Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 20
í annað sinn um daginn hefði Judy með ánægju getað myrt hann. Hún þoldi ekki návist annarra en Ians og Angusar í þessum nýja heimi; hinir virtust eins og álfar út úr hól. Charles haltraði með mæðusvip og hlammaði sér í stól. „Mér þykir leitt að valda þér ó- næði. Judy ,en ég tognaði um ökkl- ann.“ Judy barðist árangurslaust við að leyna gremju sinni. „Jæja, gerðirðu það?“ sagði hún. „Staðnum geðjast bersýnilega ekki að þér. Honum lík- ar heldur ekki við mömmu. Hún er komin með slæmt kvef. Hvernig fórstu annars að þessu? Ég vona, að þú hafir ekki verið að fikta við bílinn, því að við þurfum að nota hann á morgun." Charles nuddaði ökklann geð- vonzkulega. „Hjartalaus ertu! Ég tognaði um ökklafjandann, þegar ég var að ryðja burt öllu draslinu í bíl- skúrnum, svo að ég gæti komið bíln- um inn.“ Hann gaf Ian hornauga. „Heyrðu, maður minn, ef þú ert garðyrkjumaður hér eða hefur um- sjón með húsinu, hvernig stendur þá á því, að þú skyldir ekki taka til í bílskúrnum?" Judy bældi niður í sér hláturinn og benti á Ian með glæsilegri hand- sveiflu. „Má ég kynna hr. Ian Mac- donald, lávarðinn af Kinmohr — og Anderson höfuðsmann, minn tilvon- andi.“ Charles roðnaði upp í hársrætur. „Hjálpi mér hamingjan, ég bið inni- lega afsökunar. Mér datt þetta ekki í hug. Bölvaður asni get ég verið.“ Hann leit vandræðalega á þennan hávaxna, þögla Skota, sem stóð þarna og einblíndi á Judy. Það var eins og honum sjálfum væri ofaukið í stofunni; hann var særður og reið- ur, en fann, að hann varð að fara. Hann hneigði sig kuldalega fyrir Ian og strunsaði út. Judy horfði iðrandi á eftir hon- um. „Aumingja Charles!“ muldraði hún. „Hvað ég get verið geðvond!" „Já,“ svaraði Ian. Hún leit á hann og sá, að augu mmm FRAMH ALDSSAGAN 3. HLUTI eftir Elizabet Goudge hans glömpuðu af hlátri. Hún hafði það á tilfinningunni, að hann þekkti alla hennar galla, að hann vissi vel, hvað hún gat orðið uppstökk og ergileg, hvað hún var þrjózk og stíf og einþykk ... og að hann þekkti líka ýmsa yndislega kosti í fari hennar, kosti, sem hún þekkti ekki sjálf ... Þetta var allt svo dularfullt og óskiljanlegt. Hún gekk aftur að glugganum, og Ian elti hana. Aftur umkringdi friðurinn þau, en jafn- framt var loftið þrungið eftirvænt- ingu. „Þú verður að fyrirgefa Charles og mömmu,“ sagði Judy, „að þau hafa ekki skilning á dásemdum þessa staðar. Þeim finnst ekki eins og mér, að þau eigi hér heima.“ „Það gleður mig, að þér finnst þú eiga heima hér,“ mælti hann í lágum hljóðum. „Mér finnst ég muna eftir þessu öllu.“ Hún hikaði og fann til ótta. „Ég skil ekki, hvernig á því stend- ur.“ Hann leit hughreystandi á hana og brosti. „Hafðu engar áhyggjur. Kannski ertu það, sem kallað er „næm“. Gömul hús eru full af minn- ingum. Og hér í kyrrðinni og frið- sælli einveru er auðvelt að skynja þær.“ „Já,“ sagði Judy ofurlágt. „En hvernig stendur á, að ég man eftir þér?“ Hann þagði um stund, jafnringl- aður og hún, en reyndi að finna skýringu, er myndi fullnægja henni. „Það hafa búið hér menn af Mac- donaldsættinni öldum saman," sagði ijann. „Ef til vill hittirðu einn þeirra í forstofunni, þegar þú komst inn, og ég minni þig á hann.“ „Þú meinar draug?“ spurði Judy. „Eða við getum kallað hann berg- mál staðarins.“ Judy virti hann aftur fyrir sér, dreymandi augu hans og festulegan munninn. Þetta var augsýnilega maður, sem lét sér ekki nægja að dreyma, heldur hafði viljastyrk til að gera drauma sína að veruleika. En hvað dreymdi hann um? Henni fannst hún vita það, en samt gat hún ekki komið því fyrir sig. „Má ég spyrja þig spurningar?