Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 42
Þú vannst fyrir þessu. Keyptu þér stígvél. Með sporum. Trigger hafði notað tímann dyggi- lega til þess að sleikja smjörið. — Hættu þessu, Trigger, æpti Cowboy. — Þetta rennur í gegn um þig eins og laxerolía! — Gefðu í drengur, sagði Earl. — Löggan heldur ekki kyrru fyrir í Olympía í allan dag. Esco gaf í og beygði inn á Elm- wood. Þeir stefndu niður að ánni. Hann ók með fjörutíu kílómetra hraða og fór eftir umferðareglun- um. Þeir vildu ekki vekja meiri at- hygli, en smjörslóðin lá eftir þá á malbikinu og þegar þeir stönzuðu, kom pollur. Þegar þeir komu á Wayne Street, moldargötuna í svert- ingjahverfinu, hélt Earl að þeir myndu ná ánni klakklaust. Hann hafði rangt fyrir sér. Wayne Street er ekki malbikuð. Þess vegna er gatan eins og þvotta- bretti. Nýir bílar og lögerglubílar eru sjaldan á ferli í Wayne Street, vegna þess, að það hristir alla bíla í sundur, og ef maður er svo óhepp- inn að lenda ofan í stórri holu getur það skemmt bæði bíl og bílstjóra. Þeir heyrðu í lögregluvælunni á horni Wayne Street og Calhoun Street. Earl fannst eins og gróf þjöl væri dregin þvert yfir nefið á hon- um og hjartað í honum hætti að slá. Esco fölnaði, en áttaði sig strax og steig benzíngjöfina í botn. Rykið á Wayne Street reis fyrir aftan þá eins og veggur, og fyrst í stað hélt Earl að lögreglan hefði misst af þeim. Þeir óku með áttatíu kíló- metra hraða í suðurátt og þutu yfir holurnar. Fjaðrirnar og dempararnir í Húdsoninum voru vanir svona veg- um, en það var ekki sama uppi á teningnum með Fordinn, sem elti þá. Ef þeir gætu ekið lengi á svona vegi, höfðu þeir möguleika á því að stinga lögregluna af. En það var komið nærri kosningum, og farið að malbika göturnar aftur, svo þeir urðu að gæta sín. Esco vissi það, svo hann beygði niður Lincoln Street, ók eftir því að Divine Street og aft- ur upp á Wayne í hina áttina. Hann fylgdist með Fordinum í bakspegl- inum, og sá hvernig hann hoppaði eins og golfkúla á veginum. Það dró sundur með þeim, en þeir gátu ekki endalaust haldið áfram að skjökta á Wayne Street. Löggan myndi bara kalla á annan bíl, og þeir lokuðu götunni fyrir þeim. Búið og gert. Þeir voru næstum hálfri annarri húsaröð á undan. Esco reiknaði út, að þeir þurftu að vera að minnsta kosti tveimur eða þremur húsaröð- um á undan. Ef þeir væru tveim húsaröðum á undan, gætu þeir rennt sér fyrir hornið og yfir aðaltorgið í negrahverfinu, þar myndu þeir hrista Fordinn af sér. Þeir voru nú að nálgast Blanding Street á næstum hundrað kílómetra hraða. Hundrað metrum lengra var ræsi yfir Blanding. í fyrra skiptið hafði Esco næstum stanzað til þess að mjaka Húdsoninum yfir ræsið. Að þessu sinni minnkaði hann hrað- ann niður í sjötíu og hrópaði: -— Haltu þér! Earl studdi báðum hönd- um upp í þakið til þess að þjóta ekki upp úr bílnum. Þegar bíllinn hoppaði yfir ræsið, fannst honum að bakið hefði brotnað á tveim stöð- um, sömuleiðis hendurnar og hand- leggirnir. Hann leit aftur. Lögreglu- bíllinn nam næstum staðar við ræs- ið, og þeir fengu enn hundrað metra forskot. Esco skauzt inn á Elbow til Do-Rite Alley og aftur til vinstri inn á Joe Luis Boulevard. Nú voru þeir hólpnir. Kannski. Esco nam staðar, lækkaði í út- varpinu. Svo biðu þeir. Þeir þurftu ekki að bíða lengi. Lögreglubíllinn kom í ljós fyrir aftan þá. Andartaks- stund datt Earl í hug, að lögreglan hefði fylgt smjörslóðinni, en svo sá hann, að það gat ekki verið. Hún sást ekki nema á malbiki. Hann varð hræddur, reglulega hræddur. Esco rykkti Húdsoninum af stað, renndi aftur yfir á Wayne Street og í þetta skipti í suður. Þeir lentu í holu og útvarpið hækkaði sig upp úr öllu valdi. Það var verið að syngja auglýsingavísur fyrir Ball- antine viskí. Earl vissi ekki, hvar þetta myndi enda. Hann fól andlit sitt í T- skyrtunni. Hann vildi ekki, að lögg- an sæi hann fyrr en í fulla hnefana. Smjörið var farið að þrána, og þef- urinn var hræðilegur. Hann gægð- ist aftur fyrir upp úr hálsmálinu og sá, að löggan var að draga á þá. Esco sá það líka. — Sá gefur laglega í. Hann er ekki mikið að hugsa um bílinn, sagði Esco. — Heldurðu, að hann nái okk- ur? spurði Earl innan úr skyrtunni. •— Ég býst við því. Og það gerði hann. Hann komst á hlið við þá, svo örlítið fram fyrir, og loks þvingaði hann þá út í vegar- kantinn. Esco hemiaði, rétt áður en þeir skoppuðu út af, og Earl heyrði afturstuðarann rifna af á vegar- kantinum. Hann leit ekki út úr skyrtunni, þótt þeir færu út af, hann langaði ekki til að sjá neitt. Löggan lagði bílnum sínum um tuttugu metra frá þeim og kom í áttina til þeirra. Earl hlustaði á auglýsinga- vísurnar. Kannski væri einhver boð- skapur í þeim. Ballantine Sausage Folks all like it so Allir utan hættu, suður gefur. 