Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 4
fiORRAY SKmiS ONE BETTERJ rjG r*v K . * Ávallt fyrirliggjandi mikið úrval af fiORRAY — kvenpilsum fiOR RAY eru mest seldu kvenpilsin í allri Evrópu. Nöldur... Kæri Póstur. Ég ætla að bæta einu kvörtunar- bréfinu til viðbótar öllum hinum, sem fyrir eru, því að yfir mörgu er að kvarta. Rikisútvarpið hefur verið mikið ' til umtals upp á síðkastið, og ekki hefur því enn verið hælt, og er það skiljanlegt. Ekkert hefur samt verið gert til að bæta dagskrána. Það liggur við, að það sé aðeins tímaeyðsla að skrifa um það. Samt vona ég, að Ríkisútvarpið taki ofurlítið tillit til þessa bréfs (eða er kannske til of mikils mælzt?). Dagskráin er frámunalega léleg, þótt sumir þættir, eins og þáttur- inn „Lög unga fólksins“ o. fl. séu sæmilegir, þótt hálfur tíminn fari í kveðjuupplestur. Það mætti halda að hún (dagskráin) sé sniðin eftir smekk örfárra manna. Dagskráin einkennist af eilifum sinfóníum og þessari svokölluðu sígildu tónlist, dægurlagasyrpum og harmonilcku- lögum, sem sumum fellur vel í geð og geta verið ágæt í og með. En það er bara ekki meiri hlutinn sem vill þannig músik, en dagskrána verður að sníða eftir kröfum hans. En það versta við þetta allt sain- an (sem er nú nógu slæmt), er þessi sifelldi skipulagslausi tón- listarhrærigrautur. Tökum til dæm- is dagskrána eitt laugardagskvöld- ið. Jú, sæmilegt leikrit, siðan kynning á verkum horfinna snill- inga, svo sem Rrahms, Chopin o. s. frv. til klukkan tíu, síðan fréttir og veðurfregnir, og siðan koma hin langþráðu danslög til klukkan tólf. En hvers konar dans- lög eru þetta eiginlega? Fyrst eru leikin 3—4 vinsæl lög, síðan kem- ur aldagömul syrpa, sem stendur yfir í tíu mínútur, þar næst jass- lög, svo lög úr söngleikjum o. fl. Hvernig væri að Ríkisútvarpið tæki aðrar þekktar útvarpsstöðvar sér til fyrirmyndar, t. d. Luxem- burg og reyndi að flokka lögin niður. Þá mætti hafa dagskrána svona: T. d. einn harmonikku- þátt í viku, einn til tvo þætti þar sem aðeins yrðu leikin lög úr söngleikjum, einn til tvo jassþætti og síðast en ekki sizt það sem all- ur meiri hlutinn vill hlusta á, vin- sæl dægurlög. Mættu vera einn til tveir þættir á dag og yrðu þeir þannig, að leikin yrðu 20 vinsæl- ustu lögin. Ríkisútvarpið þyrfti að hafa samband við Luxemburg eða „Kanann" og fá sendar plötur sem eru efst á lista. Er ég viss um að slikur þáttur yrði mjög vin- sæll. Kannske er ég kominn út í músiköfgar, en samt held ég að músik sé vinsælasta flutningsefn- ið, sérstaklega ef stjórnendur þátt- anna eru vel vakandi og skemmti- legir, en annað vill nú brenna við. Auðvitað á ekki að vera eintóm músik í Útvarpinu, þvi, að tak- markið er eitthvað fyrir alla, sagði Vilhjálmur Þ. einu sinni. Væri gaman að heyra álit annarra á þessu máli. Svo vona ég að þið gefið þessu pláss, þó langdregið sé. Með þökk fyrir skemmtilegt lestrarefni. Hvernig er skriftin, ha? Óánægður nöldurpúki. — — — Eg held ég nenni ekki að nöldra á móti þessum skrif- nm þínam „ó. n.“ minn. Ég vil aðeins benda þér á eitt: Ég veit ekki betur en Rikisútvarpið flokki einmitt tónlistarefni sitt niður i sérstaka þætti, harmon- ikuþætti, jassþœtti og ég-veit- ekki-hvaða-þætti. Stöku sinnum er svo flutt sín ögnin af hverju, þannig að „eitthvað sé fyrir alla.“ Svo þætti mér vænt um, að þú sendir mér nafn þitt og heimilisfang. Mig langar nefni- lega til að scnda þér fimm aura í tilefni þess, að bréf þitt er þúsundasta vélritaða bréfið, sem okkur hefur borizt undanfarin tíu ár, sem endar á þ/essari líka sprenghlægilegu setningu: „Hvernig er skriftin?“ Limbó vors lands... Kæri Póstur. Okkur liefur lengi langað til að skrifa þér, en loksins látum við verða að því. Spurning okkar er: Hvers vegna er verið að klessa gömlum og góðum islenzkum lög- um í Limbo, Twist og Rock? Tök- um sem dæmi „Bí, bi og blaka twist.“ Svo höfum við oft tekið eftir því, að verið er að setja Guðs orð í danslagatexta. Það finnst okkur ekki hægt. Samt höfum við mjög gaman af danslögum. Ætli þjóðlögum okkar íslendinga verði ekki næst breytt í Limbo, Rock eða Twist? Vonandi ertu sammála okkur. Með þökk fyrir gott lestrarefni. Fimmurnar. --------Innilega og hjartanlega sammála. Regndar skal ég um- bera góðlátlega gaman i þess- um efnum, en satt er það, þetta horfir allt annað en vel. Fegurðarsamkeppni... Kæri Póstur. Nú stendur yfir fegurðarsam- keppni, og i þvi tilefni langar mig til að setja út á margt, og spyrja margs. Það, sem mig langar til að byrja á, er að spyrja hvers vegna þið er- uð að hafa fyrir að birta myndir og atkvæðaseðla. Mér virðist það nlgerleg'a tilgangslausti, þ)ar sem þið hafið ákveðið allt fyrir fram. Víst er gaman að sjá fallegar stúlkur, en þessi dómnefnd, sem £ — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.