Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 9
Á ÞEIRRI NÝJU..................................... var ekki sem álitlegast. Suðaustan átt og bólgin regn- ský lágu yfir Hengli og Gráfjöllum. Þó himinninn væri þungbrýnn, eins og svo oft, taldi ég ferðaveður og eftir hádegið vorum við tilbúin til flugtaks. Vélin var opin, eins og áður segir, og sæti voru fyrir tvo, hlið við hlið. Við vorum vel búin til ferðarinnar, í þykkum vattgöllum og með fluggleraugu, sem auðvitað voru ómissandi í hverri flugvél þá. Nú, þegar mótorinn hafði hitnað nægi- lega hóf vélin sig upp af vellinum. Ég hækkaði flugið til norðurs og setti stefnuna fyrir norðan Eiríksjökul. Við höfðum engar veðurfregnir haft frá þeim stöðum, sem leið okkar átti að liggja um, en þegar á reyndi, var bezta flugveður. Eftir rúmlega tveggja tíma flug komum við til Akur- eyrar. Þá var auðvitað enginn flugvöllur þar og lenti ég á túninu í Lundi, hjá Jakobi Karlssyni. Vélin var nú fyllt af benzíni. Það var orðið nokkuð áliðið dags, þegar við vorum tilbúin til flugtaks á Akur- eyri. Veðurútlit var sæmilegt, eftir því, sem ég hélt, en skýjafar nokkurt. Þó held ég, að verst af öllu hafi nú verið það, að þekkingin á veðurfari og landslaginu hér var takmörkuð. Ég hafði farið þessa leið á hestum nokkr- um sinnum, og treysti mér því til þess að rata, og því lögðum við af stað í hálfgerða tvísýnu. Ef ég ætti að fara þessa leið í dag, væri það auðvelt, því ótalmargt hefur breytzt. En þá þurfti ég víða að krækja, til að hafa hreint borð við veðurguðina. Litla flugvélin þvældist til og frá, en lét vel af stjórn. Flug- hraðinn var ekki nema 70 landmílur, eða 100 kílómetrar á klukkustund. Undir myrkur komum við að Arnhóls- stöðum í Skriðdal, sem var áfangastaðurinn. Ég fór nú að undirbúa lendinguna, sem gat orðið erfið. Engar bremsur voru á hjólunum, eins og nú tíðkast og mótstaða vinds og brautar skammtaði því brautarlengd- ina. Lóan var þannig byggð, að nefið byrgði nær alla út- Nýja flugvélin er af gerðlnni TWIN PIONEER og er smíðuð i Skotlandi. Þessi flugvél hefur sjaldgæfa flugeiginlelka. Hún ber 18 manns, ásamt eldsneyti, en þarf þrátt fyrir það styttri flugbraut en minnstu sjúkraflugvélarnar. Þegar þessar vélar komu fyrst á markaðinn, hafði Flugfélag íslands það tll athugunar að kaupa þær til innanlandsflugsins, en af þvi varð ekki. Twin Pioneer vélin getur lent og hafið sig til flugs á yfir 100 merktum lendingarbrautum hér á landi og mun þegar fram i sækir verða í reglubundnu flugi til ýmissa kauptúna og byggðarlaga, sem fram til þessa hafa ekki haft fastar ferðir. Hún er tveggja hreyfla, og er búin blindflugstækjum. Á henni verða tveir flugmenn. Það sem gerir flugelginleika hennar fr&brugðna „venjulegum" flugvéium eru störar loftbremsur (fiaps) og sérstakur útbúnaður, sem gengur fram úr vængjunum og tryggir, að lyftikraft- urlnn haldist, þó vélin rísi melra en góðu hófi gegnir. Minnsti flughraði er aðeins rúmlega 50 milur. Tll að sýna ljóslega, hversu miklu styttri brautir þessi vél þarf, má gera eftirfarandi saman- burð við velþekktar flugvélategundir, sem notaðar eru i innanlandsflug hér. — Bonanza, tveggja hreyfla sjúkraflugvél þarf 270 mctra til flugtaks i logni, 270 metra til lendingar í logni. — Cessna, 180, sjúkraflugvél þarf i logni til flugtaks 169 metra, en 107 metra til lendlngar. Douglas, tveggja hreyfla, sem notaðar eru i innanlandsflug FÍ þarf 500 metra tll flugtaks, og tæpa 500 metra til lendingar. Bonanza 270 metra i flugtak, 270 metra til lendingar Cessna 169 metra i flugtak, 107 metra til lendingar Douglas 500 metra i flugtak, 500 metra til lendingar Twln Plon. 158 metra i flugtak, 150 metra til lendingar VIKAN 22. tbl. — 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.