Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 51
gremju gagnvart þessum glæsilega forföður hans, sem skyggði á af- komanda sinn. Hvernig vogaði hann sér að vera svona mikilfenglegur? Og þó gat hún ekki verið honum reið, því að hann var svo fallegur og kátur, svo fullur af lífi og þrótti, svo svipmikill í skartklæðum sínum. Var þetta Ranald Macdonald, sem hafði fallið í uppreisninni 1745? Hvernig gat slíkur ólgandi lífskraft- ur dáið? . . . Líf, líf! sungu fuglarnir . . . Enginn dauði til. VIKURNAR LIÐU, og aðkomu- fólkið tók að venjast lífinu í Kinmohr. Sir James, Lady Camer- on og Charles leituðu sér dægra- styttingar við veiðar, göngur og ýmsar aðrar skemmtanir, en Judy hagaði sér eins og hún hefði í hyggju að dveljast þarna um kyrrt það sem eftir væri ævinnar. Hún sá Ian sjaldan, en þó duldist engum, að böndin milli þeirra styrktust með hverjum deginum sem leið. Það var eins og þau lifðu í rafmagnaðri kyrrð, sem oft er fyrirboði þrumustorms. Eitthvað, sem þau vissu ekki hvað var, nálg- aðist óðum, og brátt myndi friður- inn rofinn. Judy fann það á sér. Hún var að breytast innra með sér, og lífið horfði öðru vísi við henni en áður. Hingað til hafði hún lítið skeytt um heilabrot um líf og dauða, en nú leitaði hún á náðir einverunnar og hugsaði. Stundum hitti hún Ian, en oftast sat hún ein uppi á tindi Ben Fhalaich og sameinaðist kyrrðinni og hinni undursamlegu fegurð, er ríkti í Kinmohr. En Judy var ekki einræn að eðl- isfari, og einn sunnudagsmorgun í ágúst sagði hún við Ian: ,,Á morg- un ætla ég að koma og hjálpa þér á lækningastofunni.“ Hún fór á fætur eldsnemma dag- inn eftir. Húsið stóð í öðrum enda dalsins og lækningastofa Ians í hin- um, svo að hún varð að ganga langar leiðir til að komast þangað. Hún labbaði norður fyrir stöðu- vatnið og komst loks á áfangastað. Hjarta hennar barðist ótt, þegar hún staðnæmdist fyrir utan litla hjá- leigubýlið, sem Ian hafði útbúið sem lækningastofu. Hún leit inn um opnar dyrnar og sá undarlega sjón. Inni var fornfá- legt um að litast, moldargólf og dökkar sperrur. Á miðju gólfi brann móeldur, og beiskilmandi reykurinn liðaðist til lofts og út um op á þak- inu. Hún heyrði ekkert hljóð, en þykkir, dimmir skuggarnir voru fullir af samanhnipruðum verum. Þá deplaði hún augunum, og við henni blasti nýtízkuleg lækninga- stofa, skínandi björt, hvítmáluð og tandurhrein. Móreykjarlyktin var horfin, og nú fann hún aðeins ang- an af sótthreinsandi lyfjum. Saman- hnipruðu verurnar sá hún ekki lengur, heldur aðeins Ian, í hvítum sloppi, er stóð við langt borð og sneri baki við henni. „Ian!“ stundi hún upp, og hann leit við. „Judy, hvað er að þér? Þú lítur út, eins og þú hafir séð draug! Hef- ur eitthvað komið fyrir?“ „Nei, en herbergið var svo skrýt- ið, kolsvart og fullt af skuggum." „Þú varst að koma inn úr sólskin- inu, svo að það er ekki nema eðli- legt. Ertu búin að jafna þig? Eða viltu kannski smakka á bragðvondu meðali?" Judy hristi höfuðið. „Nei, ég er komin hingað til að hjálpa þér að hella lyfium í aðra, ekki til að taka þau inn sjálf.“ Ian sneri sér aftur að áhöldum sínum og hnyklaði brúnirnar. „Ég veit ekki, hvað ég á við þig að gera. Ég er ekki vanur að hafa aðstoð." Judy reigði sig móðguð. „Ég skil ekki, hvernig á því stendur, að þér er leyft að vinna á þennan hátt. Ég hélt, að læknunum líkaði ekki, þeg- ar óreyndir menn taka að sér að vinna þeirra störf.“ „Sjáðu til, ég geri bara smávægi- legar aðgerðir," sagði Ian. „Lækn- irinn hérna er vinur minn og treyst- ir mér. Hann býr langt í burtu og sér ekki út úr því, sem hann heíur að gera. Hann nennir ekki að koma langar leiðir til að sinna lítilfjör- legum meiðslum og störfum, sem hann fær ekki einu sinni borgun fyrir. Fólkið er of fátækt til að borga læknisþjónnstu . . . Auðvitað sendi ég eftir honum, þegar eitt- hvað alvarlegt er að, en stundum get ég læknað kvillana nógu snemma, áður en þeir eru orðnir alvarlegir. Fólkið kemur oft til mín, þegar það þorir ekki til hans, því að enginn er hræddur við mig.“ Hann talaði af svo mikilli auð- mýkt, að Judy sárskammaðist sín. „Fyrirgefðu," sagði hún iðrandi. „Þetta var andstyggilegt af mér.“ Þetta var erfiður dagur, og Judy hafði aldrei fyrr þrælað jafn óskap- lega. Hún varð að taka á öllu, sem hún átti til af hugrekki og vilja- styrk til að gefast ekki upp, en hún beit á jaxlinn og dáðist með sjálfri sér að ótrúlegri leikni Ians. Hend- ur hans voru sterkar og liðugar með fíngerðum gómum, og snerting hans hafði róandi áhrif á siúklingana. Rödd hans, þegar hann talaði við hrædd börn, var ljúf og hugeandi, og þolinmæði hans óþrjótandi. Á endanum var daesverkinu lok- ið, áhöldin hreinsuð, lyfiaelösin komin upp í hillur. Læknirinn og aðstoðarstúlkan réttu úr þreyttum bökum. „Vel af sér vikið,“ sagði Ian; „mér datt ekki í hug, að þú ættir þetta til.“ Judy roðnaði. Aldrei höfðu nokk- ur lofsyrði ómað svo fagurlega í eyrum hennar. Þau unnu saman meira en viku, og þegar þau löbbuðu heim á kvöld- in, sagði Ian henni frá öllum áform- um sínum varðandi Kinmohr. Eitt kvöldið andvarpaði Judy mæðulega, þegar Ian lauk máli sínu, og sagði; „Ég er hrædd um, að þetta taki þig alla ævina, Ian.“ Og sér til undrunar fannst henni eins og hún hefði sagt þessi sömu orð einhvern tíma áður. Framhald I næsta blaði. Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup- félög, ýmsar gerðir og stærðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluskilmála. H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Simar: 50022 - 50023 - 50322 Frystikistur, 2 stœrdir 150 l og 300 l.— fyrir heimili, verzlanir og veitingahus. VIKAN 20. tbl. — 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.