Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 33
Grískur harmleikur. Framhald a£ bls. 16. koma til hennar leynilegri orðsend- ingu, sem ég fékk „blindan" bein- ingamann til að lauma í lófa henni- ar, þegar hún kom út úr gistihúsi sínu. Orðsendingin var á þessa leið: „Látið engan lesa það, sem stend- ur á þessum miða. Dulbúið yður sem bezt þér getið. Bíðið síðan á horn- inu úti fyrir hárgreiðslustofu Oro- myxoz klukkan níu í kvöld. Blár fólksbíll mun nema staðar, bílstjór- inn flauta þrívegis. Komið inn um afturdyr bílsins. Þér hafið ekkert að óttast. Gleypið miðann“. Um kvöldið beið ég hennar á til- teknum stað. Ég var klæddur svört- um fötum með hvítan vefjarhött og hinn þorparalegasti ásýndum. Þér megið trúa því, að ég get verið þorp- aralegur ásýndum, þegar ég vil það við hafa. Lærði það í afríkanska hernum. Bílstjórinn hleypti henni inn í aftursætið. Og fari það bölvað, ef hún hafði ekki dulbúið sig sem Araba í hvítri skikkju með hettu og öBu saman; já, meira að segja límt á sig sjapplínsskegg, að mér heilum og lifandi, maður. Jæja, það leit ekki svo ósannfærandi út í kvöldrökkrinu, þrátt fyrir allt. Og hvað haldið þér — jú, hún snerti í mér fínu taugarnar. Minnti mig ósjálfrátt á það, þegar systir mín var að búa sig á grímudansleik í barnaskólanum. Ég fann að ég mátti ekki fyrir nokkum mun bregðast henni; það hefði verið eins mikil synd og að svipta telpuskinn allri þeirri ánægju, sem hún var búin að hlakka til dögum saman. Ég varð því að leika sjónarspilið á enda. Þess vegna sagði ég henni, að ég hefði greiðan aðgang að hinu leynilega lastabæli Hassans sjeiks hins margbölvaða, en þar væri sér- hver „vantrúaður“ steindrepinn ef hann kæmist þangað inn svo upp- víst yrði, og væri um konu að ræða, biði hennar slík pynding, sem væri þúsundfalt verri en nokkur dauð- dagi. Og vitanlega kostaði það skildinginn sinn, að komast þangað ipn. Það varð ég að segja, annars hefði henni ekki þótt neitt til þess koma. Ekki fyrir það, að ég væri að ágirnast aurana hennar; nei, þetta var bara hrein og klár sál- fræði, skiljið þér. Vitanlega fór ég ekki með hana á neinn hættulegan stað. Þessi krá var ekkert annað en blekking ein, sem efnt var til í því skyni að hafa fé af auðtrúa ferðafólki. Þegar öllu var á botninn hvolft var staðurinn til muna hættuminni og heiðvirðari en næturklúbbur í Chicagó, sem rekinn er undir lögreglueftirliti. En öllu haganlega fyrirkomið, samkvæmt minni hugmynd. Gengið gegnum mörg salarkynni, stöðugt myrkari, unz kom í sal, þar sem varla sást glæta. Við og við veinuðu svo kon- ur þar í myrkrinu, rétt eins og verið væri að drepa þær; grammófónplöt- ur, maður minn —- mín hugmynd, skiljið þér — og önnur óhljóð þarna eftir því. Og þegar við vorum á leið- inni þarna inn í hið allra myrkasta, mætum við tveim tröllstórum svert- PHILCO A SUBSIDIARY OF Ford Motor Company Frystihólf rúmar yfir 30 kg. Rúmgóð kjöt- og fiskskúffa sem heldur matnum við frostmark. Færanlegar hillur. Rúmgðð græn- metisskúffa. Fótstigin opnun. Rými fyrir 18 egg. Lokað hólf fyrir smjör og ost. Rými fyrir 5 mjólkurfl. 10,5 cub. fet VERÐ KR. 15.538,00 CTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: 0. JOHMSON l KAABER H.F. Sætúni 8 - Sími 24000 Hafnarstræti 1 - Sími 20455. ingjum, dröslandi ungri og fallegri, ljóshærðri stúlku í hlekkjum á milli sín. „Ambátt," sagði ég við skáld- konuna og lét sem ekkert væri. Þetta var mín hugmynd, skiljið þér. „Hvað ætla þeir að gera við hana?“ spurði hún. „Taka hana af lífi, vafalaust," svaraði ég. „Hvað annað ...“ Þessi ljóshærða stúlka var í rauninni hár- greiðslukona og gift flautuleikara. Og enn heyrðist hljóð, gömul og heldur illa heppnuð hljómplötuupp- taka af rítandi og skrækjandi hýen- um yfir bráð sinni. Ég verð að játa, að enda þótt það væri mín hug- mynd, hrökk ég alltaf dálítið við, þegar ég heyrði þetta andstyggilega hljóð. Vandist því aldrei. „Hvað er þetta?“ spurði skáld- konan. „Krókódílar," svaraði ég. „Hassan hefur tvo gamla og gráðuga krókó- díla í eins konar sundlaug hérna. Það auðveldar honum að losna við ambáttirnar. Þeir láta svona, þeg- ar þeim er gefið að éta, einkum ef það eru ljóshærðar ambáttir." Ég hlaut að dást að hugrekki skáldkonunnar. „Ég hef heyrt í krókódílum," sagði hún. „Þeir öskra ...“ „Ekki þegar þeir háma í sig heitt mjúkt kjöt,“ svaraði ég. „Þá veina þeir sisvona." Þegar við fórum að venjast myrkrinu inni í því allra myrkasta, tóku við ýmis skemmtiatriði. Már- iskar nektardansmeyjar, slöngutemj- ari, ívið djörf ástaratriði menguð hóflegum kvalalosta; allt mínar hugmyndir, skiljið þér. Og svo tón- listin; seiðhljóma, arabískar flautur. Þegar ég áleit nóg komið af svo góðu •—- þegar annar hinna tröll- auknu svertingja hafði gengið skammt frá, þar sem við sátum, með nakið sverð í annarri hendi og höf- uðstóra melónu, vafða inn 1 tómat- sósulekandi handklæði í hinni — gaf ég Slimone draug, eins og hann var venjulega kallaður, merki um að koma fram á sjónarsviðið. Slimone draugur var hann kall- aður fyrir það, að hann gat leikið dauðan mann af aldeilis óvenju- legri snilld. Hann gat slakað svo á öllum vöðvum í einni andrá, að þeir urðu grútmáttlausir. Og nú kom hann þarna inn, sómasamlega búinn, en eins og dauðinn uppmálaður. Það var raunar ekki neinn leikur því að hann var orðinn þannig útlitum, eftir að hafa keðjureykt hashis í áratug. „Sjáið þér hann, þennan,“ sagði ég. „Hann hlýtur að vera eitthvað veikur, maðurinn,“ sagði hún og það var allt og sumt. „Eins og hann sé allur hengdur upp á þráð. Hann ætti að liggja í sjúkrahúsi.“ Ég sagði: „Hann mundi líta enn verr út, ef hann héldi að einhver hérna bæri kennsl á sig. Nasser mundi með glöðu geði greiða tutt- ugu þúsund sterlingspund fyrir að mega yfirheyra hann í einrúmi í nokkrar klukkustundir. Þetta er hinn frægi Faujas de Saint-Fond.“ VIKAN 2L tbL — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.