Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 24
MEÐ NÝUPP- TEKINN MÓTOR Húmor í miðri viku EFTIR SH. TEIKN.: RAGNAR LÁR. Það var verið að setja í hann nýjan mótor 6g laga handbrems- urnar, skipta um borða og bremsugúmmí og svoleiðis. Hann átti að vera fínn fyrir skoðunina. Það var farið að skoða bílana og það var komið langt fram yfir mitt lága og göfuga númer. var ekki heldur búinn að endur- nvja trvgginguna. Það var svo sem ekki mikil hætta á að ég lenti í klandri, því bíll- inn var á verkstæði og hafði verið þar síð- ustu mánuðina. Verkstæðisformaðurinn sagði alltaf það er verið að vinna í honum og þú skalt hringja í mig á föstudaginn. Ég hringdi á föstudaginn og þá sagði hann: Það er verið að vinna í honum, hringdu í mig á föstudag- inn. Það var verið að setja í hann nýuppgerðan mótor og laga handbremsurnar og hinar bremsurnar, skipta um borða og bremsu- gúmmí og svoleiðis. Hann átti að vera fínn fyrir' skoðunina. Svo fór mér að leiðast þófið. Ég labbaði einn morguninn út á verkstæði rétt fyrir klukkan átta. Klukkan varð átta, og enginn kom. Hún varð kortér yfir og þá kom annar eigandinn, sá sem engu réði. Svo tíndust hinir smám saman inn, og klukkan tuttugu mínútur fyrir níu voru allir komnir, og strákurinn sem var að vinna í mínum bíl settist upp á framstuðarann og fékk sér sígar- ettu. Þá fór ég á klósettið, með Moggann. Þegar ég kom aftur fram á verkstæðið, var þar ekki nokkur maður. Ég labbaði þá upp á kaffisjoppuna á næsta horni, og þar voru þeir allir, Þar sátum við til klukkan hálf tíu. Þá fórum við aftur niður á verkstæði, og strákurinn settist aftur upp á framstuð- arann og fékk sér aðra sígarettu. Svo fór hann að vinna. Hann lagðist á bak- ið á hjólaprammann og skaut sér inn undir bílinn, til þess að mixa púströrið. Ég fór inn á kontór til þess að tala við eigandann, sem einhverju réði. Hann sagði, að ég mætti vera ánægður. Þetta væri vandasöm viðgerð, en strákarnir ynnu eins og hestar og þetta yrði ekki dýrt. Það þótti mér gott að heyra. Svo fór hann fram og bað strákinn að skreppa inn til Egils og ná í kerti í jeppann, sem eig- andinn sem engu réði var að gera við. Ég settist á framstuðarann á bílnum mín- um og fékk mér sígarettu. Það var spl, og allir strákarnir af verkstæðinu og báðir eig- endurnir settust út í sólina sunnan undir veggnum sem var gulur upp í eins meters hæð. Ég gat ekki hugsað mér að setjast þar því lyktin var svo vond. ... settist upp á framstuðarann og íékk sér sígarettu. Svo kom strákurinn aftur með kertin og settist til þeirra út í sólina. Klukkan var að verða ellefu. Púströrið var ennþá ekki nema hálf mixað og það var eftir að setja undir hann hjólin svo hægt væri að ýta honum út til þess að draga hann af stað og vita hvort hann færi í gang. Ég fór út í sólina undir hálfgula veggnum og vondu lyktina og sagðí við eigandann sem réði að ég þyrfti að fá bílinn út fyrir helgi, af því ég væri að fara í sumarfrí. Hann stóð upp og sagði stráknum að fara að vinna. Svo sneri hann sér að manninum með bleika hárið og uppbretta nefið og brandarana á tungunni og spurði hvort hann vildi vinna eftirvinnu í kvöld, því þeir þyrftu að koma bílnum mínum út. Hann sagði já, þegar hann væri búinn að fara í bíó með hinum strákunum. Ég settist á framstuðarann á bílnum mínum og fékk mér sígarettu. Strákurinn lauk við að mixa púströrið og sagði að það væri ógurlega fínt og fór að skrúfa hjólin undir. Svo fór ég í mat. Ég kom aftur klukkan fimm og þá var búið að ýta honum út og strákarnir sátu í sólinni undir hálfgula veggnum. Eigandinn sem réði sagði það var gott að þú komst, því það þarf að láta draga bílinn þinn. Taktu þarna jeppann og dragðu. Ég gerði það og eigandinn sem einhverju réði settist undir stýri og strákur- inn upp á brettið. Bíllinn vildi ekki fara í gang. Það komu skot og hvellir, en hann fór ekki í gang. Við drógum hann oft og langt en það komu bara hvellir. Loks hættum við og eigandinn sagði það hlýtur að vera í kveikjunni, svo fóru þeir í mat. Ég fór upp i sjoppuna og fékk mér kók og prinspóló og hélt þeir kæmu aftur klukk- an átta. Ég var búinn að fá mér kók og prinspóló aftur, þegar þeir komu klukkan níu. Þá var eigandinn sem einhverju réði orðinn fullur og strákurinn hálfur. Þeir fóru og rifu sundur kveikjuna. Svo dó eigandinn sem einhverju réði, en strákurinn varð fullur og hélt áfram að rífa sundur kveikjuna. Svo kom sá með bleika hárið, hann var hálfur og sagði brandara, svo fóru þeir allir inn á kontórinn, því eigandinn var lifnaður við, og héldu áfram að drekka. Ég gekk fram og aftur um verlcstæðið og safnaði saman róm og skrúfum úr kveikjunni. Svo fór ég inn á kontórinn og þeir báðu mig að keyra þá heim á bíl stráksins með bleika hárið, en áður en þeir fóru, skrifuðu þeir hjá sér tíma til tvö. Klukkan var rúmlega eitt. Ég svaf fram að hádegi næsta dag og hringdi í þá eftir hádegið. Það var allt í lagi með kveikjuna nema tíminn var vitlaus, sagði eigandinn sem einhverju réði. Við erum að klára hann og komdu klukkan þrjú. Ég fór klukkan þrjú og við fórum í reynsluferð. 24 — VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.