Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 45
á henni. Hinir útlendu menn, sem Schilling var í sambandi við og vörðu milljónum dollara til að ú’yggja sér hernaðarleyndarmál Bandaríkjanna, mundu hiklaust hafa mannaskipti, láta annan koma í hans stað, ef hann brygðist þeim í kvöld. Rilling rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hann áttaði sig allt í einu á því, hversu hættan var mik- il. Maðurinn, sem hann átti að þessu sinni að hafa samband við, var ein- hver Falk skipstjóri á Ealtic Prince, flutnnigaskipi frá Osló, sem átti að koma við á ýmsum höfnum, er voru ekki skráðar á skipsskjölin, sem voru ósköp sakleysisleg. Ef Falk léti úr höfn, án þess að hafa fengið hina dýrmætu flösku í hendur í kvöld, myndi smyglveldi Rillings hrynja til grunna. En hann gæti enn leitað til Tony Korffs. Hann hafði á sínum tíma treyst Tony. Og eins og málin stæðu nú, mundi hann neyðast til að gera það enn einu sinni. Þegar hugsun hans færi að skýrast, er á daginn liði, yrðu þeir að ræða almennilega saman •— vegna gamallar vináttu. Bert Rilling lokaði augunum og reyndi að gleyma að Tony Korff gæti síðar orðið honum býsna hættulegur. SJÖTTI KAFLI. Andy Gray opnaði annað augað með mestu varúð og leit með dálít- illi gremju á vekjaraklukkuna við rúmstokkinn hjá sér. Klukkan var á mínútunni níu — hann stökk fram úr rúminu, tilbúinn til að glíma við vandamál nýs dags. Fyrst fór hann í ískalt steypibað til að koma blóð- rásinni í gang, og svo rakaði hann sig í skyndi. Hann yrði að bíða með að láta klippa sig þar til í næstu viku. Nýþvegin, hvít sjúkrahúsfötin voru eins og venjulega svo stinn, að það var varla hægt að komast í þau. Hann hreyfði axlirnar sitt á hvað til að komast almennilega í ermarnar, sem voru með allt of mik- illi línsterkju, og gerði líka djúpar hnébeygjur, til að buxnaskálmarnar væru dálítið liðugri og meðfæri- legri. Þetta gerðist allt vélrænt, meðan heili hans svaf að hálfu leyti. En hann vissi, að brátt yrði hann að vakna til fullnustu og horfast í augu við það, að hann var ástfang- inn af konu og jafnframt svo að segja bundinn annarri. Það var nógu illt, þegar karlmaður ágirntist konu af öllu hjarta og allri sálu sinni. En þegar hann vildi eiga tvær konur — og af gerólíkum á- stæðum — þá er lífið sem víti á jörðu. Jæja, vinnan beið. Hann tók ró- legur hlustunartækið sitt og morg- unskýrsluna, sem hjúkrunarkonan hafði lagt á náttborðið hjá honum. Nú var hann reiðubúinn — hinn fullkomni læknir á leið til starfs síns. Þegar hann tók um húninn, kom hann auga á umslag sem lá á gólfteppinu — aflangt, fínlegt um- slag, sem nafn hans hafði verið rit- að á. Hann þekkti höndina þegar. Bréfið var stutt, og þar var ekki um neínar málalengingar að ræða — það var nákvæmlega eins og Patricia sjálf. Ástin! Ég held, að við skiljum hvort annað núna — er það ekki? Ég hef að minnsta kosti hvílzt nægi- lega, og ég vona, að þú hafir orð- ið sammála sjálfum þér um, að þú þurfir lika að slaka dálítið á. Vökukonan mín skreppur með bréfið til þín. Ég verð farin héð- an, þegar þú færð það. Þú getur hitt mig í Hotel Plaza mestan hluta dagsins — að minnsta kosti klukkan fimm. Ég hlakka til að bjóða þér kokkteilinn um það leyti dagsins — og frétta hjá þér um framtíðaráætlanir þínar. Undirskrift var engin á bréfinu — það var líka einkennandi fyrir Patriciu. Þrátt fyrir elskulegan tón var bréfið eiginlega fyrirskipun. Patricia hefur þá lagt spilin á borð- ið, hugsaði hann. Nú krefst hún að fá að sjá mín spil, svo að hún geti vitað, hvort okkar hefur tapað. Hann trúði því ekki nokkurt and- artak, að hún væri farin úr sjúkra- húsinu. Patricia fór sjaldan á fætur fyrr en um hádegi — og hvers vegna átti hún þá að gera það síð- asta daginn, meðan hún ætlaði að „hvílast11 þarna? Auk þess mundi hún bíða eftir morgunheimsókn Plants læknis, svona til að sýnast. Andy stóð nokkra stund með bréf hennar í hendinni og hugleiddi, hvort hann ætti að skreppa til henn- ar samstundis, en hætti svo við það — því að það var vafalaust einmitt það, sem hún vonaði að hann gerði, svo að hún fengi sönnun fyrir sigri sínum. Hann reif bréfið í smátætlur og fleygði þeijji í fyrstu pappírskörf- una, sem a vegi hans varð. Þegar hann kom að innganginum á hand- lækningadeildina, fór hann fram hjá velþekktri glerhurðinni á eldhúsinu fyrir sérstakt mataræði, þar sem hann hafði leikið hinn kaldhæðnis- lega skopleik sinn fyrir Júlíu fá- einum klukkustundum áður. Skyndi- leg hugdetta fékk hann til að líta þar inn. Heilaskurðurinn á Jackie litla átti að hefjast stundvíslega klukkan níu-þrjátíu. Hann mundi hafa gott af að fá sér kaffibolla, áður en sú eldraun hæfist. Hann var byrjaður á öðrum boll- anum af riúkandi kaffinu, þegar Júlía Talbot kom inn í eldhúsið með tvö egg í hendi — og bauð góðan dag eins eðlilega og rólega og ef þau hefðu þekkzt alla ævi. Ef hún man eftir kossinum góða í nótt, hugsaði hann, hefur hann að minnsta kosti ekki sett hana út úr jafnvægi. Og ef hún hefur beygt sig fyrir þeirri staðreynd, að ég tilheyri Patriciu Reed, þá lætur hún það sýnilega ekki hafa áhrif á sig. „Annað eggið var ætlað Vicki Ryan,“ sagði hún, þegar hún braut þau á pönnuna. „En því miður höf- um við báðar sofið yfir okkur í dag, svo að Vicki varð að hraða sér til skurðstofunnar, án þess að fá nokkurn annan morgunverð. Eig- 7/,/r SINDRASTOLL GERÐ H-5 Fæst hjá húsgagnaverzlunum víða um land. SINDRASMIÐJAN Hverfisgötu 42 — Sími 24064. VIKAN 21. tbl. 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.