Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 5
kurteisi, að karlmaðurinn gangi á undan konunni inn í miðja bekkja- röð í bíó eða leikhúsi. Sum okkar halda því fram, að „damerne“ eigi alltaf að vera „först“, en önnur segja, að karlmaðurinn eigi í þessu tilfelli að ryðja veginn. Getur þú gefið okkur svar við þessu mikla vandamáli? Sex. ■— — — Karlmaðurinn á að ryðja veginn. Það er mesti dóna- skapur að láta konuna um að trcðast áfram inn í miðja bekkja- röð — hins vegar hefur mér virzt sem svo, að sárafáir íslenzkir karlmenn geri sér grein fyrir þessari sjálfsögðu kurteisisskyldu — og það er langt frá því, að þetta sé eina afbrotið í þessum efnum, sem þeir gera sig al- mennt seka um. Það veitti ekki af því að taka obbann af íslenzk- um karlmönnum í „sjentil- mennsku“-tíma. Sárast er að horfa upp á rustaskap þeirra á opinberum veitinga- og dans- stöðum. Hvað ætli t. d. séu marg- ir íslenzkir karlmenn, sem temja sér þá sjálfsögðu kurteisi að standa upp, þegar kona kemur að borði, þar sem þeir sitja? Fimm prósent? Svar ... til „Skvísu“, „Tveggja forvitinna“, „K.K.K.“, „Lúllu“ og „Þreyttra ung- meyja“: — Þið hefðuð alveg getað sparað ykkur allt þetta ómak. Þið fáið ekkert frekar bréf ykkar birt, þótt þið sendið inn mörg bréf um sama efni, reyndar með smávægi- legum orðalagsbreytingum. Ég birti helzt ekki bréf, nema mér finnist innihald þeirra einhvers virði fyrir lesendur — og þótt ég fengi þúsund bréf um þetta efni, sem þið skrifið um, myndi ég aldrei hafa fyrir að birta svo mikið sem eitt þeirra. — Þið skuluð láta laga Þ-ið á ritvél- inni ykkar: Það kemur ekki nógu greinilega fram. Til hamingju ... Kæri Póstur! Ég ætla að vera stuttorður og segi þess vegna aðeins: Til ham- ingju með svar þitt til þess manns, sem kvartar yfir því að píputóbaks- dós sé dýr. Tóbaksbindindismaður. Kórar ... Vika mín. Ég stunda talsvert leikhús, og yfirleitt umber ég allflest glappa- skot, sem á sviðinu verða, og mætti kannski segja, að þetta væri full- mikið umburðarlyndi. Og yfirleitt hef ég ekki fyrir því að kvarta yfir smámistökum. Þó er eitt, sem fer ósegjanlega í taugarnar á mér, og má furðu sæta, að jafnvel reyndustu leikstjór- ar geri sig seka um slíkt. Við könn- umst öll við það úr leikritum í barnatímum útvarpsins, þar sem viðvaningar eru að verki, að þegar fleiri en einn er látinn tala í senn og segja sömu setninguna, þá er þessi setning sögð i einum kór, eins og þetta sé þaulæfður kórsöngur. Ef hinsvegar höfundur ætlast til, að fleiri en ein setning sé sögð sam- tímis, þá verður að segja eina „replikkuna" fyrst, og svo koll af kolli. Það er óneitanlega hörmuleg- ur viðvaningabragur á slíku, en maður getur líka sætt sig við þetta hjá viðvaningum. En þegar reyndir leikstjórar láta slíka tal- kóra viðgangast, þá kastar fyrst tólfunum. Auðvitað á þetta einstaka sinnum vel við, en það heyrir und- antekningum til. Þessir talkórar skapa svo óraunverulegan blæ, að stemningin fer gjörsamlega í rúst. Þegar höfundur leggur fleirum en einum sömu setningu í munn, á hann ekki að þurfa að taka það fram, að hún sé borin fram „unisont". Hann tekur það hins vegar fram, ef ætlazt er til þessa. Sem sagt: f guðs bænum, burtu með þessa hjákátlegu talkóra! Leikhúsgestur. Keflavíkurflugvöllur . . . Kæri Póstur! ísland er fagurt land, og margir staðir, sem hafa það mikla náttúru- fegurð upp á að bjóða, að börnin okkar hefðu vafalaust ánægju af að koma á einhvern þeirra. En þið þarna hjá „Vikunni“, virð- ast einblína svo á Keflavíkurflug- völl, að þangað stormið þið með blessuð börnin, ef þið ætlið að gera þeim eitthvað til gamans. Ég er sammála „Barnavini“, sem skrifar í Póstinn 11/4, að það er mjög ósmekklegt, svo ekki sé sterk- ara til orða tekið. Og hvernig þið svarið „Barna- vini“. Það má segja að það sé ekki smekklega gert. Leggið þið það að líku, þó að börn horfi á kúreka- myndir (sem ég þó ekki mæli með), og að sjá öll þau drápstól, sem sjálf- sagt eru til staðar á Vellinum. Og þó að börn lesi dagblöðin, með fréttum af atómsprengjum, eins og þið komizt að orði, finnst ykkur það sambærilegt? Fyrst og fremst held ég að það sé ekki algengt, að börn á þessum aldri, leggi sig niður við dagblaðalestur, og í öðru lagi er það, sem í dagblöðunum birtist, ekki annar eins blettur á þjóðinni eins og hersetan, og það sem af henni leiðir á einn og annan hátt. Og nóg annað skemmtilegra er til, að beina athygli barnanna að en hersetan á fslandi. Kona í Hornafirði. Fullkomin húð — krefst daglegrar umönnunar Créme á l orange Verndar og mýkir þurrt, viðlwæmt hörund og lætur hinum þurru og þyrstu húðfrumum næringarvökva í té. Inniheldur fjörefnablöndu (A -f- C) úr appelsínum, auk annarra lífrænna efna. Crane Asírale Þetta næringarmikla næturcrem inniheldur lífræn efni og fjörefni (A -f- B). Síast djúpt inn í hörundið, og veitir því þegar í stað nauðsgnlega næringu. Cacta Creme — crem-mjólk með orlddeu-fjörva. Hreinsar viðkvæm- ustu húð og hefur um leið fegrunaráhrif. Skapar hið rétta rakajafnvægi og heldur húðinni mjúkri. Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella — Gyðjan Laugavegi 25. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, ísafirði — Kf. Borg- firðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Keflavík — Drangey, Akranesi. vikan 22. tbi. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.