Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 3
, ■Ötgefandi Hilmir h. f. Ritstjóri: j Gisli Sigurðsson (ábm.). Auglýsingastjóri: Jóna Signrjónsdóttir. Bláðamenn: Guðmundur Kar!sson og Sigurður Hreiðar. Ötlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjóm og auglýsirigar: Skipholt 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð i. lausasölu kr. 20. Áskriftarverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h. f. Mynda- mót: Rafgraf h. f. í NÆSTA BLAÐI FLJÚGÐU NÚ BÆÐI LÁGT OG HÆGT. Jónas Guðmundsson talar við Bjöm Pálsson og segir frá fyrstu flug- árum hans og flugskilyrðum þá. GESTAGANGUR. Þessi saga er einmitt tímabær nú, þegar deilurnar um anda- trú rísa sem hæst. Hvaðan kom hundur- inn? Hvert fór hann? Spennandi og skemmtileg smásaga, myndskreytt af Arnold. MEÐ BLÁ AUGU OG HVÍT AUGNA- HÁR. Spennandi smásaga um hefndar- þorsta og grimmlyndi — og það, hvern- ig óvænt öfl geta gripið fram í fyrir mönnunum. K V ÖLDSTEIKIN f DAUÐAFÆRI. Egill Stardal segir frá hreindýraveiðum á Austurlandi. IIVERS VEGNA BILA TAUGARNAR? Auknar kröfur kalla á aukna áreynslu, en mannskepnunni eru takmörk sett. Og allt í einu bila taugarnar. Athyglis- verð grein. GETRAUNIN. Sjötti hluti verðlauna- getraunarinnar. Hver ekur í sumarfrí á nýjum Volkswagen eða Land Rover frá Vikunni? Framhaldssögurnar: Miðglugginn og Dægur óttans. — Kvennaefni — Tóm- stundaþáttur — Síðan síðast — margt fleira. I ÞESSARI VIKU SÆLUVIKA Þeir £ Skagafirðinum eru sælli en annaS fólk að því leyti, að þcir hugsa ekki um neltt ncma sæluna eina viku á ári, og kalla þessa viku auðvitað sæluviku. Sæluvika þessa árs er ný- lega afstaðin, og við birtum mynda- frásögn af sælunni í þessu blaði. MINN FYRIRRENNARI VAR KROSSFESTUR Alfreð Flóki Nielsen heitir ungur lista- maður í Reykjavík. Viðhorf hans til sjálfs sín og listarinnar almennt er dálítið öðru vísi en maður á að venj- ast. Kannski segir hann aðeins það, sem hinir hugsa, en segja ekki. Við birtum viðtal við hann í þessu blaði, og það er ekki ólíklegt, að margir lesi bað tvisvar. VIKAN Á VÍGSTÖÐVUNUM. Margir halda, ?.ð líf blaðamanna sé ævinlega fullt af spenningi og ævin- týrum. Vikan reynir að bregða upp mynd af því, eins og það í rauninni er, þegar talið er að mikil tíðindi séu í þann vcginn að gerast. LJÚKIÐ VIÐ MYND- IRNAR Við höfum mikla trú á því, að mann- inum sé hollt að skapa; að sköpunar- gleðin geri honum gott til líkama og sálar. Um daginn birtum við myndir, sem lesendunum var ætlað að lita, nú hrjótum við upp á nýju og birtum myndir, sem lesendum er ætlað að ljúka við. Hugmyndin er gefin, svo er aðeins að gefa ímyndunaraflinu laus- an tauminn. CADCIll A U Skagfirzkt blóð er í þeim öllum / sem elska fljóð og drekka vín rUHdlU m — segir í einhverri vísu. Ragnar Lárusson, teiknari, hefur brugðið upp mynd af Skagfirðingum á sæluviku — og við segjum frá sæluvikunni hér í blaðinu með nokkrum ágætum myndum. Á mynd Ragnars taka menn í nefið, syngja og ungdómurinn dansar skagfirzkt tvist. Snati gamli hefur komið með og kann bezt við sig á miðju dansgólfinu. VIKAN 21. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.