Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 50
Kjóll og buxur. Framhald af bls. 18. buxurnar verði víðari, og er það gert þannig: prj. 1 umf. þar til 4 1. eru eftir á prjóninum, snúið þá við og prj. þar til 4 1. eru einnig eftir hinum megin á prjóninum. Snúið við og prj. þar til 8 1. eru eftir á prj., snúið þá aftur við og prj. þar til 8 1. eru eftir hinum megin á prjóninum, eins og áður. Prjónið nú áfram á þennan hátt, þar til 24 1. eru báðum megin á prjóninum. Prjónið þá á prj. nr 2 stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br. Eftir IVi cm er gerð gataröð frá réttu þannig: prj. 1 1. sl., 1 1. br., bregðið bandinu um prjóninn, og myndið þannig lykkju, prjónið síðan 2 1. sl. saman *. End- urtakið frá * til * umferðina á enda, og endið með 1 1. sl. Prjónið síðan áfram stuðlaprjón þar til það mælist 3 cm. Fellið áf. Framstykki: Fitjið upp 23 1. á prj. nr. 2% og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6% (IVi) cm, er aukin út 1 1. báðum megin í hverri umferð, 6 sinnum og síðan fitjaðar upp 27 (29) 1. í einu, báðum megin. Takið úr 1 1. báðum megin með 2ja cm millibili, 4 sinnum. Þegar hliðin nær sömu lengd og hlið afturstykk- is, er prjónað stuðlaprjón á prj. nr. 2 á sama hátt og afturstykkinu. Pressið nú mjög lauslega yfir öll stykki frá röngu. Saumið saman hliðar- og ermarsauma á kjólnum, með aftursting og þyntu ullargarn- inu. Tyllið vinstra framstykki við röngu og saumið mynzturröndina við hálsmálið að aftan. Saumið erm- ar í handvegi. Takið upp á prj. nr. 2 90 1. í skálmarstað á buxunum með því að draga garnið frá röngu á réttu með prjóninum, en taka ekki upp laus bönd, því þá vilja frekar mynd- ast ójöfnur. Prjónið stuðlaprjón 2 cm, og fellið af. Saumið saman hlið- arsaumana, og dragið teygju í gata- röðina að ofah. Varahlutir í hjartað. Framhald af bls. 15. notaðar, nema um líf og dauða sé að tefla. Enginn þessara 65 sjúk- linga átti lífsvon með sínum upp- runalegu lijartalokum. Að vísu er jiað uggvænleg hundraðstala, að 30 prósent sjúklinga með óstarf- hæfar hjartalokur séu dauðadæmd- ir, en á hinn bóginn lítur það bara vel út, að hægt er að gefa 70 sjúkl- ingum af hverjum 100 framleng- ingu á ævina. í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. þykir jafn nauðsynlegt að eiga bíl, eins og næturgagn þótti mikill lúx- us áður fyrr. Kannski er þetta bara ofvöxtur; Kannski er íslenzka þjóð- in eins og unglingur, sem vex og þroskast líkamlega en hugsar enn og framkvæmir eins og barn. Þegar þannig er ástatt, er alltaf við skakka- föllum að búast. Við sjáum það bezt, hve hætt mannlegum unglingum, sem þannig misþroskast, er við ýmsum áföllum. Líkaminn er bú- FYRIR ÞVI URSKURÐAST Eins og málsatvikin sýna, reyndist hin selda lóð 42 fermetrum minni, en í afsali var greint. Spurningin er því þessi: Skapar þetta misræmi fébótaskyldu á hendur seljanda? Seljandinn vissi ekki betur, en lóðin væri 840 fermetrar, þegar hann gaf út afsalið, enda var það flatarmál gefið upp í afsali til seljanda á sínum tíma, svo og í opinberum heimildum um fasteignina. Ljóst er því, að seljandi var í hörkugóðri trú varð- andi þetta atriði, og ekki var um að ræða neina pretti af hans hálfu í sambandi við sölu lóðarinnar. Þrátt fyrir þessa staðreynd er engan veginn útilokað, að kaup- andi