Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 7
sagði gamla konan við Björn Pálsson, þegar hann lenti í brúðkaupsferðinni austur á fjörðum. Björn segír frá því og ýmsu öðru, sem á dagana hefur drifið í viðtali við jónas Guðmundsson, stýrimann. Eftir norðanáhlaupið, var aftur komið vor og ofan af hæðinni blasti hún við, þessi fegurð, sem reykvísk skáld hafa annað slagið verið að kreista upp úr sér, þegar lítið hefur verið um brennivín og ástarsorgir. Rauð sól, langir og dularfullir skuggar; land og sjór skipta lit og ský sem eru abstrakt. Já, svona fagurt var nú veðrið, þegar við gengum upp að húsinu hans Björns Pálssonar, flugkappans, sem allir þekkja. Og við fórum að tala við hann um flugið; kynjaheiminn stóra, sem fyrir þrjátíu, fjörutíu árum varð til með þykkum stormgleraugum, smurolíu og benzínlykt, að ógleymdum nokkrum mönnum, sem gengu undir nafninu glannar - og Björn hefur orðið. - í raun og veru, var þetta miklu tilkomu- meira og frjálsara, að fljúga fyrir tuttugu, þrjátíu árum, en það er í dag. Þá var þetta bara eins og að keyra í bíl. Ekkert eftirlit, ■i-il „ * ___„ „ ->C Mll.._______* J} 1____• .1 * til að hafa allt á hornum sér. Maður bara setti í gang og flaug svo einsog mann lysti, í þá daga voru menn líka miklu flugmanns- legri, en þeir eru nú. Vélarnar voru opnar og menn klæddust vattgöllum og leðurvörum, gleraugum. Við strákarnir horfðum úr þegar útlendir hjartaknúsarar birtust allt i einu uppá íslandi í drynjandi flugvélum. Núna væru þetta kallaðir töffarar. - Ég fékk loftferðaskírteini mitt 2. október árið 1938. Það var númer eitt, útgefið af Agnari K. Hansen, flugmálastjóra. Á þessu plaggi stendur, að skírteinið veiti rétt til að fljfúga „neðanskráðum gerðum loftfara: BLACKBURN BLUEBIRD TF LÓA“. Þar með var BjÖrn Pálsson orðinn flugmaður. Ég hafði aðeins flogið í 36 klukkustundir, * áður en ég tók flugprófið. Kennarar vóru

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.