Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 39
kvæmt okkar skilningi, á plánetum, sem okkur eru nálægastar, en þær plánetur, sem hafa að líkindum „jarðnesk“ skilyrði til lífsþróunar, svo órafjarri, að lítil líkindi eru til að þangað verði náð sambandi á næstunni. Og kannski veita þær sannanir fyrir aðlögunarhæfni lífsins, sem dr. Heinz J. Dombrowski hefur fundið á jarðhitasvæðinu í Hveragerði, nokkra vísbendingu um svarið, þótt í litlu sé. En svo er það önnur spurning, ekki síður mikilvæg. Getur „líf“ borizt hnatta á milli? Hingað til hefur þeirri spurningu yfirleitt verið svarað neitandi, á þeirri forsendu, að engin lífeind ætti sér svo óralanga ævi sem einstakl- ingur, sem með þyrfti til að berast óravegu geimsins, hnatta á milli. En með uppgötvun dr. Heinz J. Dombrowski, er hann ekki einungis fann hundruð milljón ára gamlar kveikjur í saltsteinskönglinum, held- ur tókst og að vekja þær til lífsins, veikist sú forsenda til muna, að ekki sé meira sagt. Og sú kenning hans, að lífeindum, eins og þessum kveikj- um, kunni að vera gefinn sá eigin- leiki, að geta legið í dái svo hundr- uð milljónum ára skipti, og vaknað síðan aftur með alla eiginleika sína til lífs og fjölgunar ólamaða, vekur því að vonum mikla athygli með öll- um þeim, sem við geimvísindi, og þó einkum geimlífeðlisfræði fást. Hafði þessi kenning hans við rök að styðjast — og uppgötvanir hans hafa sýnt og sannað, að hún hefur við óvefengjanleg rök að styðjast — er eins líklegt, að úti í geimnum mori af alls konar kveikjum, sem berist þar í „dásvefni" fyrir straum- um, sem við þekkjum lítt eða ekk- ert til enn, unz þær lenda þar sem þau skilyrði eru fyrir hendi, að þær geti vaknað til lífs og starfs. Getur þá að sjálfsögðu brugðið til beggja vona um það, hvaða áhrif það hefur í því umhverfi, þar sem þær nema land. Það er ekki víst, að það verði eingöngu gott, sem af þeim kviknar, og því vissara að fara gætilega, þeg- ar geimferðatæknin er komin á það stig, að geimförin geti siglt um þetta mor, og síðan lent aftur í heima- höfn. Þetta snertir þó einungis gildi kenningar dr. Dombrowski í þrengsta skilningi — gildi hennar fyrir viðleitni vísindamannana til að gera sér grein fyrir uppruna lífs- ins hér á jörðu, og þá einnig á öðrum jarðhnöttum, er svo allt annað mál, og verður ekki út í það farið hér. En undarlegt má þeim virðast, þarna austanfjalls, finnist sannanir fyrir því í Hveragerði, að nokkrar líkur séu til að líf kunni að þróast á Marz og Venusi og öðrum nálæg- um plánetum, þótt skilyrði til slíks séu þar allt önnur en hér. Það er svipað og segir í vísunni — „Því andrá og brot úr minnstu mæliein- ingu ... Og þarna er það, sem bæði lífið í saltsteinslögunum undir Mið- Evrópu og lífið við hverina í Hvera- gerði kemur til sögunnar. Geimvísindamennirnir þurfa ein- ungis að beita auðskiljanlegum, stærðfræðilegum rökum til að renna stoðum undir þá kenningu sína, að úti í geimnum fyrirfinnist þúsundir „jarða“, þar sem lífsskilyrði séu söm og á okkar jörð, og því harla óskyn- samlegt að ætla, að þar hafi ekki þróazt líf í svipuðum skilningi. En hvernig mundi á þeim hnöttum, þar sem lífsskilyrði eru frábrugðin því, sem við þekkjum? Er lífið gætt þeirri aðlögunarhæfni, að það geti þróazt þar? Þessi spurning, eða öllu heldur svarið, sem kann að fást við þeirri spurningu, hefur því meiri þýðingu fyrir okkur jarðarbúa, þar sem ekki er til að dreifa lífskilyrðum, sam- DUS BLÆKLOR gerir gulnað tau mjallhvítt. DÚS-BLÆKLÓR gerir meira en að gera þvottinn hvítari, það sótthreinsar hann líka. DÚS-BLÆKLÓR fer vel með þvottinn. DÚS-BLÆKLÓR eyðir lykt og blettum í eldhúsi, baði, ísskáp- um, vöskum, gólfflísum, rusla- fötum, tréáhöldum, baðkerum og steypiböðum. DÚS-BLÆKLÓR er tilvalið til sótthreinsunar í veitingahúsum, ísbúðum, mjólkurvinnslustöðv- um, sláturhúsum og á mjólkur- áhöldur í sveitum. Við getum nú boðið yður nýtt klór, DUS- BLÆKLÓR, á hentugum og fallegum plast- brúsum. Verðinu er samt svo í hóf stillt, að þér gerið mun betri kaup en áður. Innihald plastbrúsans er nœstum jafnmikið og 3 þriggja pela flöskur, FLÖSKUR. EN KOSTAR MINNA EN Auk þess fáið þér fallegan og eigulegan plastbrúsa til hverskyns annarra nota. Sápugerðin Frigg VIKAN 20. tbl. — 20

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.