Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 34
Fylgist með tízkunni Oíhopalra SÓLGLERAUGU eru Evróputízkan 1963 EINKAUMBOÐ : U. A. TULINHJS - Heildverziufl og verið talsvert rætt, hvort rétt væri, að Húsnæðismálastofnunin lánaði íbúðir í stað peninga. Að Húsnæðismálastofnunin sæi Um byggingu á sambýlishúsum til dæm- is og seldi þær við kostnaðarverði tilbúnar undir tréverk eða fullbún- ar. Það sýnist í fljótu bragði vera allgóð lausn, en hefur þó fleiri en eina hlið. Til dæmis verður það að viðurkennast, að byggingar og íbúð- ir, sem byggðar eru fyrir einhvern opinberan aðila, verða jafnan ótrú- lega dýrar, þótt allt sé þar fyrir- fram tryggt. Mér virðist bezta lausn- in sú, að stofnuð væru'stærri bygg- ingarfirmu um byggingu íbúðar- húsa og frágang, og þeir aðilar tækju verkið að sér fyrir auglýst verð og kepptu með útboðum um að ná byggingu heilla íbúðarhúsahverfa, með fyrirfram tryggðu fjármagni. — Getur Húsnæðismálastjórn gert nokkuð til þess að koma í veg fyrir okursölu, sem einkum er á fokheldum íbúðum og tilbúnum undir tréverk. — Allt of lítið. Meðan eftirspurn er eins mikil eftir íbúðum og hún er nú, þá er erfitt að ráða við það. Þá er ákveðið verð látið standa á pappírunum, að því er sagt er, en mismunurinn borgaður undir borð- ið. Með jafn fámennu starfsliði og hér er ekki gott að hafa eftirlit með slíku. Meira fé til útlána og skipu- legri heildarframkvæmdir yrðu á- reiðanlega bezta vopnið gegn um- ræddu okri. — Að lokum Eggert, þú gegnir hér nánast hlutverki skriftaföður- ins; menn koma hingað og útlista fyrir þér vandamál sín. Hvaða manngerð er harðsnúnust í lána- baráttunni? — Þetta með skriftaföðurnafnið er ekki mitt að dæma. Þeir sem harðastir eru — Ja; — Það er ekki víst, að þú trúir því, en það eru þlessaðar konurnar, sem eru að ýta eftir lánum fyrir afkomendur sína, og vilja gefa þeim kost á betra hús- næði, en þær sjálfar þurftu að búa við í uppvexti sínum. Eru það ekki mannlegar óskir? Það finnst mér að minnsta kosti. g. Rambler Classic. Framhald af bls. 31. undan miðflóttaaflinu og skottið virðist ekki hafa nokkurn sjálfstæð- an hug á því að fylgja veginum. Þar við bætist, að bíllinn er lítið eitt undirstýrður, svo það er vissara að fara með fullri gát í beygjurnar. Það er afskaplega þreytandi í lang- akstri, að þurfa alltaf að hægja mikið á sér á beygjum. Ég myndi mæla mikið með stífari fjöðrun, þótt það hafi aftur það í för með sér, að bíllinn verður ekki eins þýður. Hann er bráðskemmtilegur í akstri innanbæjar, fljótur í viðbrögðum og lipur í snúningum, en þar er einn- ig sama sagan, það er vissara að fara ekki of geyst í beygjurnar. Þessi mýkt stafar sennilega af því, að bíl- arnir sem við fáum eru settir saman hjá Renault-samsetningarverksmiðj- unum í Belgíu og miðaðir við almennan Evrópumarkað, svo við fáum hann ekki með styrktri fjöðrun kanadíska markaðsins. Hann verður þó nokkuð ódýr- ari með þessu móti, en fátt er svo með öllu gott ekki fylgi nokkuð illt, svo maður hagræði svo- lítið þessum gamla málshætti. Mælaborðið er laglegt og öll stjórntæki liggja vel við. Af mælum er svipað og gerist, hraðamælir, mg benzínmælir. Klukka og sígar- ettukveikjari eru standard hlutir. Öskubakkar eru tveir frammi í á góðum stöðum og tveir aftur í á vondum stöðum. Þeir eru á hurðun- um, en of aftarlega. „Handbrems- an“ er fótstigin fyrir vinstri fót en losuð með handfangi í mælaborðinu. Þar við hliðina er langur stautur, sem stendur út í loftið, í hann á að grípa til þess að blikka ljósunum í framúrakstri í dimmu. Annars er venjulegur Ijósaskiptir í gólfinu. Sætin eru sófar, að framan með tví- skiptu baki, og er hægt að leggja bakhelmingana niður og gera eina allsherjar flatsæng um allan bílinn. Ég geri varla ráð fyrir, að það sé þægilegur svefnstaður til lengdar, en getur komið sér vel endrum og eins. Að innan er bíllinn klæddur leðurlíki og bráð snotur. Það er auðvelt að komast að við- gerðum við mótorinn. Vélarhúsið er svo stórt og rúmgott, að þið ligg- ur við að það sé hægt að sitja þar og láta fara vel um sig, meðan dytt- að er að. Skottið er hins vegar ekk- ert sérlega stórt, rétt eins og búazt má við á svona bíl. Vert er að geta þess og undir- strika það, að Rambler Classic er útbúinn tvöföldu bremsukerfi, svo bremsur haldast á tveim hjólum, þótt þær bili fyrir tvö hjól. Það er mikið öryggi og gefur nokkuð til kynna allan tæknilegan öryggisfrá- gang þessa bíls. Rambler Classic væri prýðis- skemmtilegur bíll, ef hann rambaði ekki svona mikið. ★ Nýupptekinn mótor. Framhald af bls. 25. sala að ég hefði pantað hraða- mælissnúru. Með það fór ég nið- ur eftir, og nú lenti ég á mann- inum með góðlegu augun, sem skoð- aði hjá mér fyrst. Hann sagði: þetta er allt í lagi og lét mig hafa al- hvítan miða á rúðuna. Ég ók glaður niður Borgartúnið til baka og greitt niður eftir Skúla- götunni. Móts við Sláturhúsið ætl- aði ég fram úr bíl, sem í sama bili ók út á götuna fram hjá bíl, sem þar stóð kyrr. Það var röð af bílum á móti, svo ég lenti á honum. Brettið í klessu. Ég reyndi að fá það viðgert, en það voru allir í sumarfríi svo það var hvergi hægt að komast á verk- stæði. Ég fékk kunningja minn til þess að draga bílinn á fáfarna götu og labbaði svo heim. Það sprakk þrisvar á rútunni, sem ég fór með austur í Þórsmörk til þess að eyða þessari viku, sem ég átti eftir af sumarfríinu. sh. 34 — VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.