Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 37
RÉTTIR ÚR EGGJUM. Framhald af bls. 22. áður, eru líka góðir, V2 tsk. rifinn laukur og persilja og annað grænt grænmeti er oft notað. Smáskorin skinka gerir eggjahræruna matar- meiri og alþekkt er að hafa hrærð egg með reyktum laxi. OMELETTUR. Það er aðallega um tvenns kon- ar grunnuppskrift af omelettum að ræða. í aðra eru hvíturnar þeytt- ar og mætti kalla hana freyðandi omelettu en í hina eru eggin hrærð í heilu lagi og gengur hún undir nafninu frönsk omeletta. FREYÐANDI OMELETTA. 4 egg, V2 tsk. salt, pipar (smekks- atriði), 4 matsk. vatn eða mjólk, feiti til að steikja úr. Þeytið egjahvíturnar, þar til þær eru stífar en ekki þurrar. Eggja rauðurnar eru hrærðar þar til þær eru þykkar og ljósar og mjólkinni og kryddinu bætt í. Hvítunum blandað mjög varlega saman við. Feitin hituð á pönnu, en gæta þarf þess, að hún verði ekki of brún. Síð- an er omelettan steikt aðeins öðr- um megin við mjög lítinn hita, en þegar hún er að verða fullsteikt er sú fylling, sem nota á í hvert sinn, sett á annan helminginn og svo þeg- ar fyllingin er orðin heit og omelett- an fullsteikt, er hinn helmingurinn brotinn yfir fyllinguna. Þessa ome- lettu má líka baka í volgum ofni í 10—15 mín. og þarf ekki að bera hana jafn fljótt fram og hún hefði verið steikt á pönnu — því að ome- lettu, sem steikt er á pönnu, þarf að bera fram samstundis. Fylling í slíka omelettu má vera margs konar, t. d. sveppir, tómatar, smásaxað og kryddað kjöt eða fiskur, brúnaður laukur, alls konar grænmeti og svo sulta eða ávextir, ef nota á ome- lettuna sem ábæti. FRÖNSK OMELETTA. 6 egg, V2 tsk. salt, pipar, 4—6 matsk. mjólk eða vatn, 3 matsk. feiti til að steikja úr. Eggin hrærð þar til þau hafa sam- lagazt vel, kryddið sett í og vökv- inn. Omelettuna má baka án þess að bæta nokkrum vökva í, en hitt er algengara. Bakað í feitinni á pönnu við lítinn hita. Þegar brún- irnar fara að stífna er þeim lyft varlega upp öðru hverju, svo að deigið, sem ekki er bakað i miðj- unni, renni undir omelettuna. Þeg- ar allt er stífnað er omelettan búin. Með henni má bera sósur eða fylla hana og leggja saman eins og hina. Hér fara á eftir nokkrar uppástung- ur um fyllingu: OSTA-OMELETTA. Rétt áður en omelettan er lögð saman, er (4 bolla af rifnum osti stráð yfir. BRAUÐ-OMELETTA. Franskbrauðsteningar eru steikt- ir í smjöri þar til þeir eru ljósbrúnir. Vi bolli er settur saman við eggin og steikt eins og áður er sagt. HÁDEGIS-OMELETTA. Þá er ekkert smjör sett á pönn- una, en V2 bolli af söxuðu baeon steikt þar til það er næstum stökkt. 1 matsk. fínsaxaður laukur settur saman við og 1 bolli kaldar kart- öflusneiðar. Steikt þar til laukurinn og kartöflurnar hafa aðeins fengið á sig lit. Eggjunum hellt yfir og steikt eins og venjuleg frönsk omeletta. Á sama hátt er sveppa- omeletta gerð. OMELETT AUX FINIS HERBES. Alls konar grænt grænmeti er sett saman við eggin, áður en omelettan er steikt, t. d. persilja, graslaukur, og líka má nota krydd •úr dósum, t. d. basil, thyme, tarra- gon, marjoram og fleira. ROMM-OMELETTA. Notið þá aðeins 2 matsk. af vatni, en bætið 2 matsk. af rommi í eggin og 1 matsk. af sykri. Omelettan sett á vel heitt fat og 2—3 matsk. af rommi hellt með hliðum hennar og síðan kveikt í. Gott er að strá svo- litlum sykri yfir hana. GÓÐ MORGUNEGG. 2 sneiðar af bacon eru steiktar á pönnu. Þegar það er stökkt, er það mulið saman við 1 bolla af corn flakes. Kryddað með salti og pipar og hrært með 1 matsk. af baconfeitinni. 4 lítil mót á stærð við lítinn bolla, eru smurð með baconfeitinni og corn-flakesblanda látin á botninn. Síðan er eitt egg brotið í hvert mót og reynt að láta rauðuna vera heila. Svolitlu salti og pipar stráð yfir og það sem eftir er af corn-flakesblöndunni sett ofan á. Bakað í meðalheitum ofni í u. þ. b. 5 mín. FYLLT EGG. 6 harðsoðin egg skorin í tvennt eftir endilöngu. Rauðan tekin úr og mulin saman við 1 tsk. sinnep, IV2 matsk. matarolíu, svolitla saxaða persilju. Blandan sett í eggjahvítu- bátana og búin til sósa úr: 2 matsk. hveiti, 2 matsk. smjör, mjólk, 2 matsk. rifinn ostur. Eggin lögð í eldfast fat, sósunni hellt yfir og bak- að í ofni í ca. 20. mín. Gott er að strá meiri lausum rifnum osti yfir og bakað í ofni í ca. 20 mín. Gott er að strá meiri lausum rifnum osti yfir áður en það er bakað. ★ KATTAFJÖLSKYLDA. Framhald af bls. 19 Sníðið nú augu og nef ’úr filtinu, og styðjizt við myndina með stað- setningu. Ágætt er að hafa neðra stykki augans hvítt, það næsta svart og þá aftur hvítt eða grænt. Munnur er saumaður með legg- saumi og bleikleitu „arora“-garni. Festið veiðihárum og tunguna í kattapabba. Saumið nú svuntu kattamömmu, hafið svuntupilsið um 20x15 sm að stærð og vasann 5x8,5 sm. Saumið bönd og hnýtið svuntuna fasta. Stingið öðrum kettlingnum í vasann, og tyllið honum föstum með tveim- ur nálsporum. ★ FIT-HÁRKREM HELDUR ÍIÁRINU SNYRTILEGU, NÆRIR HÁRSVÖRÐINN OG GEFUR IIÁRINU FALLEGAN GLJÁA. FIT-HÁRKREM MÝIvIR OG STYRKIR HÁRIÐ ÁN ÞESS AÐ FITA EÐA KLESSA. FIT-HÁRKREM INNIHELDUR VÍTAMÍN F OG SILIKON. Sterling h.f. SÍMI 13649 VIKAN 21. tbl. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.