Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 25
VIKAN BRÉNNIR HANN OLÍUNNI Það hafa sjálfsagt margir tekið eftir því, að bíllinn, sem venjulega „hreyfir ekki olíu,“ tekur upp á því að eyða henni. furðu drjúgt, þegar ekið er tímum saman á talsverðum hraða í lang- keyrslum. Sumir taka ekki eftir þessu, fyrr en olíuljósið fer að blikka í beygjum — ef peran er þá ekki sprungin, eða mælirinn fellur á þeim bílum, sem hafa smurþrýstimæli. Margir verða skelfingu lostnir,halda að þeir hafi fengið högg undir pönnuna og gat eða skrjóðurinn sé farinn að brenna og það þurfi að taka upp mótorinn. En þetta er ekki svo skrýtið. Þegar mótorinn gengur á fullum snúningshraða klukkustund eftir klukkustund, þyrlar sveifarásinn olíunni upp um allan mótor. Hitinn verður líka hærri en gerist á styttri vegalengdum, svo olían þynnist. Jafnvel þótt mótorinn sé í góðu lagi, eru olíuhringirnir á stimplunum ekki færir um að halda allri ol- íunni niðri, og mótorinn fer að brenna. Þetta er allt í lagi, meðan olían fer ekki að hverfa allt of hratt. Það sakar nefnilega alls ekki á langkeyrslum að fá svolítinn aukasmum- Hann er ekkert gyðinglegur í útliti þessi. Samt er hann framleiddur í ísrael og heitir Sehra sport. Hann er með 1700 ccm. mótor, 80 ha, og getur haldið 140 km meðalhraða á klst. Hann hefur diskabremsur á framhjólunum og þykir í marga staði mjög skemmtilegur bíll. ísraelsmenn framleiða einnig f jögra manna Sebra, sá hefur 1200 ccm. mótor, en að öðru leyti vitum við minna um hann. Framleiðandinn er Autocars Co í Haifa. ing efst í strokkana og stimplana. Ef olíueyðslan með sér tvær eða þrjár dósir af smurolíu, þegar verður svo aftur eðlileg við venjulegan akstur, maður leggur af stað í langferð, þótt ekki sé er ekkert að óttast. vitað til þess, að mótorinn- brenni olíunni. Að smurljósið fer að blikka á beygjum eða Það er ekki víst, að maður sé neins staðar mælirinn fellur stafar af því, að olíudælurnar nálægt benzínstöð, þegar olíuljósið fer að blikka eru oftast til hliðar í sveifaráshúsinu, og þegar aða mælirinn fellur, og þótt það sé venjulega miðfióttaaflið í beygjunum kastar olíunni frá inn- hættulaust að blanda saman tveim olíutegund- takinu í dæluna, hættir hún eðlilega að dæla. um á mótorinn, er það fremur óráðlegt, svo ekki Það er því nokkurn veginn sjálfsagt að hafa er vert að gera það ef hjá því verður komizt. RAFEINDA — „Bí BÍ OG BLAKA“ Þá er svefnleysið úr sögunni, án þess nokkur viðsjárverð lyf komi til, fullyrða rafeindasér- fræðingar við læknaháskólann í Tennessee. Mætti það sannarlega kallast gleðiboðskapur öllum þeim, sem löngum liggja andvaka um nætur — ef satt reyndist. Þessir sérfræðingar hafa nú smíðað tæki nokkurt, sem þeir kalla „Anesthetrorinic". Sjálft tækið er lítið fyrirferðar; rúmast vel á svefn- herbergisborði, en við það er tengd spöng með litlum kringlum á endum. Með spönginni hald- ast kringlur þessar að höfði hins svefnvana, fyrir ofan og aftan gagnaugun. Þegar stutt er á rofa, fer 25 volta rafstraumur um heilann, milli kringlanna, og hefur það þau áhrif, að hinn svefnvana sofnar tafarlaust, en straum- tímabilið er einungis tvær sekúndur, og er við- komandi sofnaður væran tíu sekúndum eftir að straumurinn er rofinn. Þegar hann svo vaknar aftur, finnur hann ekki til minnstu óþæginda, heldur er hann hress og endurnærður, og full- yrða læknar og sérfræðingar, að „stöðug“ not- kun geri heila eða taugakerfi síður en svo nokk- urt mein, heldur hafi hún róandi áhrif á fólk. Tækið er nú fáanlegt hjá „Southem Solid State Electronics, Insl. Memphis“. ★ LEIÐSÖGUTÆKI FYRIR BLINT FÓLK Síðasta áratug hafa komið á markaðinn nokkrar mismunandi gerðir leiðsögutækja fyrir blint fólk, sem að einhverju leyti hafa byggzt á sömu hugmynd og radartækin en gefizt mis- jafnlega. Sérfróðir menn halda því fram, að mörg þessara tækja séu í rauninni hin gagn- legustu, en valdi vonbrigðum fyrir það, að skrumað hafi verið af því í auglýsingum, að þessi tæki gætu veitt hinum blindu örugga leið- sögn í borgarumferð. Þess séu þau ekki megnug, enda sé umferðin svo gífurleg, hröð og tillits- laus, að alsjáandi séu þar í stöðugri hættu, svo þess sé engin von að nokkur tæki geti tryggt blindum þar öruggan og hættulausan umgang. Tæki þessi — sumhver að minnsta kosti, geti aftur á móti orðið blindum að góðu liði innan húss og eins í umhverfi, þar sem ekki þarf við jafn leifturskjótra viðvörunar og viðbragða og í borgarumferð. Sumir sérfræðingar halda því jafnvel fram, að aldrei verði framleidd þau tæki, sem geri blindum óhætt í umferðinni, því að viðbrö 'ðin hljóti sá blindi alltaf að verða að ákveða sjálfur, að fengnum viðvörunarmerkjum tækjanna, en þar sem alsjáanda vilji iðuglega skjöplast mat á hinum síbreytilegu aðstæðum í broti úr andrá. Þrátt fyrir skjóta yfirsýn, segir sig sjálft hve blindum verði það erfiðara, sem ekki hafi yfirsýn út yfir næmleikasvið tækisins. Engu að síður er enn unnið af kappi að full- komnun þessara tækja, og nú er farið að byggja gerð þeirra á annarri tækni, en eldri radar- tækin.Nú er það yfirhljóðsradartæknin — það er endurkast hljóða sem hefur svo háa tíðni, að mannlegt eyra nemur það ekki — sem lögð er til grundvallar. Það eru hinar heimskunnu Lochsheed-verksmiðjur, eða sú deild þeirra, sem vinnur að gerð rafeindatækja fyrir flugskeyti og gervihnetti, sem vinnur nú að smíði þessara nýju tækja, og telja sérfræðingar þeir, sem að því starfa, að þess verði ekki langt að bíða, að það komi á markaðinn, og eins, að það verði mun fullkomnara en þau, sem nú eru fáanleg. Tæki það, sem sést á myndinni, er einungis frumgerð; þegar til kemur er gert ráð fyrir að tækið verði ekki stærra en svo að það rúmist í frakkavasa. ☆ VIKAN zi. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.