“ sagði hún. „Vitanlega." „Þú sagðir áðan, að þú hefðir ekki ætlað að dveljast hér um kyrrt, þeg- ar þú komst fyrst hingað, en þú hafir orðið að gera það.“ „Já.“ „Hvers vegna?“ „Af ást til staðarins ... Og — ja, mér fannst eins og einhverjir skugg- ar fortíðarinnar neyddu mig til að framkvæma visst ætlunarverk hér.“ „Hvað?“ „Að byggja Útópíu í þessum dal." Judy brá svolítið. Þetta var kyn- leg játning. Hún minntist þess, er hún ók niður í dalinn; hún hafði velt fyrir sér, hvert hún væri að fara — til Sælueyjanna — Drauma- landsins — Útópíu. Var þetta draumur eða veruleiki? „Byggja Útópíu?“ sagði hún. „En hvernig? Hvað ertu að gera hér?“ Hann leit undan, vandræðalegur og hikandi. „Það hljómar svo fárán- lega, ef ég reyni að útskýra það ... Byggja upp hreysin ... Ég vinn eins og verkamaður við það ... Sinna læknisþjónustu meðal leiguliðanna ... Koma á sættum, þegar þeir deila ... Nágrannarnir halda, að ég sé brjálaður.“ Hann leit beint í augu hennar. Vandræðasvipurinn hvarf af andliti hans, og hann talaði af ástríðufull- um sannfæringarkrafti. „Ég er að reyna að gera þennan stað fullkom- inn, og mér mun takast það, áður en ég dey.“ „En er Kinmohr ekki nokkuð af- skektur staður til að reisa hér hið fullkomna framtíðarríki?“ „Það er bezt að byggja Útópíu i einangrun. í hinum óhreina heimi nútímans saurgast allt, sem maður reynir að byggja upp, en hér í þess- um unaðsfagra dal verndar fjalla- hringurinn okkur frá illum áhrif- um.“ „Þetta er hugsjón munksins,“ sagði Judy. „Mér hefur alltaf þótt hún dálítið eigingjörn — flótti frá lífinu. „Þá hefurðu misskilið hana. Klausturhugsjón er heilbrigður kjarni í sjúkum heimi, heilbrigði, sem breiðist út. Aftur og aftur hafa mennirnir leitað á náðir einverunn- ar til að skapa fegurð og sköpunar- verk þeirra síðar valdið byltingu í löndum og heimsálfum.“ Judy var enn ósannfærð. „En ef ekkert kemst yfir fjallahringinn til að spilla draumaríkinu þínu, hvern- ig geta þá áhrif þess borizt út til umheimsins?" „Ef þú kveikir bál í skjólgóðum dal, sjá mennirnir allt í kring him- ininn uppljómaðan af logunum.” „Já,“ sagði Judy brosandi, „fyrir- gefðu, að ég er sein að skilja, en ég er vön Charles, og hann talar aldrei svona.“ Aftur náði feimnin tökum á Ian, og hann roðnaði lítið eitt. „Nei, eng- inn heilvita maður talar svona. Þeg- ar maður lifir í einveru, fær mað- ur alls kyns brjálæðislegar hug- myndir ... En það er eitthvað við þennan stað.“ Judy kinkaði kolli. „Já, það er satt — það er eitthvað við þennan stað.“ Hún fór að hlægja. „Hvílíkar samræður við fyrsta mót!“ „En mér finnst þetta ekki vera okkar fyrsta mót,“ sagði Ian. „Ekki mér heldur,“ sagði Judy glaðlega. Síðan varð hún alvarleg og leit fast á hann. „Ekki mér held- ur,“ endurtók hún hægt. Þau horfðust í augu. „Judith! Judith!“ sagði hann og vafði hana örmum. Þau ríghéldu hvort í annað, utan við sig af algleymissælu, en skyndi- lega sleppti Ian tökunum. Hún heyrði hann grípa andann á lofti, eins og hann hefði vaknað af draumi. Síðan sneri hann sér við og hvarf út úr stofunni. Hún var ekki lengur hrædd eða ringluð, þótt undarlegt mætti virð- ast, heldur himinglöð og dýrlega hamingjusöm. Hún hafði valið mið- gluggann, engil eilífðarinnar, og tíminn kom henni ekki lengur við. Aldirnar sameinuðust í einu andar- 20 — VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.