Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 49
Þettfl er borðstofusett hinnn vandldtu Teihnað nf Siavðldo Thordarson Framleitt af „Helja Einarssyni" VÖNDUÐ VINNA OG VALIÐ EFNI er einkenni þessa glæsilega setts. Það er framleitt úr tekki og regktri eik. Þetta sett er an efaí flokki þess bezta sem liér hefur verið framlcitt. * F Æ S T H J Á Híbýlaprýði HALLARMtJLA — SÍMI 38177. OG Skeifurmi KJÖRGARÐI — SÍMI 16975. J þeirra mættust, og þeir þurftu ekki að segja neitt. Earl tók að selja smjörkassana. Ef þeir gátu fengið dollar fyrir gallónið af benzíni, hvers gátu þeir þá krafizt fyrir pund af smjöri? Hann lyfti einum smjörkassanum. Hann varð að taka vel á til þess að ná honum upp, og hann fann, að þetta voru rúmlega fimmtíu pund. Esco hjálpaði honum með kassann á stóru vigtina frammi, og hann reyndist fimmtíu og átta pund. Niðurlag í næsta blaði. Ýmislegt gott og fljótlegt. Framhald af bls. 22. Tómatarnir eru flysjaðir, skornir 'v smástykki og látnir saman við. Saiu stráð yfir. Hvítvíni og vatni hellt yfir og allt látið malla við lítinn hita, þar til kjötið er meyrt. Þá er grænu baununum, sem hafa verið látnar þiðna lauslega á meðan, bætt í og síðast rjómanum og kryddinu. Borðað með löngu franskbrauði. APBIKÓSUHRÍSGRJÓN. 1 dl hrísgrjón, sem eru soðin sem laussoðin hrísgrjón, eru hrærð sam- an við 100—150 gr stífþeyttan rjóma og vanilludropar settir í eftir smekk. Niðursoðnar eða laussoðnar aprikós- ur lagðar ofan á og saftin af aprikós- unum jöfnuð upp með kartöflumjöli og sósan borin volg með. SPAGIIETTIRÉTTUR. 250 gr spaghetti, 75 gr smjörlíki, 2 stórir laukar, 125 gr sveppir, 1 lítil dós tómatpurré, 8—10 bacon- sneiðar, 175 gr kokkteilpylsur. Spaghettíið soðið og vatnið látið renna vel af því. Laukurinn og sveppirnir látnir sjóða í smjörlíkinu og aðeins brúnast, síðan tómat- maukinu hrært saman við og allt látið sjóða nokkrar mínútur. Bacon- sneiðamar steiktar og pylsurnar brúnaðar í feitinni af því. Spag- hettíið sett á fat og öllu raðað ofan á, en rifnum osti stráð yfir um leið og það er borið fram. ÞORSKFLÖK Á NÝJAN HÁTT. 8 stk. úr þorskflökum, 2 matsk. fínsaxaður laukur, 4 tómatar, Vi salatagúrka, 1 búnt dill, % tsk. sæt chilisósa, 100 gr smjörl., salt, Stórt stykki af málmpappír er smurt vel og fiskiflökin lögð á það. Lauknum stráð yfir, tómat- og gúrkusneiðarnar lagðar ofan á með fínsaxaðri dill. Chilisósan hrærð með smjörlíkinu og sett á fiskinn á víð og dreif. Málmpappírspakk- anum lokað og hann settur í fat inn í ofn. Látið steikjast í 20 mín., en þá er pakkinn opnaður, svo að rétt- urinn verði ljósbrúnn. Borið fram á fati í málmpappírnum. Með þessu móti haldast öll bragðefnin í fisk- inum. WELSH RAREBIT. Þetta er vinsælt ostabrauð og auð- velt að búa það til. Skerið skorp- una af fjórum franskbrauðssneiðum og smyrjið þær með smjöri. Rífið 150 gr af osti og hrærið 3 matsk. af pilsner út í ostinn og 1 matsk. af þurru sinnepi, svolitlu salti og hvítum pipar, en þessu er svo smurt á brauðsneiðarnar. Sett á smurða plötu og bakað við góðan hita þar til osturinn er ljósbrúnn. Gott er að hafa grænt salat með þessu. TÓMATSALAT. 6 tómatar eru skornir í sneiðar sem settar eru á fat. 1 laukur er smásaxaður og honum stráð yfir tómatana. Búin er til marinaði úr: Vi tsk. salt, Vi tsk. sykur, Vi tsk. sinnep, Vi rifið hvítlaukslauf, svo- lítið pipar, 1 matsk. edik og 4 matsk. matarolía, og þessari sósu hellt yfir laukinn og tómatana. Gott með ýms- um réttum og líka á kvöldborð sem sjálfstæður réttur. SALTFISKUR MEÐ EGGJASÓSU. Vel útvatnaður saltfiskur er soð- inn með nokkrum gulrótum. Beinin tekin úr honum og stykkin sett á fat með gulrótunum. Eggjasósunni hellt yfir, en hún er búin til þannig: Bakið 4 matsk. hveiti upp með 2 matsk. smjörl. og hrærið út með mjólk og svolitlu fisksoði, þar til sósan er hæfilega þykk. 3 harðsoðin egg eru smásöxuð og sett saman við sósuna og klippt persilja sett í síðast. KRYDDFARSRÖND. Venjulegt kjötfars % kg, % tsk. timian, 2 matsk. söxuð persilja, 250 gr soðnar gulrætur, skornar í ten- inga, 1 pakki frosnar grænar baun- ir. Öllu blandað saman og soðið í hringformi í vatnsbaði. Röndinni hvolft á fat, þegar hún er borin fram og verður hún mjög skrautleg af grænmetinu. Inn í hringinn er gott að hafa uppstúfað spínat eða bera tómatsósu með og fylla hring- inn með soðnum kartöflum. BORÐSKRAUT. Framhald af hls. 19. af 2 1. í byrjun prjóns, nær haus. en 3 1. i byrjun prjóns, nær stéli, þar til 9 1. eru eftir, fellið þá af. Prjónið annað stykki eins. Vængirnir (snið merkt B): Fitjið upp 13 1. og prj. 4 umf. garðaprjón. Prjónið siðan væng- inn sléttan að undanskyldum 2 yzstu lykkjunum báðum megin, sem prjónast með garðaprjóni. Takið úr 1 1. fyrir innan 2 garða- prjónslykkjurnar, báðum megin, í annarri liv. umf., þar til 7 1. eru eftir. Prjónið þá saman 2 og 2 1. þar til engin lykkja er eftir á prjóninum. Saumið bolinn saman og stoppið. Búið til lappir úr pipu- hreinsurunum og festið við bol- inn eins og á ungunum. Klippið út kamb úr rauða filtinu og nef úr því gula og festið á hausinn. Atli. snið og mynd. Saumið væng- ina fasta við bolinn og svörtu perlurnar fyrir augu. VIKAN 20. thl. — ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.