Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 4
SAGA selur flugfarseðlana um allan heim. SAGA er er aðalumboðsmaður á íslandi fyrir dönsku ríkisjárnbrautirnar. SAGA hefur aðalumboð fyrir ferðaskrifstofur allra norrænu ríkisjárnbrautanna (Danmörk, Finn- land, Noregur og Svíþjóð). SAGA hefur söluumboð fyrir bandarísku Grey- hound langferðabílana. SAGA er aðalumboðsmaður fyrir Europa Bus — langferðabílasamtök Evrópu. SAGA selur skipafarseðla um allan heim. ALLAR UPPLÝSINGAR YARÐANDI VÖRUSÝNINGAR OG KAUPSTEFNUR. Ingólfsstræti — gegnt Gamla bíói — Sími 17600. ^ - VIKAN 22. tbl. Hrífuskaft... Kæra Vika. Við þökkum þér fyrir allar ánægjustundirnar, sem þú hefur veitt okkur. Við lesum Vikuna mjög mikið, og i Póstinum lásum við um þennan pilt á Hellissandi, sem segist dansa við kústinn. Við urðum sármóðgaðar út i þennan pilt, því þessi mikli dansherra hlýtur að lita mjög stórt á sig, þvi að ekki hefur hann talað um þetta við okkur. Og gætum við bezt trú- að, að þær væru fáar stúlkurnar á Sandi sem hann hefur beðið að æfa dans með sér. Og svo er það nú alveg grátlegt hjá honum að fara að spyrja þig, Vika min, hvað hann eigi að gera til að vera ekki einn. Okkur finnst nú að hann hefði ekki átt að hunza okkur svona algerlega, og taka kústinn fram yfir okkur. En ann- ars gætum við nú líknað honum i einverunni og gefið honum hrífu- skaft, það er þá alltaf tilbreyting fyrir hann að geta boðið þeim upp til skiptis. Svo er liann að tala um, að það hefði allt snúizt öfugt í kollinum á honum, þegar hann seg- ir að við höfum verið í einhverj- um stympingum, sem við höfum náttúrlega aldrei verið. Annars teljum við okkur fullfærar til að dansa, að minnsta kosti við hann, bara ef hann hefði einurð til að bjóða okkur upp. En hann á kanske eftir að læra hjá Heiðari Ástvaldssyni, hver veit? Svo ætlum við að biðja þig, kæra Vika, að koma þessu bréfi okkar á framfæri sem fyrst, einnig biðjum við þessa einmana sál að birta nafnið sitt hér í Vikunni, eða þá á virðulegasta staurnum á Hell- issandi, svo að við getum sent honum hrifuskaftið sem fyrst. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Fjórar móðgaðar á Hellissandi. Réttlætiskrafa ... Kæri Póstur. Ég er einn af þeim ólánsömu mönnum, sem á bíl. Hvers vegna? Jú, þetta er víst fyrirtaksbíll í flesta staði, en hann tók upp á þeim fjára fyrir rúmum mánuði að bila svo- lítið — sem ku vera algengt með bíla. Ég hef ekki átt þennan bíl lengi og því ekki komizt verulega í tæri við bílaviðgerðamenn. En þar sem ég er enginn kunnáttumaður um bíla leitaði ég til viðgerðar- manns. Jú, bíllinn komst á verk- stæði, var þar í rúman dag til lækn- inga. Svo fer ég og sæki minn bíl, alsæll og glaður, keyri á honum spölkorn —- en viti menn: ég er bú- inn að sitja í bílnum í tíu mínútur, þegar hann bilar: sama og áður. Nú, ég er þolinmóður maður að eðlisfari, læt draga bílinn aftur upp á verkstæði, og viðgerðarmaðurinn lofar öllu góðu: bíllinn verður til- búinn á morgun. Ákaflega leiðin- legt, að þetta skyldi koma fyrir aft- ur. Nú, ég sæki minn bíl á tilteknum tíma, keyri svo á honum í næsta hús. Og hvað skeður? Ég þarf víst ekki að segja það. Aftur fer bíllinn á verkstæði, og mín rómaða þolin- mæði fer óðum þverrandi. Þegar ég svo fékk bílinn aftur, eftir tveggja daga viðgerð, reyndist hann í lagi. Hann er meira að segja búinn að vera í lagi í tvo daga, þegar ég skrifa þér þetta bréf. Ég spurði síð- ast viðgerðarmanninn, hvað hefði verið að bílskrattanum. „Þetta var bara smávegis. Svolítill leki, sem við fundum ekki. Það var allt og sumt.“ En hvað skeður svo. Ég fæ reikn- ing, sem hljóðar upp á svo himin- háar peningasummur, að ég, fátæk- ur bíleigandi sá fram á yfirvofandi gjaldþrot. „An: vinna við viðgerð 43 klst.“ — takk fyrir. Geta þessir karlar leyft sér allt? Mér er spurn: Eru þetta ekki kunnáttumenn, útlærðir bifvéla- virkjar, sem gera við bílana manns? Er ekki hægt að gera þá lágmarks- kröfu til þeirra, að þeir hafi vit á því, sem þeir eru að gera. Ég vil halda því fram, að úr því að þeir gátu fundið, hvað að var í þriðja og seinasta (vona ég) skiptið, þá hafi þeir líka getað það í fyrsta skiptið. Þess vegna finnst mér það réttlætiskrafa, að ég borgi aðeins fyrir síðustu viðgerðina. Sammála? G. ---------Sammála. Réttlætið ... Kæra Vika! Skrif yðar um öfugstreymið í kjaramálum okkar fslendinga voru orð í töma töluð. Nauðsynlegt er, að einhverjir aðilar haldi þessum málum vakandi. Góðkunningi minn einn dauðsér nú eftir því að hafa eytt tíu árum ævi sinnar í lækna- námið. Kaupið, sem hann fær á spítalanum, er ekkert freistandi. Hins vegar á hann kunningja, sem er rafvirki, og réði sig nýlega út á land til að sjá um raflögn í eina „stórbyggingu“ í ca. þúsund manna þorpi. Hann fær 32.000 kr. á mánuði fyrir jobbið. Sonur hans, sem er nýorðinn rafvirki, réði sig einnig út á land nýlega til að leggja raf- lagnir inn í hús þar, og sá réði sig upp á 9.000 kr. á viku! Nú er okkur spurn. Hve hátt kaup fá þess- ir fínu menn hér í stórborginni? Nokkrir plebæjar úr menntastétt. „Damerne först ..." Póstur sæll. Við erum að rífast um það, nokkr- ir krakkar, hvort það sé almenn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.