Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 9
Það eru margir um boðið að komast inn á skemmtun í Bifröst. Það er haft fyrir satt, að sumir hafi týnt af sér skónum í þrönginni og ekki haft hugmynd um það fyrr en löngu seinna, af því að þeim tókst aldrei að ná niður með fæturna. En Baldur Jónsson lögregluþjónn stóð eins og klettur í báða fætur í þrönginni og lét sig hvergi. Þegar jörðin fór að kippast fyrir norðan I vor, svo sem menn minnast, hélt einn ölkeri á Króknum að hann væri orðinn vitlaus, af því að flaskan hans fór á kreik af sjálfsdáðum og ýmislegt annað brá á kreik. Hann skundaði því út til þess að jafna sig í kvöldloftinu, en þá tók ekki betra við, því hann ma'tji hóp manna, sem litu út eins og þeir væru klipptir út úr íslendingasögunum. Hægra megin á þessari mynd eru tveir þessara forneskjumanna; þeir eru reyndar leikarar og léku í Fjalla-Eyvindi. Sá hægra megin heitir Kristján Skarphéðinsson og er bifvélavirki á Króknum, hinn er Haukur Þorsteinsson hljómsveitarstjóri, bróðir Erlu Þorsteins. Gegnt þeim er Jón Jónsson frá Bessastöðum, og líklega eru það afkomendur þessara manna, scm sjást í kring um þá. Þetta eru hjón. Fjalla-Eyvindur og Halla. Það er að segja: Það cru hjón, sem leika þau. Hann hcitri Kári Jónsson og er verzl- unarmaður, hún heitir Eva Snæbjarnardóttir. Henni hlýt- ur ?.ð hafa gengið vel að syngja Sofðu unga ástin mín, ef henni svipar nokkuð til Snæbjargar systur sinnar, sem er þekkt söngkona. Það sem hæst ber„ er sýnlng Leikfélags Sauðárkróks. Að þessu sinni var viðfangscfnið leikritið Fjalia-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson, en nú eru einmitt liðin 15 ár, sfðan leikrit var fyrst fært upp £ Skagafirði með skagfirzkum leikkröftum, og Fjalla-Eyvindur varð fyrstur fyrir valinu. Leikstjóri var Eyþór Stefánsson, sem hér er að þurrka af sér sminkið um leið og hann rabbar við Jón Jónsson á Bessastöðum, en Jón hefur gætt þess að eiga a. m. k. eina sæla viku á hverju ári undanfarin 63 ár. Jóhann Baldurs getur vel sungið, þótt hann sé ekki söngstjóri. Hæfilegt magn af söngvatni spillir heldur ekki fyrir. Hér hcfur hann stofnaö þriggja manna kvartett ásamt tveimur glöð- um Skagfirðingum. VIKAN 21. tbi. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.