Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 46
um við að skipta þeim á milli okkar?“ „Eins dauði er annars brauð,“ sagði Andy og var feginn því, að rödd hans var eins róleg og rödd hennar. „En hvers vegna ertu svona snemma á ferli í dag?“ „Ég á að verða þér til aðstoðar við heilaaðgerðina," svaraði Júlía. „Það er hvorki meira né minna en Emily Sloane, sem hefur beðið mig um það. Allar aðrar hjúkrunarkon- ur eru bersýnilega uppteknar núna ...“ „Þess vegna þarft þú væntanlega ekki að leggja of mikið að þér.“ „Ungfrú Sloane veit, að ég kann vel við það,“ anzaði hún rólega. „En ef þú vilt heldur, að einhver önn- ur ...“ „Það er engin, sem ég vil heldur hafa til aðstoðar en þig, og þú veizt það ósköp vel.“ „Þá erum við aftur komin að sama stað og við byrjuðum á.“ „í gærkvöldi, áttu við það?“ Hann sá, að hún brá aðeins litum, og svo laut hún dýpra yfir pönn- una. „Á ég að snúa egginu þínu við, steikja það á báðum hliðum?" „Ó, nei, það á að ljóma eins og lítil, gul vorsól.“ „Mér þykir þú vera í góðu skapi í dag,“ sagði Júlía. „En hvers vegna ættir þú ekki að vera það? Þú ætlar að ganga að eiga eina af tíu auð- ugustu stúlkum Bandaríkjanna og færð eigið sjúkrahús út af fyrir þig á morgun, ef þú hefur löngun til þess. Það sagðir þú að minnsta kosti, þegar við skildum í nótt.“ „Ég segi það enn. Og þú ferð kanski til Florida, til að verða sókn- arhjúkrunarkona hjá Timmie?“ „Já, það stendur heima. Ert þú því eitthvað andvígur?" Þar sem hann svaraði ekki, ein- beitti hún sér við að útbúa morgun- verðinn. Andy sá og fann til sigur- gleði, að hún var orðin eldrjóð í kinnum. Hann sat áfram þegjandi, unz hún hafði sett diskana með eggjunum og glóðaða brauðinu á borðið. Þá sagði hann: „Mundir þú vilja, að ég gæfi þér meðmæli, sem þú gætir haft með þér til Timmies?" „Nei, þakka þér fyrir, ég vil miklu heldur mæla með mér sjálf. Annars er Ash læknir vafalaust fús til að veita mér þau meðmæli, sem ég kann að þarfnast.“ „Þetta getur þó ekki verið alvara þin?“ Hún dró bréf upp úr vasanum á kyrtli sínum. „Ég skrifaði bróður þínum þetta bréf í nótt, áður en ég fór að hátta,“ svaraði hún. „Hefur þú löngun til að lesa það?“ „Nei, fjarri því. Það eina, sem ég hef áhuga fyrir, er, að þú hefur ekki sent það í póstinn ennþá.“ „En ég ætla samt að gera það, Andy. Jafnvel þótt ég geti ekki fengið þig til að slást í förina með mér.“ „En hvers vegna, Júlía — hvers vegna? Ég er búinn að segja þér, að þetta líf verður ekkert fyrir Þig •••“ „Þú ert búinn að segja mér svo mikið um hann bróður þinn, að ég er sannfærð um, að ég gæti ekki fengið hentugra starf.“ Hann sneri sér að egginu og byrj- aði að borða það. Sjá mátti greini- lega á svip hans, að honum var sama um, þótt hún fengi að hafa síðasta orðið. Ég er orðinn nógu gamall til að vita, hugsaði hann, að það er von- laust að berjast gegn draumsýnum æskunnar. Hann var viss um, að hann hefði aftur fengið hana til að taka sér varnarstöðu með því að neita að ræða málið — svo viss um það, að hann hélt áfram að þegja, unz hann hafði rennt síðasta munn- bitanum niður. „Við höfum einmitt tóm til að fá okkur sígarettu, áður en við leggj- um til atlögu við Jackie.“ Hann kveikti fyrst í sígarettu hennar, síðan sinni, og rétti svo bollann fram, til að fá meira kaffi. „Þú hefur einfaldlega ekki leyfi til að fara — þú getur hvorki leyft þér það gagnvart mér eða sjálfri þér!“ „Við hvað áttu, Andy?“ „Ég get hjálpað þér til að komast til frama í New York, og auk þess þori ég aldrei að taka að mér skurð- aðgerð framar, án þess að þú hafir fyrst gefið mér morgunverð." „Þetta er nú ekki fallega mælt gagnvart heitmey þinni ...“ „Ég efast um, að Patricia kunni að sjóða vatn, hvað þá meira. Júlía, þú mátt ekki setja þetta bréf í póst. Ég banna þér það! Þú hefur ekki leyfi til að sóa hæfileikum þínum á þennan hátt.