkur i háls Clete, og honum fannst sem hann mundi kæfa sig. Hann lagði fingurgómana fast að kverkum sér; ef hann byrgði niðri i sér grátinn, færi ekki hjá því að hann kafnaði. Það var eins og öll hans sorg stæði i kverkum hans. Einhvern veginn tókst honum að kyngja henni. Rödd bróður Jake rauf enn kvöldkyrrðina. „Engu að síður kom hann þegar skyldan kall- aði hann, bræður; hann hlýddi kalli skyldunnar gagnvart litlu telpunni sinni með ljósgullnu lokkana, gagn- vart telpum okkar allra, kalli þeirr- ar skyldu að vernda þær frá örlög- um, sem sannarlega eru sárari og þungbærari en sjálfur dauðinn." Clete leit undan. í þetta skipti tókst honum ekki að bæla niður grátinn. Einn af bræðrunum lagði höndina á öxl honum. „Við skulum biðja fyrir þér, bróð- ir CIete,“ mælti bróðir Jake. „Við skulum biðja fyrir fallegu telpunni junni. Við biðjum þig, guð. Drott- inn guð,“ hóf hann bænina heitri röddu og spennti greiparnar. Clete fann tár renna niður vanga sér og þegar hann leit upp, sá hann stjörn- urnar skina til sín gegnum tárin. „Amen,“ sagði bróðir Jake, dálítið snubbótt, eins og hann yrði allt í einu að hafa hraðann á. „Jæja, bræður,“ mælti hann, „þið vitið all- ir hvað við eigum fyrir höndum. Og eitt verðið þið umfram allt að muna — að nefna hver annan ekki nafni eftir að við komum á stað- inn.“ Þeir hröðuðu sér inn i bilana, komu til baka að vörmu spori, og Clete klæddist skósfðum hvftum hjúpi, eins og þeir hinir og setti hvítan strúthött á höfúð sér, sem féll eins og gríma fyrir andlit hon- um. Þeir athuguðu hvers annars búnað eins náið og auðið var i myrkrinu og lítil, kringlótt götin, sem gerð voru á grímuna fyrir aug- unum, gerðu þá alla vofulegri. „Af stað þá, bræður,“ hauð bróðir Jake. Enn settust þeir inn í bila sína og óku af stað i gegnum skóginn og eftir sendinni götu, unz þeir námu staðar úti fyrir kofa einum og gengu út. Fölva skímu lagði út uin glugga. Bræðurnir hvísluðust á, stóðu þétt saman, eins og til þess að halda á sér hita. Siðan tóku þeir bræðurn- ir, Jake og Clete forystuna og hrundu hurð frá stöfum. Þeir gengu inn. Þar sat kona við borð, laut eilítið fram, gersamlega hreyfingar- laus. Starði á þá. Munnur hennar stóð dálítið opinn, en hún rak ekki upp hljóð. Augu hennar voru föl- grá. Hún veitti þeim ekki mótspyrnu að ráði, dálitla þó, ef til vill einungis til málamynda. Hún var þvi ekki óvön að karlmenn færu harkalega að henni. Kannski hafði hún átt von á heimsókn, kannski hafði hún búizt við gestum í hvítum kuflum með hvítar strúthettur. Bræðurnir tveir leiddu hana á milli sfn þangað sem bílarnir stóðu. Berir fætur hennar drógust eftir sandinum. Hún var mögur, fáklædd og óhrein. „Bróðir, þú segir henni hvað er um að ræða,‘ mælti bróðir Jake og sneri sér að bróður Clete. Konan gerði tilraun til að hörfa aftur á bak, þegar Cléte tók sér stöðu frammi fyrir henni. En bróð- ir Jake og einhver annar þeirra bræðra héldu örmum hennar eins og í skrúfstykki og lyftu henni svo, að hún gat rétt tyllt tánum niður i sandinn. „Clemmy Suggs,“ tók bróðir Clete til máls. „Þú ert vesöl og spillt skepna, Jezebel, skækja, skömm og smán allra kvenna. Þú hefur velt þér upp úr soranum og saurnum og teygað að þér dreggjar eitursins af 48 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.