Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 40
þessu var aldrei um Álptanes spáð ...“ Þau gerast einmitt býsnamörg nú, Álptanesin, í þeim skilningi. Eða eins og borgfirzki strákurinn sagði: það er víðar England en í henni Kaupmannahöfn. ★ Eigum við að hittast. Framhald af hls. 16. — Klukkan er nú samt ekki nema rúmlega hálf þrjú, manima. Þarna sátu þær sín hvoru megin við eldhúsborðiði, sein þeim fannst vera orðið eitthvað svo stórt siðan pabbi yfirgaf þær, að hægt var að hafa annan vænginn niðurfelldan. — En livað þetta vai- bragðgott, mamma. Og hvað þú hefur lagað vel á þér hárið. Brosið fék'k. jafnvel ekki eytt þreytusvipnum af andliti móður hennar. Ingiríði fannst stundum sem það væri ranglátt, að hún ætti allt lífið framundan sér, óendanlega fjölda af óskrifuðum blöðum, sem fólu i sér ótreikúnanlega möguleika, en inóðir Iiennar hafði þegar eylt helmingi ævi sinnar og hinn ólifði helminigur virtist fyrir fram ákveð- inn og gleði lífisins gengin. — Heyrðu, mamma ... Það var rétt ómögulegt að vita hvaða orð skyldi viðhafa til þess að særa sem minnst. Það gilti nær einu, hvernig hún leitaði, árangurinn varð æ hinn sami. — Tefirðu nokkuð á móti því, að ég fari á fund iþróttafélagsins í kvöld? Þögn. Agnarlitið andvarp, sem ekki var að vita hvort ætla/.t var til að heyrðist, éða ekski. — Á það ekki sumarbústað, þetta félag? Úti við Brekkulæk? — Jú ... — Og ])essi drengur þarna, ætlar hann líka þangað? Það færðist roði í andlit Ingiríð- ar. — Þú veizt nú hvaði hann heitir, mamma. Hvers vegna þarftu þá að kalla hann „þennan dreng þarna“? — Verða nokkrir fullorðnir í hópnum? — Heyrðu nú, mamma. Andrés er tuttugu og eins árs, ég er átján, enginn í félaginu er innan við fimmtán ára aldur og tveir þeirra eru meira að segja eldri en Andrés. Við getum séð um okkur sjálf! ■—■ Þennan tón kann ég ekki við, Ingiríður! — Fyrirgefðu, mælti Ingiriður lágt. En þú getur sjálfri þér um kennt. Þegar þú talar af slíkri litils- virðingu og trúir þvi ekki sem ég segi, get ég ekki að mér gert. Ilún stóð upp, gekk að vaskinum og skolaði diskinn sinn undir hon- um. — Ég þakika fyrir matinn. — Viltu ekki fá þér kaffi? — Nei, þakka þér fyrir, ég ætla bara að liafa fatgskipti, svo fer ég. Ekkert svar. Þegar hún sá Andrés standa við hjólið sitt langt í burtu og veifa til sin, var hún enn ekki búin að gleyma móður sinni, þar sem hún sat við eldhúsborðið, þögul og kvíðin með hendur í kjöltu sér. EN það var ekki hægt að vera dapur til lengdar í návist Andrésar. Hún var ekki eins þakklát fyrir neitt af því sem mætt hafði henni á lifs- leiðinni og það, að hafa kynnzt Andrési. Þarna sat hún fyrir aft- an liann á bifhjólinu, hélt utan um hann, þrýsti vanganum að hlýju baki hans og hans leið var hennar leiði, allt annað var henni óviðkom- andi. Þau voru tólf talsins sem ætluðu út í sumarbústaðinn. Allir óku í hala- rófu og þau Andrés rák.u lestina. Hraðfara strik með skellum og smellum, í friðsælu, kyrrlátu héraði, á leið til hljóðra og mjúkra götu- slóða, þar sem rætur trjánna og drúpandi greinar neyða ferðamann- inn til að draga úr bensíngjöf og miða hraðann við hentugleika skóg- arins. Hlátur ferðafólksins og samræð- ur, og mjúklátt brakið undir fótum þess og farartækjum fylltu ])að gleði og eftirvænting. Loks opnaðist skóg- urinn og þarna stóð lági brúni skál- inn og bar við grænan vegg greni- trjánna. — Finnst þér það ekki fínt, hróp- aði Andrés og horfði yfir þetta allt saman eins og hann ætti það. Við skulum ganga hér um og gæta vel að öllu, það gerum við alltaf þegar við komum liingað, skilurðu. Sólin lækkaði i sífellu og varð að síðustu ekki annað en dumbrauð 'kringla sem óg salt á blárri brún sjóndeildarhringsins. Þau gengu öll tólf í hóp niður strandgötuna, til að sjá sólina setjast, og þau læklc- uðu róminn og hlátrarnir urðu styltri og strjálli. Þau settust á klappirnar, er smám saman skiluðu nóttunni hitagjöf sólarinnar, en fyrstu ljósu þokuhnoðrarnir voru þegar teknir að dansa á enginu. Hann lagði arminn utan um liana og návist hans var henni athvarf og öryggi. En hvað þetta var allt öðru- visi en móðir hennar liafði lialdið, svo lireint og ferskt og dásamlegt! Hann dró hana nær sér og hvíslaði i eyra hennar: — Ég elska þig, Ingiriður . .. Þá kornu tárin fram í augu henn- ar. Hún fann sig gripna svo sterkri kennd, að við sjálft lá að hún næði ekki andanum. Þegar þau héldu heimleiðis, var orðið svalt í lofti og myrkrið fyllti bilið milli trjánna, biksvart og þungt. Þau kveiktu upp eld í sumarbústaðn- um og steiktu sér pylsur og epli og sungu við flöktandi logana. Svo leið að nóttu, söngurinn hljóðnáði og þau liættu að leggja sprek á eldinn. Þau fyrstu risu á fætur, kvöddu og opnuðu dyrnar út í kolsvarta nóttina. Þungir regn- dropar voru teknir að f'alla til jarðar og loftið var þrungið þykk- um skýjum. — Við bíðum þangað til glóðin er kulnuði út og læsum svo húsinu, eins og vant er, sagði Andrés. Þau stóðu í dyrunum og heyrðu málróm liinna hverfa út í myrkrið, þar til allt var orðið hljótt og þögn- in lagðist að eyrum þeirra eins og mjúkur lófi. Henni datt i hug að nú væru þau alein, og einhvers staðar innra með' sér nam hún tón, eins og — VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.