ætti fébótarétt á hendur seljanda, ef efnisrök hníga í þá átt og sanngjarnt þykir vegna hagsmuna hans. Skal nú að þessu atriði hugað. Kaupandi grandskoðaði lóðina og lóðarmörkin, áður en kaupin voru gerð. Kaupverðið var mjög hátt í samanburði við fasteigna- matið. Verðið var ein ákveðin fjárhæð, en ekki ákvarðað sem viss krónutala pr. fermeter. Allt bendir þetta til þess, að misræmið varðandi lóðarstærðina hafi ekki verið nein veruleg forsenda fyrir kaupunum eða kaup- verðinu. Fremur virðist mega ætla, að kaupandi hefði verið reiðubúinn að gjalda sömu fjárhæð fyrir fasteignina, enda þótt hann hefði vitað, þegar kaupin voru gerð, að lóðin væri 42 ferm. minni, en raunin reyndist. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður ekki talið, að margnefnt misræmi leiði til fébótagreiðslu. Ályktunarorð: JÓN ÞARF EKKI AÐ GJALDA FÉBÆTUR. J. P. E. ------ • inn til hlutverks fullorðinsáranna, en barnssálin í þessum fullþroskaða líkama kann ekki að hafa stjórn á honum. Afleiðingin verður ungling- ar á glapstigum. Handa þeim erum við að reyna að eiga til uppeldis- heimili og leiðbeina þeim eftir beztu getu, þar til sálin hefur náð sér til jafns við líkamann. En það er erfitt, því misræmið kemur fram í tog- streitu, sem gerir unglinginn leið- an sjálfum sér og öðrum. Þessu má líkja við kálf. Hann hef- ur gott af drukknum sínum, enda tekur hann ekki hausinn upp úr fötunni, fyrr en hún er tóm. Og fengi hann sjálfur að ráða, hætti hann ekki að þamba, fyrr en hann spryngi. Ungri þjóð á vaxtarskeiði og misþroskuðum unglingum má líkja við svona kálf, en við sem erum hin unga þjóð, verðum að reyna að kunna okkur magamál, fara ekki svo geyst í drukkinn okk- ar að það verði okkur sjálfum að fjörtjóni. DÆGUR ÖTTANS. Framhald af bls. 29. ið verður með það. Og kallið á mig tafarlaust, ef um minnstu breytingu verður að ræða.“ Þegar hann var kominn fram á ganginn, fékk hann allt í einu hug- dettu og gekk til herbergis þess, þar sem sjúklingurinn með brunasárin miklu lá. Sjúkrastofa þessi var í viðauka við handlækningadeildina og var því einnig á starfssviði hans. Hann sá samstundis, að maðurinn var í andarslitrunum. Hjúkrunar- konunni, sem falið hafði verið að sitja yfir manninum, létti mjög við að sjá Tony. Þetta var ein af yngri stúlkunum í deild sjálfs hans, og hann vissi, að hún myndi hlýða fyr- irskipunum hans, án þess að leggja fyrir hann spurningar. „En hvað ég er fegin, að þér skylduð koma, Korff læknir. Ég ætlaði einmitt að fara að spyrja um, hvort ekki ætti að gefa honum hressandi lyf.“ Tony leit á lyfjabakkann við hlið- ina á rúminu, og hafði dúkur verið lagður yfir hann. Veslings maðurinn var vafalaust svo langt leiddur, að sprautur mundu ekki gera neitt gagn — en ef Tony gerði ekki til- raun til að hjálpa honum, væri hægt að álasa honum fyrir það síðar. „Ég gef honum coramin-sprautu,“ sagði hann. „Hafið þér sprautu til- búna?“ Meðan hjúkrunarkonan tók spraut- una og rétti honum, tók hann sjálf- ur smáglas af coramin af bakkan- um, en hætti svo við að nota það, og tók metrazol, sem var allmiklu sterkara lyf. Hann sogaði innihald glassins upp í dæluna, brá svo gúmmíslöngu utan um handlegg hins deyjandi manns og herti að, svo að æðin, sem var þegar þrútin vegna bilandi blóðrásar, var eins og gildur, blár strengur. Hann horfði á þumalfingur sinn meðan hann tæmdi dæluna. Hendur mínar starfa nógu vel fyrir East Side- sjúkrahúsið, hugsaði hann, þótt heili minn í dag starfi einungis fyrir Tony Korff — og framtíð hans. „Súrefnið er að verða búið,“ sagði hjúkrunarkonan. „Mætti ég biðja lækninn að bíða hér, meðan ég skrepp eftir nýrri súrefnisflösku?