“ Framhald í næsta blaði. Yikan á vígstöðvum. Framhald af bls. 14. ið skottinu milli fótanna og látið í minni pokann. Þótt einsýnt megi telja, að Óðinn hefði verið látinn fylgja Milwood alla leið til Aber- deen án þess að hleypa á hann nema gagnslausum púðurskotum, hefði Bretanum ekki dottið annað snjallræði í hug. Við gáfum okkur tíma til þess að drekka sinn hálfpottinn hvor af kaffi í sjoppu úti á Granda, og renndum svo inn á Ingólfsgarð. Garðinum var lokað með kaðli rétt ofan við vinkilinn, landmeginn var kominn aragrúi af fólki, hinum meginn spígsporuðu fjórir lögreglu- þjónar. Utar á garðinum voru fá- einir fréttamenn á norpi. Af gömlum vana þreifaði ég eftir blaðamannaskírteininu í vasanum, þegar við nálguðumst þröngina. Það var auðvitað í hinum jakkanum. Enda er það skráð í nafni Tímans, og þótt það ágæta blað hefði vel getað unnt mér þess að komast gegnum þröngina út á þriggja ára starf mitt í þágu þess, hefði ég ekki kunnað við að beita því falska flaggi. En venjulega er Leican hans Kristjáns og skeggið á mér nóg skírteini, og í trausti þess fetaði ég fast eftir ljósmyndaranum gegn um þvöguna. Pólitíin sneru baki við okkur, þegar við klifruðum yfir kaðalinn. Þeir tóku ekki eftir Kristjáni, en þegar ég var að fara fram hjá þeim, sneru tveir þeirra sér við, og annar lyfti höndinni — líklega í kveðju- skyni. — Vikan, sagði ég mannalega og skundaði áfram. Höndin féll, en um leið og ég fjarlægðist heyrði ég undrandi lögregluþjóninn segja: — Ha? Vikan ???? Svipað fór fyrir starfsbræðrum okkar frammi á garðinum. Árni Gunnarsson á Alþýðublaðinu brosti út að báðum eyrum og spurði: — Haldið þið, að þið getið komið þessu í blaðið á morgun? Skipin voru enn úti á ytri höfn og það var hálf kalt á bryggjunni. Auk fyrrgreinds Árna voru þeir mættir Grétar Oddsson frá Þjóð- viljanum ásamt Ara Kárasyni, ljós- myndara, Ingimundur Magnússon frá Vísi, Tryggvi Gíslason frá út- varpinu og tveir Bretar frá Scottish Daily. Tveir þeir síðasttöldu komu til landsins þá hinn sama dag, mjög vel útbúnir af ljósmyndunaráhöld- um. Þeir kepptust við að ljósmynda skipin, sem enn voru spottakorn undan, og við og við tóku þeir svart- ar smákompur upp úr vösum sínum og skrifuðu sér til minnis. Þeir voru komnir aftarlega í kompurnar. Kjartan Ólafsson stóð fremst á garð- inum og tók kvikmynd til að sýna í Noregi. Það var hver síðastur að taka myndir flasslaust, því birtan var senn að þverra. Stöðugt bættist í fréttamannahóp- inn. Þarna komu þau Elín Pálma- dóttir frá Morgunblaðinu og Sverrir Þórðarson, útbreiðslustjóri þess. Það var svipað ástatt fyrir honum og mér; við höfum of lengi verið fréttamenn til þess að eira heima undir svona kringumstæðum. Með þeim tveimur var Sveinn Þormóðs- son, ljósmyndari. Þorsteinn Ó. Thor- arensen, fréttastjóri Vísis, stóð þarna og hvessti sjónir á Óðin og togarann. Loks kom Magnús Bjarn- freðsson frá Tímanum og í fylgd með honum Jónas Guðmundsson, fyrrum sjóliðsforingi hjá Landhelg- isgæzlunni. Auk þessara voru svo nokkrir nýliðar í fréttamannastétt, sem ég ekki þekki. Um það leyti, sem allir þessir fréttamenn voru saman komnir frammi á garðinum, renndi gamli Magni út úr hafnarmynninu. Þar um borð mátti glöggt kenna Harald Hamar, Ólaf K. Magnússon og Björn Jóhannsson, Morgunblaðinu, og Ás- mund Einarsson á Vísi. Fleiri þekkti ég ekki með vissu, en síðar kom í ljós, að þar var einnig Jóhann Vil- bergsson, ljósmyndari Fálkans, sem að þessu sinni var að vinna fyrir Alþýðublaðið. Þeir voru að fara um borð í togarann. Menn voru kátir, þarna á bryggj- unni. Sveinn Þormóðsson sneri sér að Ingimundi Magnússyni og spurði: — Varstu úti á velli? — Nei, en þú? -— Já. — Hvernig stóð? — Tvö tvö. — Fyrir hvom? spurði einhver. Þá var hlegið. Það var yfirleitt hlegið að öllu. Undir svona kringumstæðum er allt- af dálítil spenna. Hver og einn hugs- ar eitthvað á þessa leið: Hvernig skyldi nú takast? Það má ekki tak- ast ver hjá mér en hinum. Ég má ekki standa mig ver en sá skársti af hinum. Og vonandi tekst mér að ná í eitthvað, sem hinir detta ekki ofan á. Bara að dallarnir fari nú að kom- ast nær landi, svo það sé hægt að fara að gera eitthvað, láta til skarar skríða. Þarna var kominn hópur manna með kvikmyndavélar og Ijós. Með — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.