Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 6
Að ofan: Teiknistofa Húsnæðismálastofnunarinnar. Frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, iðnfræðingur og Ingi Axeisson, iðnfræðinemi. Til vinstri: Kristín Viggósdóttir, sem annast almenna afgreiðslu og vélritun. Að neðan til vinstri: Guðjón Benediktsson, sem annast eftirlits- og skrifstofustörf. Hér að neðan: Halldór Halldórsson, arkitekt, fram- kvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunarinnar. g — VIKAN 20. tbl. Herra Jón Jónsson giftir sig og eignast fjölskyldu. Fyrst í stað þykist hann hafa himin höndum tekið, þegar hann fær inni í dágóðri stofu með aðgangi að eldhúsi. En þegar hveiti- brauðsdagarnir eru liðnir, þá sjá þau það, Jón og konan hans, að slíkt dugar ekki til langframa, svo þau fara á stúfana. Eftir mikil heilabrot komast þau að þeirri niðurstöðu, að vænlegast verði að reyna að byggja. En þar sem Jón Jónsson hefur ver- aldarauð ekki meiri en í meðallagi, þá sér hann, að hann má ekki byrja of stórt. Tveggja herbergja íbúð væri æskilegust. Hann kemst að raun um, að það eru allmargar tveggja her- bergja íbúðir á markaðnum, en þær eru of dýrar svo það endar með því, að Jón Jónsson skráir sig í byggingarflokk og fær tveggja herbergja íbúð í blokk. Hann vinnur eins og berserkur, slær efnaða kunningja og ættingja um smálán og gerir íbúðina fokhelda á einhvern óskiljanlegan hátt. En þá er mikið eftir eins og allir vita. Ennþá hefur hann ekki fengið neitt fast lán, sem kallað er. Hann getur fengið lán út úr lífeyrissjóði, en fróðir menn segja Jóni, að hann megi ekki binda fyrsta veðréttinn; þá fái hann ekki Húsnæðismálastjórnarlán. Þetta finnst Jóni flókið mál í fyrstu, en áttar sig á öllum króka- leiðum; gengur í byggingasamvinnufélag og gefur út skulda- bréf með ríkisábyrgð, sem lífeyrissjóðurinn kaupir. Þá á Jón 1. veðréttinn lausan. Hann sækir um lán hjá Húsnæðismála- stofnun ríkisins og talar nokkrum sinnum við forráðamenn þar, sem taka honum af vinsemd og skilningi, en segja, að hann verði ef til vill að bíða í nokkra mánuði, því fjármagnið sé takmarkað, en margar umsóknir. Jón er vongóður, slær

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.