Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 11
NYTT — GEFIÐ SKÖPUNÆRÞRÁNNI LAUSAN TAUMINN LJÚKIÐ VIÐ MYNDIRNAR Það er einróma álit sérfræðinga, að nauðsynlegt sé fyrir sál- ina að slaka á spennunni öðru hvoru og mynda eðlilega út- rás á ofsanum í geðrónni. Sé það gert reglubundið, þá gæti farið svo að kransæðastíflan kæmi einu ári seinna. Einn bezti öryggislokinn fyrir sálræna spennu er myndsköpun. En þar sem öll byrjun er erfið, þá vill Vikan létta undir með mönnum fyrsta skrefið. Ragnar Lárusson, teiknari hefur gert oss þá þénustu að byrja á tveim myndur, en nú er ykkar að ljúka við þær svo sem meðfylgjandi skilgreiningar herma. Eins og allir vita er ísland að verða eitt helzta ferðamannaland heimsins af því að hér var alltaf hiti í vetur, þegar allir voru að frjósa í hel úti í Evrópu. Þessum náttúrugæðum var fylgt eftir feð viturlegri löggjöf um ferðamál og nú ætla margir að næla sér í aura luxusflakkaranna. A. m. k. ein ferða- skrifstofa hér í bæ ætlar að gangast fyrir lúxusferðum (high class) og hyggst hafa til þeirra ferða einn eða tvo gamla Kádiljálka, sem enn eru í umferð. Hér hefur Ragnar byrjað á mynd af high-class-ferð. Kádiljálkurinn hefur lent ofan í super de-luxe hvarfi og millarnir bera sig til að ýta honum uppúr undir öruggri og virðulegri stjórn fararstjórans. Teiknið hina farþegana, sem eru gengnir burtu og hótelið, þar sem þeir búa. Það er líka de-luxe (í gömlum barnaskóla, heimavistarherbergi) og jafnvel klósettin eru high-class. Þetta er frambjóðandi á kosningafundi. Það er að segja eins og sagt var frá fundinum í blaði andstæðinganna. Frambjóðandinn hafði að vanda tuggið upp hverja fjarstæðuna á fætur annarri (mest vísvitandi lygar). Það kvað hafa verið afar mannfátt; í mesta lagi tveir eða þrír. Þar af gekk einn út og annar sofnaði. Sem sagt: Flokki frambjóðandans til hinnar mestu hneisu, svo sem vænta mátti. Nú skulið þið ljúka við myndina og teikna fundinn eins og sagt var frá honum í flokks- blaði frambjóðandans. Réttið dálítið úr honum og yngið hann úm tuttugu ár. Gefið honum heimsborgaralegt fas þar sem hann rífur niður rökvillur andstæðinganna með vorkunnlátu glotti. Teiknið salinn troðfullan og alla hina, sem urðu frá að hverfa. Teiknið líka einhuginn, sem ríkti á fundinum. Jí VIKAN 21. tbl. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.