Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 48
Fylgist með tízkunni ‘Xleopalra SÓLGLERAUGU eru Evróputízkan 1963 EINKAUMBOÐ : H. L TULINIUS - Heildvcrzlun þeim var Steinþór Sigurðsson list- málari, og hélt á alls konar kössum og dóti. Einn var með stóra kvik- myndavél í axlarstatífi, annar með minni vél, einn með lampa, líkastan sólunum, sem verkamenn nota við dimmu. Óðinn var að vinnu sina 1 skríða inn í hafnarkjaftinn, og kvikmyndarinn með stóru vélina byrjaði að skjóta. — Á ég að kveikja á lampanum, spurði lampamaður- inn á ensku. Hinn svaraði ekki strax, og lampamaðurinn gerði ým- ist að kveikja eða slökkva, og sveifl- aði lampanum til. — Hafðu ljós, sagði hinn svo á sama máli. Beindu því meira upp, það glampar svo af sjónum. Óðinn renndi nú inn fyrir og sneri sér svo hann var samsíða garð- inum. Svartryðgaðar skemmdirnar á stefninu, eftir áreksturinn við tog- arann, blöstu við. Ég hafði ekki bú- izt við, að þær væru svona miklar. Ég hafði í hæsta lagi búizt við beyglum, en þetta voru göt. Stór, galopin göt. Ljós- og kvikmyndarar færðu sig framar á garðinn; skrif- finnar fóru sér hægar. Þeirra stund var ekki enn runnin upp. Ég stóð við garðsvegginn með ein- um starfsbróður mínum, og spurði: — Hvað getur ríkið selt þennan tog- ara fyrir mikið? Fréttamaðurinn leit ekki af Milwood litla en svaraði hægt og settlega: — Ætli hann geri ekki eina milljón, eftir síðasta taxta? Ég ranglaði fram eftir garðinum til hinna. Óðinn var kominn svo langt, að skipsmenn biðu með land- festarnar til taks. Kvikmyndamenn- irnir filmuðu. Ég gekk að Steinþóri listmálara, þar sem hann stóð undir klyfjum þeirra og spurði: — Hvað- an eru þessir kvikmyndarar? — Þeir eru frá hitaveitunni. Hita- veitunni? Hvað kemur þetta henni við? — Ja, þeir gripu bara tæki- færið. Frekara ráðrúm gafst ekki til við- ræðna við Steinþór, því nú kom Gestur Þorgrímsson askvaðandi: Er nokkur með teip? spurði hann. __ Hvernig teip? — Segulband. - Ætli Stefán Jónsson sé ekki um borð í togaranum? — Jú, hann hlýtur að vera þar. Með teip. Svo þaut hann burt aftur. Hann vantaði teip. Ég veit ekki til hvers. Óðinn renndi upp að garðinum, svo sem metra frá honum. Jónas sjóliðsforingi hafði staðið á tali við Magnús Bjarnfreðsson en tók nú við- bragð og stökk um borð. Heima- maður. Sterkt hjá Tímanum að hafa hann. Fleiri fóru að dæmi Jónasar, og brátt voru fáir fréttamenn eftir á bryggjunni. Skotarnir frá Scottish Daily voru í vandræðum. Annar þeirra gekk að Kristjáni og spurði, hvort hann hefði auka flasslampa. Lampinn hans var bilaður. Það vildi ekki kvikna á honum. Slæmt að vera kominn frá Skotlandi og verða svo fyrir þessu. Kristjan hafði engan aukalampa. Þeir gengu þrír saman þangað sem Skotinn geymdi græjurnar sínar. Ég varð eftir með einum starfsbróður. — Þetta er háð- sagði hann og glotti. — Hvað ung er háðung? — Hvernig þeir létu Bretann fara með sig. — Hvað áttu þeir að gera? — Skjóta á hann. Ætli hann hefði ekki látið sig. Vandræði Skotanna voru leyst þannig, að hann átti að fá að grípa í flassið hjá Ingimundi á Vísi, milli þess sem Ingimundur þyrfti á því að halda. Svona er andinn milli blaðamanna, á íslandi að minnsta kosti. Tilhliðrunarsemi og hjálp- semi, svo lengi sem það veldur ekki beinum skaða á hagsmunum. Svo segja sumir að blaðamennska sé ekkert nema frekja og skeytingar- leysi. íslendingar hafa lesið of mikið af reyfurum, þar sem blaðamanna- töffar eru aðalhetjurnar. Uppi í brú var verið að reka garn- irnar úr Þórarni skipherra. Hann svaraði vel, undardráttarlaust og án þeirrar lítilsvirðingar, sem sumir temja sér, þegar þeir geta gefið blaðamönnum upplýsingar. Þó voru margar spurningarnar skrýtnar og komu á annarlegum stöðum. Þegar hann sagði frá því, er togarinn sigldi fyrir Óðin, var hann allt í einu spurður, hvort hann þekkti John Smith skipstjóra á Milwood í sjón! Jafnhliða spurningunum dundu ljós myndaranna á Þórarni og kvik- myndararnir filmuðu filmurnar á enda. Það lá vel á öllum. Þarna hitti ég Sigurð Sigurðsson bátsmann. — Þetta var þreytandi, sagði hann. — Enginn svefn. Ef maður fleygði sér um stund var óð- ara kallað á mann aftur. Jú, það var hrikalegt, þegar togarinn ætlaði á okkur. Hann ætlaði að sigla á mitt skipið. Hefði Þórarinn skipherra ekki verið svona fljótur að skipa fulla ferð aftur á, hefði honum tek- izt það. Hann rétt slapp fyrir stefnið og þó ekki alveg, sem sjá má. Skell- urinn var harður, og ég hélt að tog- arinn ætlaði að velta á hvolf. Hliðin á honum vissi eiginlega beint upp á tímabili. — Heldur þú, að hann hefði látið sér segjast, þótt það hefði verið skot- ið á hann föstum skotum? — Nei. Það held ég áreiðanlega ekki. Maðurinn var hamslaus. Togarinn lagðist upp að. Leon Karlsson, 2. stýrimaður af Óðni, var í brúarglugganum og stjórnaði að- gerðum. Hann var með skammbyssu á lendinni. Skrýtið að sjá svoleiðis á íslendingi. Strákarnir um borð voru glaðir og kátir, skoluðu innan kaffikrúsirnar sínar og skvettu úr þeim ofan úr brú í sjóinn milli skip- anna. Dagblaðamennirnir voru voru löngu komnir um borð í Skot- ann og reyndu að pumpa skozku sjómennina. Ólafur K. Magnússon kom glaðklakkalegur yfir í Óðin, með rúsínubollu í hendinni. — Var gott að borða í togaranum? spurði ég. — Ágætt. Miðdegismaturinn hefði samt mátt vera betri, svaraði Ólafur, eins og hann hefði verið mef allan tímann. Svo sagði hann. — Það er bezt að koma sér heim. Hanr fór, áður en hann var búinn mec rúsínubolluna, og skálmaði einn upj bryggjuna. Blaðssystir hans, Elín var á þönum um allan Óðin, Björi Jó var enn ekki kominn úr togar anum. Mannfjöldinn á bryggjunn var orðinn miklu fáliðari. 48 — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.