Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 12
EFTIR WILLIAM PRICE FOX Glæpir borga sig sjaldnast, það er óhætt að trúa því. Fyrir Esco og Earl var það að minnsta kosti ekki ábata- samur atvinnu- vegur. Eitt teningsfet af smjöri er um það bil sextíu pund á þyngd. Þeir Earl og Esco voru með tvö slík í baksætinu, bráðnandi og skvampandi í fjörutíu stiga hitanum, meðan lögreglan elti þá út Wayne Street í nýjum Fordbíl. Esco hafði sett trérimlagólf aftur í Hudsoninn frá 1940, sem hoppaði eins og héri yfir holurnar á veginum. Earl sat kengboginn í sætinu og hafði dregið skyrtuna upp fyrir andlitið, því að ef þeir sæju hann, yrði hann sendur sem snarast til Columbia, South Carolina, í fyrsta Grayhound- bíl, sem leið ætti að uppeldisheimilinu. Allt byrjaði þetta, þegar Esco Brooks drap á bílnum í Lincoln Street og lét hann renna að búðinni á horninu. Hann hallaði sér fram á stýrið og stundi. — Skítin fjögur gallón. Hvern fjandann er hægt að gera með fjórum gallón- um? Skömmtunin var þá í gildi og hún var ekki nema fjögur gallón af benzíni á viku. Earl Edge tyllti hnjánum upp að mælaborðinu og dró baseballhúfuna niður fyrir augun. — Það er fyrir ofan minn skilning. Esco barði með fingrunum á stýrið og Earl sagði inn í dimma húfuna: — .Ihtum við að fara og líta á blaðið? — Við getum gert það. Þeir fóru inn og keyptu sér kók og fóru með það í aftasta básinn, þar sem þeir fóru yfir auglýsingarnar í Columbia Record. Sumarat- vinna var vandfengin, önnur en sú, sem var aumasta púl frá fjögur á morgnana til tvö á daginn, með þrjátíu dollara kaup á viku. Escos sá auglýsinguna fyrst. Það vantaði menn til að hreinsa ísvélarnar hjá Columbia-mjólkur- búinu og það var næturvinna. Þetta var auðvelt reikningsdæmi — þar sem ís var búinn til, þar hlutu að vera birgðir og þar sem birgðir voru, þar voru líka vörubílar og benzín. Þeir hringdu þangað og fóru svo úteftir. Eftir klukkutíma voru þeir ráðnir. Þetta var ágætis atvinna. Vinnutíminn var frá miðnætti til klukkan þrjú, en þeir gátu borðað eins og þá lysti, spilað á jukeboxið í matsalnum og það lá ekkert á að hreinsa vél- arnar. Þeir voru í hnéháum stígvélum, með gleraugu og asbesthanzka og unnu eins og hestar í tvo tíma — það var allt og sumt. Fyrst tóku þeir heim með sér rjómaís. Litla skammta, hálfpott, einn pott, einstaka sinnum, ef þeir fóru í partý, eitthvað meira, kannski hálft gallón. Svo fóru þeir að taka jarðarber. Frosin heil og sneidd, frá Florida og Californíu, í þykk- um sykurlegi — í hálfpottum, heilum pottum og gallóni. Líka blandaðar hnetur, sem voru mjög dýrar, kirsuber, þeyttan rjóma, súkkulaði- sýróp og heita karamellusósu. En ekkert benzín. Benzíngeymarnir voru læst- ir og þeir gátu ekki fundið lyklana. Vörubíl- arnir átta voru allir fylltir á kvöldin, svo þeir gátu ekki tappað neinu benzíni af þeim, því að 22 — VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.