4 A-K-9-8-2 v A-8-7-5 4 G-8-6 * 7 4 D-10-6-5-4 y 10-9-6-4 4 K-10-7 * 2 G-7 y G-3 4 5-4-3 4 K-D-10-9-6-4 A 3 y K-D-2 4 A-D-9-2 4 A-G-8-5-3 Suður Vestur Norður Austur (Leventritt) (Nash) (Schenken) (Hubbell) 1 tígull pass 1 spaði pass 3 lauf pass 3 tíglar pass 3 grönd pass 4 hjörtu pass 5 tíglar pass 6 tíglar Útspil spaðafimm. Um miðjan júní hefst heims- meistarakeppnin í bridge. Verður hún að þessu sinni spiluð í borg- inni St. Vincent á ítalíu. Þátttak- endur eru ítalir, núverandi heims- meistarar, Frakkar, Evrópumeistar- ar 1963, Argentína, S.-Ameríku- meistarar 1963 og landslið Banda- ríkjamanna. Landslið Bandaríkjamanna var valið með keppni og urðu eftirfar- andi þrjú pör hlutskörpust: G. R. Nail — James O. Jacoby, Robert Jordan —- Arthur Robinson, How- ard Schenken — Peter Leventritt. Schenken og Leventritt nota gervilauf opnanir með 17 hápunkta eða meira. Leventritt var því með hámarkstígulopnun, sem hann sýndi með því að stökksegja í laufi í annarri sagnumferð. Levintritt drap spaðaútspilið í borði, fór inn á laufaás og tromp- aði lauf. Síðan tók hann spaðakóng- inn og tvo slagi á hjarta heima. Síð- an var lauf og spaði trompaður og nú áttu allir fimm spil á hendi. Spil suðurs voru þrjú tromp og tvö lauf. Enn kom lauf og nú gerði vestur skekkju, sem varð dýrkeypt. f stað þess að trompa í laufið, henti hann hjarta. Suður trompaði enn einn spaða og í ellefta slag ver vestur innifrosinn á tromp. Hann varð að trompa hjartaútspil suðurs og spila síðan upp í trompgaffalinn. Sister, dad and brother Also little Joe. It is delicious, nutritious, Always fresh and fine. Don‘t forget the trademark Good old Ballantine. Eini boðskapurinn, sem hann gat fundið, var um hamingjusama fjöl- skyldu, systirina, föðurinn, bróður- inn og Jóa litla, og hann fann sárt til þess, að þurfa nú að yfirgefa sína eigin fjölskyldu. Hann sá upp úr hálsmálinu, að Esco var með lok- uð augun. Síðar komst hann að því, að hann lá á bæn, lofaði guði því, áð hann skyldi aldrei framar stela. Earl bað einnig sinna bæna innan í skítugri skyrtunni og lokaði út- varpinu. Löggan kom. Hann var með sól- gleraugu. Svo tók hann þau af sér, og reyndist þá vera Roy Clayton. Earl leit út á svæðið hinum meg- in við þá, og sá þar gamalt og ryðg- að bílboddý, og á framhurðina voru máluð orðin: Guð blessi þig. —• Amen, hugsaði hann. Roy bankaði glaðlega á þakið á Húdsoninum og brosti. — Jæja strákar, hér sjáið þið hamingjusam- asta manninn 1 öllum Bandaríkjum Norður-Ameríku. Vitið þið, hvað gerðist? •— Hvað? spurði Esco. — Ég herti upp hugann, og sú litla sagði já. Hann rétti hægri höndina inn í bílinn. — Esco, taktu í höndina á mági þínum. Esco greip höndina á honum og hristi hana ákafur. Earl gerði hon- um sömu skil. —- Er það þess vegna, sem þú hefur verið að elta okkur? spurði Esco. Roy kveikti sér í sígarettu. — Á morgun verð ég orðinn leigubíl- stjóri, og hef þá ekki vald til að handtaka neinn. Og mér finnst, að maður eigi að gæta heiðurs fjöl- skyldu sinnar. Er það ekki rétt? Earl rak upp fagnaðaróp, en Esco hló. — Ja, hver andskotinn, sagði hann. — Þú verður sennilega ekki sem verstur mágur. Roy veifaði þeim og sneri aftur að bíl sínum. Esco hallaði sér fram á stýrið og byrjaði að blístra. Hann hélt því áfram, þar til Fordinn var horfinn niður Wayne Street. Svo ók hann afturábak upp á veginn og Earl tók stuðarann og lagði hann í smjörið aftur í. — Við skulum fá okkur sápu og þvo bílinn upp úr ánni, sagði Esco. — Mér finnst eins og ég sé lokaður ofan í smjörtunnu. Þeir stönsuðu hjá Old Joe og keyptu sér tvö sápustykki og pakka af þvottasóda. Svo óku þeir niður Wayne Street og Hampton Street í áttina að ánni. Earl hallaði sér afturábak í sætinu og hlakkaði til þess að baða sig. Hann spyrnti með fótunum í mælaborðið og blístraði auglýsingalag Ballantine. Esco beygði út af götunni og setti í lággír þegar hann kom að sand- bakkanum. Sandurinn var gljúpur og bíllinn nam næstum staðar, en Esco gaf í og bíllinn hreinsaði sig af sandinum fram á leirbakkann. 42 — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.