“ Tony kinkaði kolli annars hugar. „Er laganna vörður enn á sínum stað þarna fyrir utan?“ „Nei, hann er farinn. Þeir hafa bersýnilega gefið upp alla von um, að maðurinn tali.“ Hjúkrunarkonan flýtti sér út. Tony stóð eftir og horfði á deyjandi manninn. Litarhátturinn var aðeins hraustlegri, hjartslátturinn styrkari eftir sprautuna og miklir kippir fóru um andlitsvöðvana undir umbúðun- um, sem voru eins og á smurlingi — eins og maðurinn væri að reyna að segja eitthvað. Að þessu sinni tók Tony tvö smá- glös með metrazol, þvi að maður- inn varð að tala núna, ef hann átti nokkru sinni að hafa möguleika á því, og þar sem hann hlaut hvort sem var að deyja mjög bráðlega, gæti ekki sakað, þótt hann fengi óvenjulega stóran skammt. Tony rak nálina djúpt í holdið og dró hana ekki út aftur, fyrr en innihald dælunnar var komið vel á leið til lamaðs heilans. Þá fyrst litaðist hann um, til að ganga úr skugga um, hvort hjúkrunarkonan væri komin aftur, stakk tómum smáglös- unum i vasa sinn og gekk fast að rúminu. Aðeins andartak til viðbótar, hugsaði hann, þegar hann heyrði fótartak stúlkunnar úti fyrir. Hann tók súrefnisgeyminn, sem hún hélt á, og gaf henni fyrirmæli um að sækja þegar smáglas með adrenalin. Þegar hann heyrði, að hurðin lok- aðist hægt, vissi hann, að hann — hann einn — mundi heyra síðustu orðin, sem hinn slasaði mundi geta komið upp í þessu lífi. Lögreglan mundi verða þakklát fyrir að fá að heyra hinztu orð hins deyjandi manns, og það sakaði aldrei, að hafa lögregluna sín megin, þegar menn ætluðu að kaupa sér læknisstarfs- svið í borg eins og New York. Enn meiri rikkir og kippir fóru um andlitsvöðvana undir umbúðun- um. Maðurinn kreppti fæturna eins og í krampa —■ þeir urðu eins og stórir sjálfskeiðungar undir ábreið- unni. Aðeins læknir gat vitað, að þetta voru síðustu krampadrættir, áður en dauðinn gengi í garð — ó- sjálfráð viðbrögð vegna hinna miklu metrazol-skammta, sem maðurinn hafði fengið. Framhald 1 næsta blaði. MIÐGLUGGINN. Framhald af bls. 21. Að endingu sofnaði hún og svaf djúpt og draumlaust, þar til birti af degi. Nú vaknaði hún óttalaus. Hún hafði hugsað of mikið um dauðann, en það var af því að hún var þreytt og taugaóstyrk. Kannski var enginn dauði til ... Ef til vill var hann ekkert annað en sjón- hverfing? Hún litaðist um í herberginu, og allt í einu settist hún upp í rúminu. Á veggnum andspænis henni hékk málverk af glæsilegum aðalsmanni frá átjándu öld. Hún þekkti strax andlitið. Það var Ian og þó ekki Ian. Sömu dreymandi augun og festulegi munnsvipurinn, en Ian var illa klæddur og þreytulegur, bar menjar baráttu og fátæktar og var þess meðvitandi, að allir álitu hann skýjaglóp. Þessi maður var stoltur og tígulegur, bar sig eins og höfð- ingi og var auðsjáanlega vanur að skipa fyrir, auðugur og hamingju- samur. Judy beit saman vörunum. Svona ætti Ian að líta út. Hún fann til PJ0 — VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.