Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 7
Tvistið ætlar að endast. Það er jafnvel komið norður á Sauðárkrók. Og sæl dansar æskan skagfirzkt tvist. Þótt margir séu þreyttir eftir sæluvikuna, er hún mörgum kærkomin, andleg hvíld. Til dæmis skagfirzku húsfreyjunum. Hún er þeim tækifæri til þess að lyfta sér upp úr tiltektum, þvotti og harnagargi hins daglega lífs og snúa sér að því að njóta liðandi stundar. Enda liggur við, að gleðin og ánægjan myndi fiéttaðan geislahaug um höfuðin á þeim. Jóhann Baldurs, bifvélavirki og verkstæðisformaður, er laginn og mikilvirkur söngvari á skagfirzka vísu, að minnsta kosti þegar liða tekur á sælunótt á sæluviku. Hann tekur völdin í sínar hendur ef með þarf, og ferst það vel úr hendi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.